Ómetanlegar heimildir um sögu Kópavogs að glatast

Marteinn Sigurgeirsson, brautryðjandi i kvikmyndagerð, hefur í 40 ár safnað ómetanlegum heimildum um sögu Kópavogs. Filmur geymast ekki endalaust og þær þarf að varðveita.

Martein Sigurgeirsson þekkja flestir bæjarbúar en hann hefur lengi starfað sem kennari í skólum bæjarins og hefur alltaf haft myndavél við höndina á flestum mannamótum í Kópavogi. „Það eru nær  40 ár síðan ég flutti í Kópavog frá Selfossi þar sem ég er  uppalinn, en ég elti hingað Kópavogsstelpu sem ég sá í Þórsmörk,“ segir Marteinn og á þar við Öldu Guðmundsdóttur, konu sína, en þau búa í fallegu húsi við Birkihvamm. Marteinn er menntaður kennari og nam fjölmiðlafræði við Dramatiska Institute í Stokkhólmi. Hann er brautryðjandi í að kenna fjölmiðlafræði í grunnskólum hér á landi og hefur kennt ófáum nemendum fyrstu handtökin við blaðaútgáfu og kvikmyndagerð. Nýlega var frumherjastarf Marteins viðurkennt er hann hlaut Menningarverðlaun DV í vor fyrir ævistarf í kvikmyndagerð. „Þá er ég orðinn löglega gamall og get farið að halla mér aftur í stólnum, fyrst búið er að verðlauna mig fyrir ævistarfið,“ segir Marteinn og hlær. „En mér þótti mjög vænt um þessa viðurkenningu sem og viðurkenningu Rótarýklúbbs Kópavogs um árið sem Eldhugi Kópavogs. Það er gaman að fólk meti það sem ég hef verið að bauka í gegnum árin.“

Marteinn hefur kennt ófáum nemendum fyrstu handtökin.
Marteinn hefur kennt ófáum nemendum fyrstu handtökin.

Marteinn hefur einmitt verið að bauka ýmislegt því samhliða kennslunni liggja eftir hann ómetanlegar heimildir um sögu Kópavogs. Bæði ljósmyndir og kvikmyndir. „Ég er oftast með myndavélina á mér alveg frá því ég var flokkstjóri í Vinnuskólanum 1976 þegar ég tók við félagslífi og atvinnuvegakynningu, en mikilvægt var að kom krökkunum í starfskynningu sem siðar sum hver völdu sér einmitt það starf sem þau kynntu sér.“

Ásamt því að hafa tekið viðtöl við frumbyggja Kópavogs á Marteinn ótrúlegt safn kvikmynda og ljósmynda frá þróun byggðar í úthverfum bæjarins. „Þetta er sérstakt áhugamál mitt. Ég á til dæmis alveg þróun byggðar við Kópavogstúnið frá því þar voru skólagarðar til þess sem það er í dag. Ég kvikmyndaði einnig byggingasögu Smáralindar og byggingar yfir brýrnar með Hálsatorgi. Mikilvægt er að varðveita þetta safn og koma því í stafrænt form. Ég hef fengið eilítinn stuðning frá bænum við að mynda og  bjarga elstu filmunum en það er kannski 10% af safninu. Hér eru menningarverðmæti sem liggja undir skemmdum en þeim þarf að bjarga sem allra fyrst.

Nemendur i Kopavogsskola vinna að heimilda- og stuttmyndagerð i Heraðsskjalasafni Kópavogs.
Nemendur i Kopavogsskola vinna að heimilda- og stuttmyndagerð i Heraðsskjalasafni Kópavogs.

Hvað kostar að varðveita safnið og hvað viltu að verði gert við það?

„Kostnaðurinn hleypur á nokkrum milljónum; skráning, flokkun og tæknivinna. En það er erfitt að verðleggja ævistarfið. „I have a dream,“ eins og nafni minn sagði, safnið þarf að vera aðgengilegt á Bókasafni Kópavogs og í Héraðsskjalasafninu þar sem almenningur og fræðimenn framtíðarinnar geta unnið úr þessu og að bærinn eignist þetta að lokum,“ segir Marteinn Sigurgeirsson sem er hvergi nærri hættur þar sem hann hefur kennt kvikmyndagerð í Kópavogsskóla að undanförnu. Einnig hefur hann aðstoðað krakkana í Vatnsendaskóla að gera heimildamynd um hverfið sitt sögu þess og þróun. „Draumurinn er að allir krakkar í Kópavogi frá leikskóla og upp í menntaskóla eigi kost á fræðslu um kvikmyndir og að þau geti tjáð sig í skapandi skólastarfi með heimilda- og fræðslumyndum, stuttmyndum, hreyfimyndum og tónlistarmyndum. Einnig þarf að skapa vettvang fyrir kvikmyndahátíð þar sem nemendur geta borið saman myndir sínar. Í þessu er ég að garfa þessa dagana en nokkrir þröskuldar er að þvælast fyrir en þá þarf að yfirstiga og taka á þessu“ segir Marteinn að lokum um leið og hann lyftir tökufingrinum upp til áherslu.

