Ómar Ragnarsson: „Smiðjuhverfið í Kópavogi er eitt af ótal dæmum um það hvernig aðkomufólk er beinlínis afvegalegaleitt á leið sinni til ákveðins húss.“

Viðtal Kópaogsfrétta við Jóhannes Ragnarsson, sem segist hafa glímt við bæjaryfirvöld í 30 ár til að fá húsnúmerum við Smiðjuveg breytt þannig að auðveldara yrði að finna fyrirtæki í hverfinu, hefur vakið mikla athygli.

Ómar Ragnarsson lætur sig Smiðjuhverfið varða og segist oft þurfa að fara um hverfið til að leita að fyrirtækjum og verði yfirleitt að aka fram og til baka þangað til hann detti niður á skiltið sjálft.
Ómar Ragnarsson lætur sig Smiðjuhverfið varða og segist oft þurfa að fara um hverfið til að leita að fyrirtækjum og verði yfirleitt að aka fram og til baka þangað til hann detti niður á skiltið sjálft.  Samsett mynd.

Ómar Ragnarsson tekur málið upp á bloggsíðu sinni og segir þar meðal annars:

„Smiðjuhverfið í Kópavogi er eitt af ótal dæmum um það hvernig aðkomufólk er beinlínis afvegalegaleitt á leið sinni til ákveðins húss, til dæmis eftir forsögn símaskrárinnar eða ja.is.

Ekkert eftirlit virðist vera með því að húseigendur sjálfir merki hús sín með númerum heldur virðist viðhorf bæði borgar- og bæjaryfirvalda vera það að allir eigi fyrirfram að vita hvar allt er.

Það eru ekki svo fáar ferðirnar sem maður er búinn að fara um Smiðjuhverfið til að leita að fyrirtækjum og verður yfirleitt að aka fram og til baka þangað til maður dettur niður á skiltið sjálft.

Síðan virðist engin ein regla vera um það hvernig húsnúmerum er raðað eða hvað sé skilgreint sem ein gata. Ekki svo fáar ferðirnar sem maður hefur farið um ný hverfi til að finna þetta út og vera að villast langtímum saman.

Sums staðar á maður að vita það að allir botnlangarnir teljist með heildargötunni, annars staðar að það sé einmitt ekki þannig.

Í fyrra fór ég í langa gönguferð um hálft hverfi til að leita að húsi með númeri, sem var á allt öðrum stað í þessu völundarhúsi en hægt var að sjá fyrir.

Fyrir hálfri öld var þetta hins vegar ekkert vandamál. Öll hús voru merkt þar sem gatnakerfi var og reglan algild: Talið var til vesturs í Vesturbænum og austurs í Austurbænum, oddatölur vinstra megin og jafnar tölur hægra megin.“

Skiptar skoðanir eru um þetta. Í athugasemd við fréttina segist Þorsteinn Helgi Steinarsson vilja ganga lengra en Jóhannes og í stað þess að hafa eina númerarunu fyrir allt hverfið eins og hann leggur til þá vill hann einfaldlega gefa hverri götu fyrir sig nýtt heiti, til dæmis eftir iðngreinum.

„Þannig gæti  Smiðjuvegur 30 (gul) orðið Múraragata 30, Smiðjuvegur 30 (rauð), Smiðsgata 30, Smiðjuvegur 30 (græn) orðið Píparagata 30 og svo framvegis,“ segir Þorsteinn Helgi Steinarsson.

Jón Sigurðsson segist í athugasemd sinni vera þessu gjörsamlega ósammála:
„Hann (Jóhannes, innsk) er að fara fram á tvö húsnúmer á sama hús það er eitt á efri hæð og annað á neðri. Það er hvergi þannig á landinu. T.d. stendur Járn og gler við Skútuvog 1h en aðkoman er frá Barkarvogi eins er með Dugguvog þar er aðkoma að efrihæðum frá Kænuvogi. Í umræddu hverfi eru tvær götur Smiðjuvegur og Skemmuvegur öll hús í númeraröð en botnlangar litgreindir eftir því hvort þú ert á neðri eða efri hæð. Hvað er svona erfitt við þetta?“

Kristján Sveinbjörnsson, sem eitt sinn var formaður Umferðarnefndar Kópavogs, kveður sér hljóðs og segir lagabreytingu væntanlega þurfa að koma til svo hægt verði að breyta þessu:

„Fyrir löngu síðan sat ég í Umferðanefnd Kópavogs, raunar formaður og þá tókum við á þessu máli með að setja umræddar litamerkingar á göturnar. Vandamálið var að hús bera þinglýst númer óháð því hvað marga innganga húsið hefur. Engin leið var því að breyta númerum þannig að hæð í húsi sem sneri í norður hefði eitt númer og hæðin í sama húsi sem sneri í suður hefði annað númer. Væntanlega þarf að breyta lögum svo sama hús geti borið tvö ólík númer eins og Jóhannes leggur til.“

Umræðan

Fleiri fréttir

Aðventuhátíð Kópavogs

Aðventuhátíð í Kópavogi verður haldin með pompi og pragt, laugardaginn 30. nóvember. Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri tendrar ljósin á jólatré Kópavogsbæjar við menningarhúsin við hátíðlega athöfn kl. 17. Jólasveinar bregða á

Fjárhagsáætlun samþykkt

Fjárhagsáætlun fyrir árið 2025 var samþykkt í bæjarstjórn Kópavogs að lokinni seinni umræðu í vikunni Einnig var samþykkt þriggja ára áætlun fyrir tímabilið 2026-2028. Í tilkynningu frá Kópavogsbæ segir að

Sóley heimsmeistari

Sóley Margrét Jónsdóttir varð í síðustu viku heims­meist­ari í kraft­lyft­ing­um með búnaði í +84 kg flokki og tryggði sér um leið réttinn til að keppa á Heimsleikunum (World Games) sem

Hættum keðjuverkandi skerðingum

Ég verð bara að segja eins og er að ég var kominn með bullandi ofnæmi fyrir ríkisstjórninni og sennilega var ríkisstjórnin einnig kominn með alvarlegt bráðaofnæmi fyrir sjálfri sér. Já,