• 2006
  • 2007
  • 2008
  • 2009
  • 2010
  • 2011
  • 2012
  • 2013
  • 2014
  • 2015
  • 2016
  • 2017
  • 2018
  • 2019
  • Home
  • Latest News
  • Ljósmyndir
  • Tölublöð
  • Um Kópavogsblaðið
Kópavogsblaðið
  • Heim
  • Fréttir
    • Mannlíf
    • Íþróttir
    • Menning
  • Aðsent
  • Um Kópavogsblaðið
  • Tölublöð
  • Facebook

  • Instagram

  • YouTube

  • RSS

Mannlíf

Ólafur kótilettumeistari 2018

Ólafur kótilettumeistari 2018
Auðun Georg Ólafsson
02/12/2018

Kótilettukeppnin sem fram fór á Hrafnistu í Reykjavík á dögunum var æsispennandi. Alþingismaðurinn, og fyrrverandi bæjarfulltrúi Kópavogs, Ólafur Þór Gunnarsson bar sigur úr býtum um hver gæti sporðrennt flestum kótilettum. Alls torgaði Ólafur 15 lettum og er hann því „Kótilettumeistari Hrafnistu 2018“. Eins og spáð hafði verið um reyndist erfitt að slá Hrafnistumet Birgis Viðarssonar, rafvirkja á Hrafnistu, sem gæddi sér á 19 kótilettum um árið.

Þessi mynd var tekin baráttan stóð sem hæst. Frá vinstri: Birgir Viðarsson, rafvirki hjá Hrafnistu, Ólafur Þór Gunnarsson alþingismaður og sigurvegari, Sighvatur Halldórsson, Gústaf Egilsson, pípari hjá Hrafnistu og Hjalti „Úrsus“ Árnason.

Sá sem atti mestu kappi við sigurvegara dagsins var Kiwanismaðurinn Sighvatur Halldórsson sem lauk keppni eftir 14 kótilettur og munaði því aðeins nokkrum munnbitum hjá honum og Ólafi Þór. Stjórnandi keppninnar var aflraunamaðurinn Hjalti „Úrsus“ Árnason.

Þjóðarréttur Hrafnistu

Kótiletturnar á Hrafnistu eru löngu þjóðþekktar enda reglulega bornar fram á helstu hátíðum heimilanna en einnig þegar góða gesti ber að garði. Til dæmis hefur lengi verið til siðs að nýr heilbrigðisráðherra hverju sinni komi í heimsókn og snæði kótilettur á Hrafnistu fljótlega eftir embættistöku. Hafa t.d. bæði Svandís Svavarsdóttir og Ásmundur Daði Einarsson, ráðherrar öldrunarmála, litið við í hádegisverð auk Ölmu Möller, sem sl. vor tók fyrst kvenna hér á landi við embætti landlæknis. Fleiri mætti nefna, svo sem Jón Kristjánsson, Ögmund Jónasson og Kristján þór Júlíusson, fyrrum ráðherra heilbrigðismála, og Dag B. Eggertsson borgarstjóra, en allir eiga gestirnir það sammerkt að minnast heimboðanna og kótilettanna með ánægju þegar endurfundir verða með starfsliði eða íbúum Hrafnistu.

Alls 4.200 kótilettur í dag

Að þessu sinni var blásið til veislunnar í tilefni afmælis Sjóamnnadagsráðs, eiganda Hrafnistuheimilanna, og voru hinar sígildu kótilettur í raspi með tilheyrandi meðlæti á boðstólum í hádeginu á öllum Hrafnistuheimilunum sex. Matreiðslumeistarar Hrafnistu höfðu fyrirfram gert ráð fyrir að í kringum eitt þúsund matarskammtar yrðu reiddir fram á Hrafnistuheimilunum. Talan reyndist mjög nærri lagi en alls voru um 4.200 kótilettur snæddar

Alls torgaði Ólafur 15 lettum og er hann því „Kótilettumeistari Hrafnistu 2018“.

