• 2006
  • 2007
  • 2008
  • 2009
  • 2010
  • 2011
  • 2012
  • 2013
  • 2014
  • 2015
  • 2016
  • 2017
  • 2018
  • 2019
  • 2020
  • Home
  • Latest News
  • Ljósmyndir
  • Smáauglýsingar
  • Tölublöð
  • Um Kópavogsblaðið
Kópavogsblaðið
  • Heim
  • Fréttir
    • Mannlíf
    • Íþróttir
    • Menning
    • Fyrirtæki
  • Aðsent
  • Um Kópavogsblaðið
  • Tölublöð
  • Facebook

  • Instagram

  • YouTube

  • RSS

Íþróttir

HK náði í óvænt stig gegn FH.

HK náði í óvænt stig gegn FH.
ritstjorn
19/09/2013

Olisdeildin-logo

Flestir gerðu ráð fyrir nokkuð öruggum sigri FH inga á liði HK í kvöld. HK menn stóðu í gestunum í byrjun leiks en þegar fyrri hálfleikur var rétt rúmlega hálfnaður var FH komið í 6-9, og allt stefndi í að þeir færu með sigur. En HK menn sýndu strax a þeir ætluðu sér að berjast og leggja sig fram. Jafnt var á öllum tölum fyrstu mínúturnar. HK héldu sér áfram inn í leiknum og hleyptu FH ekki mikið meira fram úr sér en  á 22 mín. var staðan 11-12 fyrir FH. FH náði þó að halda HK mönnum frá sér og staðan í hálfleik 13-16. Skotnýting HK var ekki alveg upp á það besta í fyrri hálfleik og til að mynda skoraði Atli Karl 4 mörk í hálfleiknum úr 9 skottilraunum en einnig misnotuðu þeir m.a. eitt vítakast. Hjá FH var Einar Rafn Eiðsson markahæstur í fyrri hálfleik með 7 mörk þar af 4 úr vítum.

HK menn virtust vera að flýta sér í byrjun seinni hálfleiks og voru að missa boltann allt of oft klaufarlega frá sér. Klaufarlegar línusendingar þeirra rötuðu í hendur FH sem refsaði með hröðum sóknum. FH sigldi fljótlega í 3 marka mun sem svo jókst og komust gestirnir mest í 16-21 en þá var komið að manni að nafni Björn Ingi markverði HK að gefa félögum sínum tóninn. Hann byjaði á að verja 3 vítaköst og var að halda heimamönnum við efnið og varði meðal annars 3 vítaköst. Þegar 10 mínútur voru eftir var HK búinn að minnka muninn í 1 mark eftir góða varnarvinnu og flottann markvarðarkafla hjá Björn Inga, enn hann gjörsamlega lokaði markinu á stórum kafla og þegar 4 mínútur voru eftir jafnaði HK í 21-21. FH hafði ekki skorað mark í 13 mínútur og það er ekki á hverjum degi sem maður sér svo slakann leik hjá liði FH.

Björn Ingi hélt áfram að verja og með sterkri vörn komust heimamenn yfir 22-21  en það hafði ekki gerst síðan þeir skoruðu fyrsta markið í leiknum 1-0. Það voru 30 sekúndur eftir þegar FH jafnaði leikinn í 22-22. HK tóku leikhlé og réðu ráðum sínum en siðasta skot leiksins tóku FH þegar þeir fengu aukakast þegar leiktíminn var búinn en varnarveggur HK varði boltann.  Lokatölur því 22-22 sem verða að teljast frábær úrslit fyrir HK menn.

Í liði HK manna var Daníel Berg Grétasson markahæstur með 8 mörk, Atli Karl Backmann 6, Leó Snær 2, Jóhann Reynir 2, Eyþór Már Magnússon 2.

Björn Ingi markvörður varði 16 skot, þar af 3 víti.

Hjá FH: Einar Rafn Eiðsson 8 þar af 4 úr vítum, Ragnar Jóhannsson 3, Sigurður Ágústsson 2, Ísak Rafnnson, Magnús Óli Magnússon, Benedikt Reynir Kristinsson allir með 2 mörk.

Daníel Freyr Andrésson varði 23 skot þar af 1 víti.

MAÐUR LEIKSINS: Daníel Berg Grétasson, fyrir utan að skora 8 mörk var hann allt í öllu í sóknarleik HK. Hamaðist allan leikinn af hörku.

Heimild: www.sport.is

Efnisorð
Íþróttir
19/09/2013
ritstjorn

Efnisorð

Meira

  • Lesa meira
    Pétur Örn tekur við af Sigurjóni sem formaður HK

    Á aðalfundi HK, sem fram fór undir lok marsmánaðar, bar það helst til tíðinda að Sigurjón Sigurðsson...

    ritstjorn 05/04/2021
  • Lesa meira
    „Verkefni allra í HK er að koma félaginu í fremstu röð í íslenskri knattspyrnu“

    Knattspyrnudeild HK hefur gert samning við Daða Rafnsson sem yfirmann knattspyrnuþróunar hjá félaginu. Daði mun taka að...

    ritstjorn 25/09/2020
  • Lesa meira
    Sigurhátíð í Lindaskóla

    Það hefur örugglega ekki farið fram hjá neinum að Lindaskóli vann Skólahreystikeppnina í ár. Þetta er í...

