Ómar Stefánsson segir sig úr Framsóknarflokknum

Ómar Stefánsson hefur sagt sig úr Framsóknarflokknum.
Ómar Stefánsson hefur sagt sig úr Framsóknarflokknum.

Ómar Stefánsson, sem hefur verið oddviti Framsóknarmanna í Kópavogi um árabil, hefur sagt sig úr Framsóknarflokknum. Áður hafði Ómar tilkynnt að hann ætlaði í fjögurra ára frí frá stjórnmálaþátttöku. Á félagsfundi Framsóknarmanna í Kópavogi nýlega tilkynnti Ómar að hann hefði sagt sig úr Framsóknarflokknum. „Ástæðan er sá þjóðernispopúlismi sem þrífst innan Framsóknarflokksins sem ég á enga samleið með,“ segir Ómar sem segist hafa beðið með að tilkynna þetta þangað til að skyldum hans lauk sem bæjarfulltrúi í Kópavogi fyrir Framsóknarflokkinn þann 15. júní síðastliðinn.

Hvað tekur þá við?
„Ég var búinn að ákveða að taka mér frí frá stjórnmálum. Ég ætla nú að hugsa stöðuna og sjá hvort það verði ekki pláss fyrir mig aftur á vettvangi sveitastjórnarmálanna eftir fjögur ár,“ segir Ómar Stefánsson.

Deildu:

Facebook
Twitter
Pinterest
LinkedIn

Fleiri fréttir

Kópavogsblaðið komið út

Stolt Kópavogs eru á forsíðu Kópavogsblaðsins að þessu sinni. Karlalið Breiðabliks er komið í riðlakeppni Sambandsdeildar Evrópu eftir að hafa slegið út Struga frá Norður-Makedóníu. Blikar leika sex leiki í

Mygla hjá velferðarsviði

Velferðarsvið Kópavogsbæjar er ekki lengur með starfsemi í Fannborg 6. Slæm loftgæði eru í húsinu sem haft hefur áhrif á starfsfólk hússins og sýna nýjustu mælingar há gildi myglugróar. Því

Stuð á Hamraborg Festival

Hamraborg Festival fór fram í lok ágúst í Hamraborg og í menningarhúsunum í Kópavogi, en Hamraborg Festival er þverfagleg hátíð með sérstakri áherslu á myndlist, staðbundin verk, gjörningalist og samfélagslega

Króníkan opnar í Gerðarsafni

Veitingastaðurinn Króníkan opnaði í sumar í Gerðarsafni. Samningur við nýjan rekstraraðila var undirritaður 11.maí, á afmælisdegi Kópavogsbæjar. Bragi Skaftason og Sigrún Skaftadóttir, systkini úr Vesturbæ Kópavogs, hafa tekið reksturinn að sér