Flestir gerðu ráð fyrir nokkuð öruggum sigri FH inga á liði HK í kvöld. HK menn stóðu í gestunum í byrjun leiks en þegar fyrri hálfleikur var rétt rúmlega hálfnaður var FH komið í 6-9, og allt stefndi í að þeir færu með sigur. En HK menn sýndu strax a þeir ætluðu sér að berjast og leggja sig fram. Jafnt var á öllum tölum fyrstu mínúturnar. HK héldu sér áfram inn í leiknum og hleyptu FH ekki mikið meira fram úr sér en á 22 mín. var staðan 11-12 fyrir FH. FH náði þó að halda HK mönnum frá sér og staðan í hálfleik 13-16. Skotnýting HK var ekki alveg upp á það besta í fyrri hálfleik og til að mynda skoraði Atli Karl 4 mörk í hálfleiknum úr 9 skottilraunum en einnig misnotuðu þeir m.a. eitt vítakast. Hjá FH var Einar Rafn Eiðsson markahæstur í fyrri hálfleik með 7 mörk þar af 4 úr vítum.
HK menn virtust vera að flýta sér í byrjun seinni hálfleiks og voru að missa boltann allt of oft klaufarlega frá sér. Klaufarlegar línusendingar þeirra rötuðu í hendur FH sem refsaði með hröðum sóknum. FH sigldi fljótlega í 3 marka mun sem svo jókst og komust gestirnir mest í 16-21 en þá var komið að manni að nafni Björn Ingi markverði HK að gefa félögum sínum tóninn. Hann byjaði á að verja 3 vítaköst og var að halda heimamönnum við efnið og varði meðal annars 3 vítaköst. Þegar 10 mínútur voru eftir var HK búinn að minnka muninn í 1 mark eftir góða varnarvinnu og flottann markvarðarkafla hjá Björn Inga, enn hann gjörsamlega lokaði markinu á stórum kafla og þegar 4 mínútur voru eftir jafnaði HK í 21-21. FH hafði ekki skorað mark í 13 mínútur og það er ekki á hverjum degi sem maður sér svo slakann leik hjá liði FH.
Björn Ingi hélt áfram að verja og með sterkri vörn komust heimamenn yfir 22-21 en það hafði ekki gerst síðan þeir skoruðu fyrsta markið í leiknum 1-0. Það voru 30 sekúndur eftir þegar FH jafnaði leikinn í 22-22. HK tóku leikhlé og réðu ráðum sínum en siðasta skot leiksins tóku FH þegar þeir fengu aukakast þegar leiktíminn var búinn en varnarveggur HK varði boltann. Lokatölur því 22-22 sem verða að teljast frábær úrslit fyrir HK menn.
Í liði HK manna var Daníel Berg Grétasson markahæstur með 8 mörk, Atli Karl Backmann 6, Leó Snær 2, Jóhann Reynir 2, Eyþór Már Magnússon 2.
Björn Ingi markvörður varði 16 skot, þar af 3 víti.
Hjá FH: Einar Rafn Eiðsson 8 þar af 4 úr vítum, Ragnar Jóhannsson 3, Sigurður Ágústsson 2, Ísak Rafnnson, Magnús Óli Magnússon, Benedikt Reynir Kristinsson allir með 2 mörk.
Daníel Freyr Andrésson varði 23 skot þar af 1 víti.
MAÐUR LEIKSINS: Daníel Berg Grétasson, fyrir utan að skora 8 mörk var hann allt í öllu í sóknarleik HK. Hamaðist allan leikinn af hörku.
Heimild: www.sport.is