• 2006
  • 2007
  • 2008
  • 2009
  • 2010
  • 2011
  • 2012
  • 2013
  • 2014
  • 2015
  • 2016
  • 2017
  • 2018
  • 2019
  • 2020
  • 2021
  • Dreifingastaðir
  • Home
  • Latest News
  • Ljósmyndir
  • Smáauglýsingar
  • Tölublöð
  • Um Kópavogsblaðið
Kópavogsblaðið
  • Heim
  • Fréttir
    • Mannlíf
    • Íþróttir
    • Menning
    • Fyrirtæki
  • Aðsent
  • Um Kópavogsblaðið
  • Tölublöð
  • Dreifingastaðir
  • Facebook

  • Instagram

  • YouTube

  • RSS

Fréttir

Ólöf Breiðfjörð ráðin verkefnastjóri fræðslu – og kynningarmála

Ólöf Breiðfjörð ráðin verkefnastjóri fræðslu – og kynningarmála
ritstjorn
26/02/2016
Ólöf Breiðfjörð.

Ólöf Breiðfjörð.

Ólöf Breiðfjörð hefur verið ráðin verkefnastjóri fræðslu – og kynningarmála hjá Listhúsi Kópavogsbæjar. Ólöf hefur undanfarin ár verið kynningarstjóri Þjóðminjasafns Íslands og haldið þar utan um kynningu og markaðssetningu en jafnframt hefur hún verið aðstoðarmaður þjóðminjavarðar.

Í tilkynningu frá Kópavogsbæ segir að staða verkefnastjóra fræðslu –  og kynningarmála hjá Listhúsi bæjarins sé ný en eitt helsta hlutverkið er að halda utan um, skipuleggja og kynna markvissa menningarfræðslu í menningarhúsum Kópavogsbæjar.  Verkefnastjóri sér einnig um aðra sameiginlega viðburði á borð við fjölskyldustundir menningarhúsanna, menningardagskrá í vetrarfríum skóla, barnamenningarhátíð og fleiri verkefni sem tengjast menningarfræðslu. 

Ólöf lærði hljóðfæraleik í Trinity College of Music í London og er með BA-próf í þjóðfræði frá Háskóla Íslands og meistaragráðu í safnafræðum frá sama skóla

Í starfi sínu hjá Þjóðminjasafni Íslands hefur hún meðal annars komið að skipulagningu viðamikilla verkefna sem tengjast börnum og sýningum, meðal annars 150 ára afmæli Þjóðminjasafnsins og opnun Safnahússins við Hverfisgötu. Þá hefur Ólöf komið að skipulagningu ýmissa hátíða og dagskrár fyrir börn og fjölskyldur svo sem barnamenningarhátíðar í Reykjavík.

Starfið var auglýst laust til umsókna í janúar og voru umsækjendur nærri 90. Ólöf var metin hæfust til að gegna starfinu með hliðsjón af þeim kröfum sem gerðar eru til þess samkvæmt starfslýsingu og auglýsingu.

Verkefnastjóri fræðslu – og kynningarmála mun starfa náið með forstöðumanni Listhúss Kópavogsbæjar, forstöðumönnum menningarhúsa bæjarins og vera tengiliður þeirra við skóla og alla þá í bænum og utan hans, sem sinna menningu og listum fyrir börn og ungmenni.

Undir hatti Listhúss Kópavogsbæjar starfa Gerðarsafn, Salurinn, Bókasafn Kópavogs, Náttúrufræðistofa Kópavogs, Héraðsskjalasafn Kópavogs og Tónlistarsafn Íslands.

