Ómar í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins

Ómar Stefánsson.

Ómar Stefánsson, fyrrverandi formaður bæjarráðs Kópavogsbæjar og oddviti Framsóknarflokksins í Kópavogi til margra ára, hefur ákveðið að gefa kost á sér í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins. Þetta staðfestir Ómar í viðtali við Kópavogsblaðið. Hann safnar nú tilskyldum fjölda undirskrifta þeirra sem styðja hann til þátttöku.

„Ég hef alltaf verið hægri sinnaður Framsóknarmaður sem gerir mig að miðju-Sjálfstæðismanni,“ segir Ómar og minnir á að í tíð sinni sem bæjarfulltrúi Framsóknarflokksins hafi hann átt þátt í að gera þrjá Sjálfstæðismenn að bæjarstjórum í Kópavogi; Gunnar Birgisson, Gunnstein Sigurðsson og Ármann Kr. Ólafsson.

Ómar var bæjarfulltrúi á árunum 2002 – 2014 og segist tilbúin að láta verk sín og reynslu í bæjarpólitíkinni í dóm kjósenda Sjálfstæðisflokksins. „Ég óttast ekki faglega gagnrýni um fyrri verk mín og nálgast þetta verkefni af auðmýkt. Ég tel mig hafa reynslu og þekkingu sem er dýrmæt á þessum vettvangi,“ segir Ómar.

Um ástæðu þess að hann bjóði sig ekki fram hjá Framsóknarflokki á ný segir hann að honum hugnist ekki hvernig vinnubrögðin hafa verið hjá flokknum í Kópavogi. Um áherslumál sín segist Ómar vilja sjá meiri varkárni í fjármálum bæjarins og aðhald í rekstri. Hann vill leiða Vatnsendamálið til lykta, honum hugnast ekki útfærsla Borgarlínu eins og hún hefur verið kynnt og vekur athygli á að nýr leikskóli hefur ekki verið byggður í Kópavogi í 8 ár þrátt fyrir vaxandi íbúafjölda og aukna þörf fyrir þjónustu við barnafjölskyldur.

Deildu:

Facebook
Twitter
Pinterest
LinkedIn

Fleiri fréttir

Jólatónleikar Samkórs Kópavogs

Samkór Kópavogs syngur inn aðventuna á sínum árlegu jólatónleikum sunnudaginn 3. desember n.k. Tónleikarnir verða í Digraneskirkju og hefjast kl. 17:00. Einsöngvari með kórnum að þessu sinni er tenórsöngvarinn Gunnar

Deloitte flytur úr Turninum á Dalveg 30

Kynning Deloitte hefur flutt úr Turninum við Smáratorg, sem löngum hefur verið kenndur við fyrirtækið, í nýtt skrifstofuhúsnæði á Dalvegi 30.  Nýja húsnæðið er byggt samkvæmt umhverfisvottuðu byggingarstöðlunum BREEAM en

Marteinn Þór Pálmason, tannlæknir.

Tannsetrið tannlæknastofa fagnar eins árs afmæli

Kynning Bókaðu tíma í gegnum símaappið Noona eða á netinu Tannsetrið tannlæknastofa, sem staðsett er við Hlíðasmára 17 í Kópavogi, sinnir öllum almennum tannlækningum og tekur við sjúklingum á öllum aldri. Marteinn Þór