Efnisorðefst á baugihrafnista
Mannlíf
02/12/2018
Auðun Georg Ólafsson @audungeorg

Auðun Georg Ólafsson er ritstjóri Kópavogsblaðsins

Efnisorðefst á baugihrafnista

Meira

  • Lesa meira
    Lesið fyrir hunda

    Enn eru nokkur laus pláss á Lesið fyrir hunda laugardaginn 2. febrúar í Bókasafni Kópavogs. „Dóttir mín...

    ritstjorn 28/01/2019
  • Lesa meira
    Jammað í Molanum

    Molinn er Ungmenna- og menningarhús fyrir ungt fólk á aldrinum 16-25 ára, þar sem þeim gefst færi...

    ritstjorn 15/01/2019
  • Lesa meira
    Ha ha ha í Lindakirkju

    Í Lindakirkju fara nú fram rannsóknir á því hvernig hlátur og skopskyn getur auðgað tilveru okkar og...

    ritstjorn 14/01/2019
  • Lesa meira
    Tekið sem opinberri sendinefnd í Norður-Kóreu

    Við hjónin fórum í ferð til Kína og Norður Kóreu með Ferðaskrifstofunni Söguferðir. Við vorum tíu talsins...

    ritstjorn 29/12/2018
  • Lesa meira
    Vináttuganga í Kópavogi

    Vel tókst til í Vináttuganga sem fram fór í skólahverfum í Kópavogi á baráttudegi gegn einelti, fimmtudeginum...

    ritstjorn 26/12/2018
  • Lesa meira
    Rokk og metall í Molanum

    Þeir voru í þyngri kantinum tónarnir sem ómuðu í Molanum ungmennahúsi á sjálfri hrekkjavökunni. Þá komu saman...

    ritstjorn 26/12/2018
  • Lesa meira
    Gamla myndin

    Á ljósmyndavef Kópavogsbæjar, sem opnaður var á 60 ára bæjarins, kennir ýmissa grasa. Þessi mynd var tekin...

    ritstjorn 26/12/2018
  • Lesa meira
    Leikkona í Hollywood kennir í Vatnsendaskóla

    Auður Finnbogadóttir er leikkona sem á glæstan feril í sjónvarpi og á sviði. Hún hefur verið búsett...

    Auðun Georg Ólafsson 26/12/2018
  • Lesa meira
    Pure Deli í Gerðarsafn

    Veitingastaðurinn Pure Deli hefur opnað í Gerðarsafni. Veitingastaðurinn verður opinn frá 9 til 17 alla virka daga...

    ritstjorn 02/12/2018
  • Lesa meira
    Bókakafli: Maníuraunir

    Reynslusaga strípalingsins á Austurvelli Þann 25. október kom bókin mín út sem heitir Maníuraunir – Reynslusaga strípalingsins...

    ritstjorn 11/11/2018
  • Lesa meira
    Bók varð til á eldhúsgólfinu í Melgerði

    Minn sykursæti lífsstíll er fyrsta bók Lilju Katrínar Gunnarsdóttur sem fjallar eingöngu um bakstur. Og það sætan...

    Auðun Georg Ólafsson 16/10/2018
  • Lesa meira
    Fagnaði 100 ára afmæli

    Auður Jónsdóttir fagnaði 100 ára afmæli 8. september síðastliðinn. Þann 11. september var Auður svo mætt að...

    ritstjorn 16/10/2018
Scroll for more
Tap

Facebook

  • Vinsælast í vikunni

  • Nýjast

  • Frítt í sund
    Fréttir05/01/2019
  • Að þiggja hjálp
    Aðsent26/01/2019
  • Aðsóknarmet í Salnum
    Fréttir30/11/2018
  • Helmingum flugeldana núna
    Aðsent31/12/2018
  • Íbúar ánægðir með Kópavog
    Fréttir15/02/2019
  • Laun bæjarfulltrúa í Kópavogi lækka
    Fréttir13/02/2019
  • 10 ára kraftlyftingadeild
    Íþróttir12/02/2019
  • Breiðablik á afmæli í dag
    Íþróttir12/02/2019
Kópavogsblaðið
Kópavogsblaðið vill stuðla að aukinni samheldni og samstöðu Kópavogsbúa. Við höfum sérstakan áhuga á skemmtilegu mannlífi og atvinnulífi í Kópavogi og því sem gerir Kópavog að sérstökum og jákvæðum bæ að búa í, starfa og heimsækja. Hafðu samband í síma 8993024 eða sendu okkur skeyti á kopavogsbladid () kopavogsbladid.is

Nýjasta nýtt

  • Íbúar ánægðir með Kópavog
    Fréttir15/02/2019
  • Laun bæjarfulltrúa í Kópavogi lækka
    Fréttir13/02/2019
  • 10 ára kraftlyftingadeild
    Íþróttir12/02/2019
  • Breiðablik á afmæli í dag
    Íþróttir12/02/2019

Facebook

© 2019 Kópavogsblaðið slf.