    Auðun Georg Ólafsson 24/05/2019
  • Lesa meira
    Opið fyrir umsóknir á afrekssvið Menntaskólans í Kópavogi

    Nú er opið fyrir umsóknir á nýstofnuðu afrekssviði Menntaskólans í Kópavogi. Nemendur sem skrá sig á sviðið...

    Auðun Georg Ólafsson 23/05/2019
  • Lesa meira
    Klyfjaður verðlaunapeningum á EM

    Guðfinnur Snær Magnússon keppti á EM í kraftlyftingum sem fór fram í Pilsen, Tékklandi um síðustu mánaðarmót....

    Auðun Georg Ólafsson 23/05/2019
  • Lesa meira
    Tvö silfurverðlaun á Norðurlandamóti í hnefaleikum

    Emin Kadri Eminssyni og Jafet Erni Þorsteinssyni úr Hnefaleikafélag Kópavogs unnu til silfurverðlauna helgina 30-31 mars á...

    ritstjorn 08/04/2019
  • Lesa meira
    5. flokkur HK stefnir hátt

    5. flokkur kvenna á eldra ári, sem eru stúlkur fæddar árið 2005, er einn fjölmennasti flokkurinn innan...

    ritstjorn 06/04/2019
  • Lesa meira
    „Ómetanlegt að sjá barnið sitt geisla af gleði og ná árangri“

    KYNNING: Í Mudo Gym er unnið út frá slagorðunum: „Sterkari börn“ og „Sjálfstraust, sjálfsagi sjálfsvörn”. Sigursteinn Snorrason,...

    ritstjorn 26/03/2019
  • Lesa meira
    10 ára kraftlyftingadeild

    Hin nautsterka kraftlyftingadeild Breiðabliks er tíu ára um þessar mundir. Fólk hefur fengið sér nautasteik af minna...

    ritstjorn 12/02/2019
  • Lesa meira
    Breiðablik á afmæli í dag

    Í dag þriðjudaginn 12. febrúar er Breiðablik 69 ára. Af því tilefni verður afmæliskaka og kaffi í...

    ritstjorn 12/02/2019
  • Lesa meira
    Gönguskíði hjá GKG

    Allir á gönguskíði! Nú er búið að troða hring fyrir gönguskíði á golfvelli GKG sem notið hefur...

    ritstjorn 22/01/2019
  • Íþróttafólk Kópavogs
    Lesa meira
    Agla María Albertsdóttir og Valgarð Reinhardsson eru íþróttafólk ársins í Kópavogi

    Agla María Albertsdóttir knattspyrnukona úr Breiðabliki og Valgarð Reinhardsson fimleikamaður úr Gerplu og voru kjörin íþróttakarl og...

    ritstjorn 11/01/2019
Scroll for more
Tap
  • Vinsælast í vikunni

  • Nýjast

  • Ný sundlaug í Fossvogsdal
    Fréttir11/03/2021
  • Það er allt í lagi að vera ekki allt í lagi
    Aðsent26/01/2021
  • Samstaða, lærdómur og þakklæti
    Aðsent18/12/2020
  • Vortónleikar Skólahljómsveitar Kópavogs
    Mannlíf05/04/2021
  • Pétur Örn tekur við af Sigurjóni sem formaður HK
    Íþróttir05/04/2021
  • Bjart fram undan, hefjum störf
    Aðsent05/04/2021
  • Sundlaug óskast… í Reykjavík
    Aðsent05/04/2021
  • Lækningajurtir, matjurtir og myglusveppir
    Mannlíf05/04/2021

Facebook

Kópavogsblaðið
Kópavogsblaðið vill stuðla að aukinni samheldni og samstöðu Kópavogsbúa. Við höfum sérstakan áhuga á skemmtilegu mannlífi og atvinnulífi í Kópavogi og því sem gerir Kópavog að sérstökum og jákvæðum bæ að búa í, starfa og heimsækja. Hafðu samband í síma 8993024 eða sendu okkur skeyti á kopavogsbladid () kopavogsbladid.is

Nýjasta nýtt

  • Pétur Örn tekur við af Sigurjóni sem formaður HK
    Íþróttir05/04/2021
  • Bjart fram undan, hefjum störf
    Aðsent05/04/2021
  • Sundlaug óskast… í Reykjavík
    Aðsent05/04/2021
  • Lækningajurtir, matjurtir og myglusveppir
    Mannlíf05/04/2021

Facebook

© 2020 Kópavogsblaðið slf.