HK náði í óvænt stig gegn FH.

Olisdeildin-logo

Flestir gerðu ráð fyrir nokkuð öruggum sigri FH inga á liði HK í kvöld. HK menn stóðu í gestunum í byrjun leiks en þegar fyrri hálfleikur var rétt rúmlega hálfnaður var FH komið í 6-9, og allt stefndi í að þeir færu með sigur. En HK menn sýndu strax a þeir ætluðu sér að berjast og leggja sig fram. Jafnt var á öllum tölum fyrstu mínúturnar. HK héldu sér áfram inn í leiknum og hleyptu FH ekki mikið meira fram úr sér en  á 22 mín. var staðan 11-12 fyrir FH. FH náði þó að halda HK mönnum frá sér og staðan í hálfleik 13-16. Skotnýting HK var ekki alveg upp á það besta í fyrri hálfleik og til að mynda skoraði Atli Karl 4 mörk í hálfleiknum úr 9 skottilraunum en einnig misnotuðu þeir m.a. eitt vítakast. Hjá FH var Einar Rafn Eiðsson markahæstur í fyrri hálfleik með 7 mörk þar af 4 úr vítum.

HK menn virtust vera að flýta sér í byrjun seinni hálfleiks og voru að missa boltann allt of oft klaufarlega frá sér. Klaufarlegar línusendingar þeirra rötuðu í hendur FH sem refsaði með hröðum sóknum. FH sigldi fljótlega í 3 marka mun sem svo jókst og komust gestirnir mest í 16-21 en þá var komið að manni að nafni Björn Ingi markverði HK að gefa félögum sínum tóninn. Hann byjaði á að verja 3 vítaköst og var að halda heimamönnum við efnið og varði meðal annars 3 vítaköst. Þegar 10 mínútur voru eftir var HK búinn að minnka muninn í 1 mark eftir góða varnarvinnu og flottann markvarðarkafla hjá Björn Inga, enn hann gjörsamlega lokaði markinu á stórum kafla og þegar 4 mínútur voru eftir jafnaði HK í 21-21. FH hafði ekki skorað mark í 13 mínútur og það er ekki á hverjum degi sem maður sér svo slakann leik hjá liði FH.

Björn Ingi hélt áfram að verja og með sterkri vörn komust heimamenn yfir 22-21  en það hafði ekki gerst síðan þeir skoruðu fyrsta markið í leiknum 1-0. Það voru 30 sekúndur eftir þegar FH jafnaði leikinn í 22-22. HK tóku leikhlé og réðu ráðum sínum en siðasta skot leiksins tóku FH þegar þeir fengu aukakast þegar leiktíminn var búinn en varnarveggur HK varði boltann.  Lokatölur því 22-22 sem verða að teljast frábær úrslit fyrir HK menn.

Í liði HK manna var Daníel Berg Grétasson markahæstur með 8 mörk, Atli Karl Backmann 6, Leó Snær 2, Jóhann Reynir 2, Eyþór Már Magnússon 2.

Björn Ingi markvörður varði 16 skot, þar af 3 víti.

Hjá FH: Einar Rafn Eiðsson 8 þar af 4 úr vítum, Ragnar Jóhannsson 3, Sigurður Ágústsson 2, Ísak Rafnnson, Magnús Óli Magnússon, Benedikt Reynir Kristinsson allir með 2 mörk.

Daníel Freyr Andrésson varði 23 skot þar af 1 víti.

MAÐUR LEIKSINS: Daníel Berg Grétasson, fyrir utan að skora 8 mörk var hann allt í öllu í sóknarleik HK. Hamaðist allan leikinn af hörku.

Heimild: www.sport.is

Umræðan

Fleiri fréttir

Höskuldur og Thelma íþróttakarl og íþróttakona ársins

Höskuldur Gunnlaugsson knattspyrnumaður úr Breiðabliki og Thelma Aðalsteinsdóttir fimleikakona úr Gerplu voru kjörin íþróttakarl og íþróttakona Kópavogs fyrir árið 2024.  Kjörinu var lýst á íþróttahátíð Kópavogs í Salnum miðvikudaginn 8.

Leifur Eiríksson Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar, Unnar Atli Guðmundsson plokkari, Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri og Ásthildur Helgadóttir sviðsstjóri umhverfissviðs.

Plokkari ársins

Unnar Atli Guðmundsson er plokkari ársins í Kópavogi. Bæjarstjóri Kópavogs Ásdís Kristjánsdóttir heiðraði Unnar í Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar en þangað sækir Unnar ruslapoka fyrir plokkið, sem unnið er í sjálfboðavinnu. Unnar

Aðventuhátíð Kópavogs

Aðventuhátíð í Kópavogi verður haldin með pompi og pragt, laugardaginn 30. nóvember. Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri tendrar ljósin á jólatré Kópavogsbæjar við menningarhúsin við hátíðlega athöfn kl. 17. Jólasveinar bregða á

Fjárhagsáætlun samþykkt

Fjárhagsáætlun fyrir árið 2025 var samþykkt í bæjarstjórn Kópavogs að lokinni seinni umræðu í vikunni Einnig var samþykkt þriggja ára áætlun fyrir tímabilið 2026-2028. Í tilkynningu frá Kópavogsbæ segir að