Ómar í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins

Ómar Stefánsson.

Ómar Stefánsson, fyrrverandi formaður bæjarráðs Kópavogsbæjar og oddviti Framsóknarflokksins í Kópavogi til margra ára, hefur ákveðið að gefa kost á sér í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins. Þetta staðfestir Ómar í viðtali við Kópavogsblaðið. Hann safnar nú tilskyldum fjölda undirskrifta þeirra sem styðja hann til þátttöku.

„Ég hef alltaf verið hægri sinnaður Framsóknarmaður sem gerir mig að miðju-Sjálfstæðismanni,“ segir Ómar og minnir á að í tíð sinni sem bæjarfulltrúi Framsóknarflokksins hafi hann átt þátt í að gera þrjá Sjálfstæðismenn að bæjarstjórum í Kópavogi; Gunnar Birgisson, Gunnstein Sigurðsson og Ármann Kr. Ólafsson.

Ómar var bæjarfulltrúi á árunum 2002 – 2014 og segist tilbúin að láta verk sín og reynslu í bæjarpólitíkinni í dóm kjósenda Sjálfstæðisflokksins. „Ég óttast ekki faglega gagnrýni um fyrri verk mín og nálgast þetta verkefni af auðmýkt. Ég tel mig hafa reynslu og þekkingu sem er dýrmæt á þessum vettvangi,“ segir Ómar.

Um ástæðu þess að hann bjóði sig ekki fram hjá Framsóknarflokki á ný segir hann að honum hugnist ekki hvernig vinnubrögðin hafa verið hjá flokknum í Kópavogi. Um áherslumál sín segist Ómar vilja sjá meiri varkárni í fjármálum bæjarins og aðhald í rekstri. Hann vill leiða Vatnsendamálið til lykta, honum hugnast ekki útfærsla Borgarlínu eins og hún hefur verið kynnt og vekur athygli á að nýr leikskóli hefur ekki verið byggður í Kópavogi í 8 ár þrátt fyrir vaxandi íbúafjölda og aukna þörf fyrir þjónustu við barnafjölskyldur.

Deildu:

Facebook
Twitter
Pinterest
LinkedIn

Fleiri fréttir

Stórskemmtileg leiksýning fyrir yngstu kynslóðina

Leikfélag Kópavogs sýnir um þessar mundir barnaleikritið Ferðin til Limbó eftir Ingibjörgu Jónsdóttur (1953-1986) sem sett var upp í Þjóðleikhúsinu í janúar 1966. Leikritið byggir á barnabókinni Músabörn í geimflugi eftir sama

Er svefn besta verkjalyfið?

Svefn er ein af grunnstoðum góðrar heilsu ásamt góðri næringu, hreyfingu og vellíðan. Þegar við sofum notar líkaminn tímann til að endurnýja sig og undirbúa okkur fyrir næsta dag. Svefn