Ólafur Arnarson, hagfræðingur: „Fýlubomba frá Gunnari.“

Ólafur Arnarson, hagfræðingur
Ólafur Arnarson, hagfræðingur

Ólafur Arnarson, hagfræðingur og áhugamaður um stjórnmál í Kópavogi, segir að ákvörðun Gunnars Birgissonar, fyrrverandi bæjarstjóra, að styðja minnihlutann í bæjarstjórn Kópavogs í húsnæðismálum sé eins og illa lyktandi sprengja.

„Að leggjast á sveif með minnihlutanum í bæjarstjórn lyktar eins og fýlubomba frá Gunnari sem er á leiðinni úr stjórnmálunum.  Þarna er engin smá ákvörðun á ferðinni sem getur bundið hendur manna inn í framtíðina,“ segir Ólafur. „Gunnar hefur reyndar verið þekktur fyrir að vera stórtækur í framkvæmdum þannig að þetta þarf ekki að koma neitt á óvart. Það kemur heldur ekki á óvart að hann sé til óþæginda fyrir núverandi meirihluta sem þarf á stuðningi hans að halda.“

Hvernig lest þú í pólitíkina í Kópavogi núna?

„Kópavogsgjáin er þarna á milli Gunnars og Ármanns. Mótframboð Margrétar Friðriksdóttur, skólameistara MK, gegn Ármanni í prófkjöri Sjálfstæðismanna í febrúar hlýtur að vera runnið undan rifjum Gunnars. Hún hlýtur þá að eiga stuðning hans vísan, þó hann hafi ekki lýst því opinberlega yfir. Svona framboð gegn sitjandi bæjarstjóra ætti enga möguleika – nema einhver meiriháttar skandall myndi skella á Ármanni, sem hefur verið farsæll í starfi að margra mati,“ segir Ólafur. „Margrét hefur líka verið farsæl í starfi sem skólameistari MK, er mér sagt, og spurning hvort hún hafi áhuga á bæjarstjórastólnum í raun – eða hvort einhver sem styður hana á bak við tjöldin geri tilkall til bæjarstjórastólsins nái hún að velta Ármanni úr sessi. Það gæti þá kannski verið stór maður sem segir oft að það sé „gott að búa í Kópavogi,“ segir Ólafur Arnarson, hagfræðingur.

Umræðan

Fleiri fréttir

Gnitaheiði er gata ársins

Bæjarstjórn Kópavogs velur götu ársins og er Gnitaheiði 30. gatan í Kópavogi til þess hljóta nafnbótina. Íbúar í götunni komu saman af tilefninu og Orri Hlöðversson, formaður bæjarráðs í Kópavogi

Flautukórinn í frægðarför

„Við komum heim með fullt af gulli, silfri og bronsi rétt eins og á Ólympíuleikunum,” segir kampakát Pemela De Sensi, flautukennara Tónlistarskólans í Kópavogi. Flautukór kórsins lagði nýverið Sikiley á

Líf og fjör á Hamraborgarhátíð

Agnes Ársælsdóttir er myndlistarmaður og sýningarstjóri Hamraborgarhátíðarinnar í ár. Agnes útskrifaðist með BA gráðu frá Listaháskóla Íslands árið 2015 en stundar nú nám í sýningastjórnun við Háskóla Íslands. Agnes sýndi

Gunnar Helgason.

Bókasafn Kópavogs í haust

Haustið ber með sér rútínu, kertaljós og appelsínurauða tóna, en á Bókasafni Kópavogs er dagskráin að fara í gang með vinsælum viðburðum fyrri ára í bland við nýja og spennandi

Gamlar fréttir úr sarpinum

Ólafur Þór Gunnarsson
Jafnréttisvidurkenning2018_1
þríþraut
Sólstöðuhátíð leikskólanna Núps og Dals.
Karen Elísabet Halldórsdóttir, bæjarfulltrúi
Kristín Dagmar Jóhannesdóttir
Jónína Sif Axelsdóttir, nemandi í Menntaskólanum í Kópavogi
Sundlaug Kópavogs