Spennandi fyrirlestrar eru á döfinni hjá Bókasafni Kópavogs næstu fimmtudaga en þá mun safnið bjóða upp á erindaröð um fegurð. Þórdís Kjartansdóttir, lýtalæknir, flytur fyrsta erindið þann 26. febrúar. Bjarni Karlsson, prestur, flytur erindi sitt um sama efni fimmtudsaginn þar á eftir. Þann 12. mars mætir sjálfur Ómar Ragnarsson og ræðir um fegurð frá sínu sjónarhorni. Erindin byrja um 17:15 og eru um klukkutíma löng. Allir eru velkomnir og enginn aðgangseyrir.
Allur réttur áskilinn. Kópavogsblaðið slf. 2024.