Ólöf Breiðfjörð ráðin verkefnastjóri fræðslu – og kynningarmála

Ólöf Breiðfjörð.
Ólöf Breiðfjörð.
Ólöf Breiðfjörð.

Ólöf Breiðfjörð hefur verið ráðin verkefnastjóri fræðslu – og kynningarmála hjá Listhúsi Kópavogsbæjar. Ólöf hefur undanfarin ár verið kynningarstjóri Þjóðminjasafns Íslands og haldið þar utan um kynningu og markaðssetningu en jafnframt hefur hún verið aðstoðarmaður þjóðminjavarðar.

Í tilkynningu frá Kópavogsbæ segir að staða verkefnastjóra fræðslu –  og kynningarmála hjá Listhúsi bæjarins sé ný en eitt helsta hlutverkið er að halda utan um, skipuleggja og kynna markvissa menningarfræðslu í menningarhúsum Kópavogsbæjar.  Verkefnastjóri sér einnig um aðra sameiginlega viðburði á borð við fjölskyldustundir menningarhúsanna, menningardagskrá í vetrarfríum skóla, barnamenningarhátíð og fleiri verkefni sem tengjast menningarfræðslu. 

Ólöf lærði hljóðfæraleik í Trinity College of Music í London og er með BA-próf í þjóðfræði frá Háskóla Íslands og meistaragráðu í safnafræðum frá sama skóla

Í starfi sínu hjá Þjóðminjasafni Íslands hefur hún meðal annars komið að skipulagningu viðamikilla verkefna sem tengjast börnum og sýningum, meðal annars 150 ára afmæli Þjóðminjasafnsins og opnun Safnahússins við Hverfisgötu. Þá hefur Ólöf komið að skipulagningu ýmissa hátíða og dagskrár fyrir börn og fjölskyldur svo sem barnamenningarhátíðar í Reykjavík.

Starfið var auglýst laust til umsókna í janúar og voru umsækjendur nærri 90. Ólöf var metin hæfust til að gegna starfinu með hliðsjón af þeim kröfum sem gerðar eru til þess samkvæmt starfslýsingu og auglýsingu.

Verkefnastjóri fræðslu – og kynningarmála mun starfa náið með forstöðumanni Listhúss Kópavogsbæjar, forstöðumönnum menningarhúsa bæjarins og vera tengiliður þeirra við skóla og alla þá í bænum og utan hans, sem sinna menningu og listum fyrir börn og ungmenni.

Undir hatti Listhúss Kópavogsbæjar starfa Gerðarsafn, Salurinn, Bókasafn Kópavogs, Náttúrufræðistofa Kópavogs, Héraðsskjalasafn Kópavogs og Tónlistarsafn Íslands.

Umræðan

Fleiri fréttir

Leifur Eiríksson Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar, Unnar Atli Guðmundsson plokkari, Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri og Ásthildur Helgadóttir sviðsstjóri umhverfissviðs.

Plokkari ársins

Unnar Atli Guðmundsson er plokkari ársins í Kópavogi. Bæjarstjóri Kópavogs Ásdís Kristjánsdóttir heiðraði Unnar í Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar en þangað sækir Unnar ruslapoka fyrir plokkið, sem unnið er í sjálfboðavinnu. Unnar

Aðventuhátíð Kópavogs

Aðventuhátíð í Kópavogi verður haldin með pompi og pragt, laugardaginn 30. nóvember. Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri tendrar ljósin á jólatré Kópavogsbæjar við menningarhúsin við hátíðlega athöfn kl. 17. Jólasveinar bregða á

Fjárhagsáætlun samþykkt

Fjárhagsáætlun fyrir árið 2025 var samþykkt í bæjarstjórn Kópavogs að lokinni seinni umræðu í vikunni Einnig var samþykkt þriggja ára áætlun fyrir tímabilið 2026-2028. Í tilkynningu frá Kópavogsbæ segir að

Sóley heimsmeistari

Sóley Margrét Jónsdóttir varð í síðustu viku heims­meist­ari í kraft­lyft­ing­um með búnaði í +84 kg flokki og tryggði sér um leið réttinn til að keppa á Heimsleikunum (World Games) sem