Stjórn Íþróttafélagsins Glóðar ákvað að gefa félögum og gestum þeirra tækifæri til fagna alþjóðlega Ólympíudeginum þann 23. júní síðstliðinn.
Gengið var um Víghólssvæðið með vatn í flösku og þannig sameinuð gildi Glóðar Hreyfing – fæðuval og heilsa. Sérstakur gestur Glóðar var Jón Þór Ólafsson, ólympíufari.
Meðfylgjandi er mynd, sem Rósa Ben smellti af, af hluta hópsins fyrir utan Digranes.