Ólafur Arnarson, hagfræðingur: „Fýlubomba frá Gunnari.“

Ólafur Arnarson, hagfræðingur
Ólafur Arnarson, hagfræðingur

Ólafur Arnarson, hagfræðingur og áhugamaður um stjórnmál í Kópavogi, segir að ákvörðun Gunnars Birgissonar, fyrrverandi bæjarstjóra, að styðja minnihlutann í bæjarstjórn Kópavogs í húsnæðismálum sé eins og illa lyktandi sprengja.

„Að leggjast á sveif með minnihlutanum í bæjarstjórn lyktar eins og fýlubomba frá Gunnari sem er á leiðinni úr stjórnmálunum.  Þarna er engin smá ákvörðun á ferðinni sem getur bundið hendur manna inn í framtíðina,“ segir Ólafur. „Gunnar hefur reyndar verið þekktur fyrir að vera stórtækur í framkvæmdum þannig að þetta þarf ekki að koma neitt á óvart. Það kemur heldur ekki á óvart að hann sé til óþæginda fyrir núverandi meirihluta sem þarf á stuðningi hans að halda.“

Hvernig lest þú í pólitíkina í Kópavogi núna?

„Kópavogsgjáin er þarna á milli Gunnars og Ármanns. Mótframboð Margrétar Friðriksdóttur, skólameistara MK, gegn Ármanni í prófkjöri Sjálfstæðismanna í febrúar hlýtur að vera runnið undan rifjum Gunnars. Hún hlýtur þá að eiga stuðning hans vísan, þó hann hafi ekki lýst því opinberlega yfir. Svona framboð gegn sitjandi bæjarstjóra ætti enga möguleika – nema einhver meiriháttar skandall myndi skella á Ármanni, sem hefur verið farsæll í starfi að margra mati,“ segir Ólafur. „Margrét hefur líka verið farsæl í starfi sem skólameistari MK, er mér sagt, og spurning hvort hún hafi áhuga á bæjarstjórastólnum í raun – eða hvort einhver sem styður hana á bak við tjöldin geri tilkall til bæjarstjórastólsins nái hún að velta Ármanni úr sessi. Það gæti þá kannski verið stór maður sem segir oft að það sé „gott að búa í Kópavogi,“ segir Ólafur Arnarson, hagfræðingur.

Deildu:

Facebook
Twitter
Pinterest
LinkedIn

Fleiri fréttir

Þúsundir íbúða í nýjum lífsgæðakjarna í Kópavogi

Áform um uppbyggingu hjúkrunarrýma og íbúða á Gunnarshólma Loftmynd af svæðinu Bæjarráð Kópavogs hefur samþykkt að vísa áfram til samþykktar bæjarstjórnar drögum að viljayfirlýsingu við Aflvaka þróunarfélag um uppbyggingu 5.000

Kársnesskóla skipt í tvo skóla

Kársnesskóla verður skipt upp í tvo sjálfstæða skóla á skólaárinu 2024 til 2025 samkvæmt tillögu menntasviðs Kópavogsbæjar sem samþykkt hefur verið í bæjarstjórn Kópavogs. Lagt er til að skólanum verði

Jólatónleikar Samkórs Kópavogs

Samkór Kópavogs syngur inn aðventuna á sínum árlegu jólatónleikum sunnudaginn 3. desember n.k. Tónleikarnir verða í Digraneskirkju og hefjast kl. 17:00. Einsöngvari með kórnum að þessu sinni er tenórsöngvarinn Gunnar