Ómar Stefánsson segir sig úr Framsóknarflokknum

Ómar Stefánsson hefur sagt sig úr Framsóknarflokknum.
Ómar Stefánsson hefur sagt sig úr Framsóknarflokknum.

Ómar Stefánsson, sem hefur verið oddviti Framsóknarmanna í Kópavogi um árabil, hefur sagt sig úr Framsóknarflokknum. Áður hafði Ómar tilkynnt að hann ætlaði í fjögurra ára frí frá stjórnmálaþátttöku. Á félagsfundi Framsóknarmanna í Kópavogi nýlega tilkynnti Ómar að hann hefði sagt sig úr Framsóknarflokknum. „Ástæðan er sá þjóðernispopúlismi sem þrífst innan Framsóknarflokksins sem ég á enga samleið með,“ segir Ómar sem segist hafa beðið með að tilkynna þetta þangað til að skyldum hans lauk sem bæjarfulltrúi í Kópavogi fyrir Framsóknarflokkinn þann 15. júní síðastliðinn.

Hvað tekur þá við?
„Ég var búinn að ákveða að taka mér frí frá stjórnmálum. Ég ætla nú að hugsa stöðuna og sjá hvort það verði ekki pláss fyrir mig aftur á vettvangi sveitastjórnarmálanna eftir fjögur ár,“ segir Ómar Stefánsson.

Deildu:

Facebook
Twitter
Pinterest
LinkedIn

Fleiri fréttir

Stórskemmtileg leiksýning fyrir yngstu kynslóðina

Leikfélag Kópavogs sýnir um þessar mundir barnaleikritið Ferðin til Limbó eftir Ingibjörgu Jónsdóttur (1953-1986) sem sett var upp í Þjóðleikhúsinu í janúar 1966. Leikritið byggir á barnabókinni Músabörn í geimflugi eftir sama

Er svefn besta verkjalyfið?

Svefn er ein af grunnstoðum góðrar heilsu ásamt góðri næringu, hreyfingu og vellíðan. Þegar við sofum notar líkaminn tímann til að endurnýja sig og undirbúa okkur fyrir næsta dag. Svefn