Okkar Kópavogur: Hugmyndasöfnun hefst

Hugmyndasöfnun í íbúalýðræðisverkefninu Okkar Kópavogur hófst í dag. Þetta er í þriðja sinn sem Kópavogsbær stendur fyrir verkefninu, en því var fyrst hleypt af stokkunum vorið 2016. Íbúar Kópavogs hafa tekið verkefninu vel og hafa verið slegin met í þátttöku í bæði skiptin.

Frá 1. til 21. október verður hægt að setja inn hugmyndir á hugmyndavef verkefnisins. Á því tímabili verða einnig haldnir íbúafundir um allan bæ þar sem fólk getur komið sínum hugmyndum á framfæri.

Kosið verður milli hugmynda í ársbyrjun 2020 og hefjast framkvæmdir vorið 2020 og lýkur 2021. 200 milljónum verður varið til framkvæmda verkefna, skipt í hlutfalli við stærð bæjarhluta. Framkvæmdafé skiptist á tvö ár. 

Meðal þess sem íbúar völdu í ársbyrjun 2018, síðast þegar kosið var í Okkar Kópavogi, var hjólabraut við íþróttahús í Digranesi, körfuboltavöllur við Hörðuvallaskóla, frisbígolfvöllur í Guðmundarlundi, vatnspóstar og bekkir víða um bæinn, eftirlitsmyndavélar í Lindahverfi og fjölgun hjólastæða við Smáraskóla.

Kársnesstígur.

Fimm íbúafundir verða haldnir á næstunni í tengslum við Okkar Kópavog. Allt að sjö hugmyndir frá íbúafundum fara í kosningu í hverjum bæjarhluta og 13 af hugmyndavefnum, samtals 20 í hverjum bæjarhluta.

Fyrsti íbúafundurinn er í Salaskóla 3.október fyrir íbúa Linda- og Salaskólahverfis, mánudaginn 7. október verður fundur í Snælandsskóla fyrir íbúa í Snælands- og Álfhólsskólahverfunum, fimmtudaginn 10. október verður fundur í Kópavogsskóla fyrir íbúa í Kópavogs- og Smáraskólahverfunum, þriðjudaginn 15. október verður fundur í Kársnesskóla við Vallargerði fyrir íbúa í Kársnesskólahverfinu og loks verður fundur í Vatnsendaskóla fyrir íbúa í Hörðuvalla- og Vatnsendaskólahverfunum fimmtudaginn 17. október. Fundir hefjast klukkan 17 og standa til 18.30.

Okkar Kópavogur er eitt fjölmargra verkefna þar sem kallað er eftir þátttöku íbúa. Undanfarin ár hefur verið aukin áhersla á íbúasamráð og var verkefnastjóri íbúatengsla ráðinn til starfa hjá bænum síðastliðið vor. Þá er víðtæk þátttaka íbúa eitt Heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna sem Kópavogsbær hefur gert að yfirmarkmiðum starfsemi bæjarins.

Hugmyndavefur

Umræðan

Fleiri fréttir

Aðventuhátíð Kópavogs

Aðventuhátíð í Kópavogi verður haldin með pompi og pragt, laugardaginn 30. nóvember. Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri tendrar ljósin á jólatré Kópavogsbæjar við menningarhúsin við hátíðlega athöfn kl. 17. Jólasveinar bregða á

Fjárhagsáætlun samþykkt

Fjárhagsáætlun fyrir árið 2025 var samþykkt í bæjarstjórn Kópavogs að lokinni seinni umræðu í vikunni Einnig var samþykkt þriggja ára áætlun fyrir tímabilið 2026-2028. Í tilkynningu frá Kópavogsbæ segir að

Sóley heimsmeistari

Sóley Margrét Jónsdóttir varð í síðustu viku heims­meist­ari í kraft­lyft­ing­um með búnaði í +84 kg flokki og tryggði sér um leið réttinn til að keppa á Heimsleikunum (World Games) sem

Hættum keðjuverkandi skerðingum

Ég verð bara að segja eins og er að ég var kominn með bullandi ofnæmi fyrir ríkisstjórninni og sennilega var ríkisstjórnin einnig kominn með alvarlegt bráðaofnæmi fyrir sjálfri sér. Já,