Kvikmyndir úr safni Marteins Sigurgeirssonar:

Söguleg viðtöl við frumbyggja Kópavogs, meðal annars:  Guðmund Guðmundsson, stofnanda Breiðabliks, Pétur Þorsteinsson, landnema á Urðarbraut, Jósafat Líndal, Sparisjóðsstjóra Rebekku Ísaksdóttir frá Fífuhvammi, Gunnar Árnason, búfræðing sem mældi fyrir nýbýlunum , Huldu Jakobsdóttur, fyrsta konan sem var bæjarstjóri, Elísabetu Finsen, múrara .

1983:  Fífuhvammur rifinn

1984: Blikadagurinn

1985 Hvalasýning í Náttúrufræðisafni og félagsstarf aldraðra

1986: Kóparokk með Bandi Nútímans og fleiri hljómsveitum úr Kópavogi

Mynd um Vinnuskólann, sýnd í Stundinni okkar.

2005: 50 ára saga Kópavogskaupstaðar, heimildamynd

2010: Saga knattspyrnudeildar Breiðabliks. Mynd sem endaði á Íslandsmeistaratitli.

2011: Jón úr Vör, heimildamynd sem sýnd var á 10 ára afmæli Ljóðastafsins

Verk í vinnslu:  Saga Kópavogs II.  Verður vonandi  frumsýnd  á 60 ára afmæli bæjarins.

Útgáfa:

Gaf út Bæjarblaðið í Kópavogi ásamt Sigurði Þorsteinssyni, kennara í Kópavogsskóla, frá 1984 – 1986.

Námsefni um kvikmyndir og ljósmyndir fyrir Námsganastofnum, ásamt Karli Jeppesen

Hátíðir:

Sá um Hlíðargarðshátíðina um árabil, þar til garðurinn týndist aftur!

Sá um elstu samfelldu kvikmyndahátíð hér á landi – Kvikmyndahátíð grunnskóla í Reykjavík –TAKA.

Sá um einu kvikmyndahátíð grunnskóla á Íslandi – Sena 7 taka 2 sem var í Smárabíó 2010

Sér um íþróttaspá knattspyrnudeildar Breiðabliks, sem tekin er upp á gamlársdag, þar sem spáð er í úrslit næsta árs.

 

Nemendur Marteins í vettvangsferð.
Nemendur Marteins í vettvangsferð.

Umræðan

Fleiri fréttir

Íbúar völdu saunur og skautasvell

Infrarauðar saunur og yfirbyggðir stigar í rennibrautir beggja sundlauga Kópavogs, vélfryst skautasvell í Kópavogsdal, bleikir bekkir til minningar um Bryndísi Klöru Birgisdóttur, aðstaða til sjósunds á Kársnesi og endurnýjun og

Höskuldur og Thelma íþróttakarl og íþróttakona ársins

Höskuldur Gunnlaugsson knattspyrnumaður úr Breiðabliki og Thelma Aðalsteinsdóttir fimleikakona úr Gerplu voru kjörin íþróttakarl og íþróttakona Kópavogs fyrir árið 2024.  Kjörinu var lýst á íþróttahátíð Kópavogs í Salnum miðvikudaginn 8.

Leifur Eiríksson Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar, Unnar Atli Guðmundsson plokkari, Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri og Ásthildur Helgadóttir sviðsstjóri umhverfissviðs.

Plokkari ársins

Unnar Atli Guðmundsson er plokkari ársins í Kópavogi. Bæjarstjóri Kópavogs Ásdís Kristjánsdóttir heiðraði Unnar í Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar en þangað sækir Unnar ruslapoka fyrir plokkið, sem unnið er í sjálfboðavinnu. Unnar

Aðventuhátíð Kópavogs

Aðventuhátíð í Kópavogi verður haldin með pompi og pragt, laugardaginn 30. nóvember. Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri tendrar ljósin á jólatré Kópavogsbæjar við menningarhúsin við hátíðlega athöfn kl. 17. Jólasveinar bregða á