Ómar Stefánsson, oddviti Framsóknarflokksins, dregur sig í hlé frá stjórnmálaþátttöku. Verður ekki í framboði næsta vor.

Ómar Stefánsson, bæjarfulltrúi og oddviti Framsóknarmanna í bæjarstjórn Kópavogs, hefur ákveðið að draga sig í hlé frá stjórnmálum. Þetta mun hann tilkynna formlega á aðalfundi Framsóknarfélagsins í Kópavogi sem fram fer í kvöld. „Þetta er orðið ágætt í bili, ég ætla að sinna fjölskyldunni betur en kem svo tvíefldur til baka fyrir kosningarnar 2018,“ segir Ómar sem hefur verið á vettvangi sveitastjórnarstjórnmálanna frá árinu 1990.

Ómar Stefánsson.
Ómar Stefánsson.

-Hvers vegna þessi tímasetning, af hverju dregur þú þig í hlé núna?

„Það er fyrst og fremst út af fjölskyldunni. Ég á þrjú börn sem eru á skólaaldri og mig langar að fylgjast enn frekar með þeim og athuga hvort ég eigi einhverja vini ennþá. Það er engin önnur ástæða,“ segir Ómar, sem boðar endurkomu í stjórnmálin síðar. „Ég ætla að bjóða mig aftur fram árið 2018 og verða þá í þessu eins lengi og ég á möguleika á.  Ég ætla ekkert að þekkja minn vitjunartíma,“ segir Ómar og hlær.

-Það eru þá ekki tvísýnar horfur hjá Framsóknarflokknum sem fá þig til að taka þessa ákvörðun núna?

„Nei, síður en svo. Þetta hefur verið að gerjast hjá mér mjög lengi og margir hafa vitað af, þetta hefur legið lengi fyrir. Það er nóg til af kraftmiklu fólki í Framsóknarflokknum og það kemur alltaf maður í manns stað. Ég klára bara mitt kjörtímabil og verð ekki í endurkjöri í vor. Hleypi nýju fólki að. “

Nánar verður rætt við Ómar í næsta Kópavogsblaði þar sem hann gerir upp árin í bæjarpólitíkinni í Kópavogi.

Umræðan

Fleiri fréttir

Össur Geirsson er heiðurslistamaður Kópavogs

Össur Geirsson er heiðurslistamaður Kópavogs 2024 og var valið kynnt við hátíðlega viðhöfn í Tónhæð, húsnæði Skólahljómsveitar Kópavogs.  Elísabet Berglind Sveinsdóttir, forseti bæjarstjórnar Kópavogs og formaður lista- og menningarráðs, afhenti

Brugðist við vopnaburði barna og ungmenna

Flýta á innleiðingu forvarnarverkefnis í KópavogiTala opinskátt um ofbeldi í öllum grunnskólum, frístund og félagsmiðstöðvum barna Menntaráð Kópavogs fjallaði um viðbrögð og forvarnir vegna ofbeldis og vopnaburðar barna og ungmenna

Heitar umræður um merki Pírata

Á aðalfundi Pírata í Kópavogi um liðna helgi var ný stjórn félagsins kjörin. Fundurinn var haldinn samhliða aðalfundum Pírata í Reykjavík, Ungra Pírata og Pírata í Suðvesturkjördæmi líkt og í

Gatnaframkvæmdir hafnar í Vatnsendahvarfi

Framkvæmdir við jarðvinnu og lagnir í Vatnsendahvarfi eru hafnar. Til að halda upp á áfangann tók bæjarstjóri Kópavogs Ásdís Kristjánsdóttir fyrstu skóflustungu að götunni Hæðarhvarfi. Árni Geir Eyþórsson, framkvæmdastjóri Jarðvals

Gamlar fréttir úr sarpinum

DJI_0335
radgjof
Sumrungar
WP_20150326_10_54_43_Raw
Torgid-Logo-1
planetaa
IrisogIndra-2
Björt Ólafsdóttir, umhverfisráðherra, skipar 1. sæti á lista Bjartrar framtíðar í suðvesturkjördæmi.
okkarkopavogur_mynd