Efnisorðefst á baugilisthúsmenningarhússtarfsmenn
Fréttir
26/02/2016
ritstjorn

Efnisorðefst á baugilisthúsmenningarhússtarfsmenn

Meira

  • Lesa meira
    Leikfélag Kópavogs: Þátttökumenning í 65 ár

    Leikfélag Kópavogs var stofnað árið 1957 og er því elsta menningarfélag í Kópavogi. Árið 2007 flutti leikfélagið...

    ritstjorn 12/05/2022
  • Lesa meira
    Vinir Kópavogs vara við harmleik

    Auglýsing sem Vinir Kópavogs hafa birt á samfélagsmiðlum hefur vakið athygli. Þar er varað við harmleik í...

    ritstjorn 03/05/2022
  • Lesa meira
    Geir Ólafs lofar stemningu í Kópavogi

    Stórsöngvarinn Geir Ólafsson ætlar sér stóra hluti í sveitarstjórnarkosningunum í vor. Hann skipar 2. sæti á lista...

    ritstjorn 02/05/2022
  • Lesa meira
    Sjálfbærniskýrsla Kópavogs 2021

    Sjálfbærniskýrsla Kópavogs fyrir árið 2021 var samþykkt í bæjarstjórn Kópavogs um miðjan mánuðinn. Í skýrslunni er fjallað...

    ritstjorn 27/04/2022
  • Lesa meira
    Knattspyrnufélagið Augnablik 40 ára

    Í ár eru 40 ár síðan nokkrir ungir menn komu saman í þáverandi félagsheimili Breiðabliks í gömlum...

    ritstjorn 24/04/2022
  • Lesa meira
    Reykjanesbraut verði sett í stokk

    Tillagan Borg í mótun/Grænn miðbær var hlutskörpust í hugmyndasamkeppni um þverun Reykjanesbrautar ásamt byggð yfir og/eða við...

    ritstjorn 24/04/2022
  • Lesa meira
    Listi Samfylkingar samþykktur

    Á félagsfundi Samfylkingarinnar í Kópavogi nýverið var listi flokksins til bæjarstjórnarkosninga samþykktur einróma. Í níu efstu sætum listans eru: 1....

    ritstjorn 04/04/2022
  • Lesa meira
    Reitur 13: Bæjarfulltrúi leiðréttur af verktökum

    Skipu­lags­ráð Kópa­vogs­bæjar sam­þykkti á fundi sínum 14. mars sl. að vinnslu­til­laga að skipu­lagi á svoköll­uðum reit 13...

    ritstjorn 03/04/2022
Scroll for more
Tap
  • Vinsælast í vikunni

  • Nýjast

  • Sigvaldi býður sig fram í 2.-3. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins
    Fréttir14/02/2022
  • Bergur Þorri sækist eftir 2. sæti hjá Sjálfstæðisflokknum
    Aðsent12/02/2022
  • Ásdís vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Kópavogi
    Aðsent12/02/2022
  • Ómar í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins
    Fréttir02/02/2022
  • Leikfélag Kópavogs: Þátttökumenning í 65 ár
    Aðsent12/05/2022
  • Forræðishyggja í 100 skrefum
    Aðsent11/05/2022
  • Látum skynsemina ráða
    Aðsent11/05/2022
  • Skipulagsvaldið flutt frá Kópavogsbæ til verktaka
    Aðsent11/05/2022
Kópavogsblaðið
Kópavogsblaðið vill stuðla að aukinni samheldni og samstöðu Kópavogsbúa. Við höfum sérstakan áhuga á skemmtilegu mannlífi og atvinnulífi í Kópavogi og því sem gerir Kópavog að sérstökum og jákvæðum bæ að búa í, starfa og heimsækja. Ritstjóri: Auðun Georg Ólafsson Umbrot: Guðmundur Árnason Kópavogsblaðið slf, kt: 6205131800 Sími: 8993024 kopavogsbladid () kopavogsbladid.is

Nýjasta nýtt

  • Leikfélag Kópavogs: Þátttökumenning í 65 ár
    Aðsent12/05/2022
  • Forræðishyggja í 100 skrefum
    Aðsent11/05/2022
  • Látum skynsemina ráða
    Aðsent11/05/2022
  • Skipulagsvaldið flutt frá Kópavogsbæ til verktaka
    Aðsent11/05/2022

Facebook

© 2022 Kópavogsblaðið slf.