KYNNING:
Í Mudo Gym er unnið út frá slagorðunum: „Sterkari börn“ og „Sjálfstraust, sjálfsagi sjálfsvörn”. Sigursteinn Snorrason, framkvæmdastjóri félagsins, segir að markmiðið sé að gera nemendur líkamlega sterkari en ekki síður síður andlega og félagslega. „Að mínu mati er það þessi vinkill sem gerir Taekwondo svona sérstakt og vinsælt. Í Mudo Gym sjá foreldrar mikinn mun á börnum sínum, jafnvel á fyrstu vikunum. Sjálfstraust eykst, sem og almenn kurteisi og áhugi á lífinu almennt. Það er ómetanlegt að sjá barnið sitt geisla af gleði og ná árangri.
Hvers konar námskeið bjóðið þið upp á fyrir ólíka aldurshópa?
„Við erum með barnastarf sem hefst strax við tveggja ára aldur. Hóparnir skiptast í Tröll (2-3 ára), Risa (4-5 ára) Dreka (börn á einhverfurófi) og Nareban flokkana sem eru 6-12 ára , skipt eftir aldri og beltum. Auk þess erum við með skemmtilegan fullorðinshóp fyrir byrjendur og að lokum mjög sterkan keppnishóp sem er nú að verða stærsti hópurinn okkar.“
Nú styttist í sumarið, hvernig verður sumardagskráin ykkar?
„Við verðum með æfingar í sumar fyrir 6-8 ára og svo 9-12 ára auk eldri flokkana. Á sumrin er meiri áhersla á líkamlegar æfingar og útiveru þegar veður leyfir. Auk þess munum við bjóða upp á sumarnámskeið yfir daginn í júní þar sem í boði verður hálfur og heill dagur, með heitum mat í hádeginu.“
Hvar getur fólk fengið meiri upplýsingar um starfið ykkar?
„Við notum Facebook mest og erum undir Mudo Gym Iceland auk hefðbundinnar heimasíðuwww.sterkariborn.is Einnig er hægt að senda póst beint á mig í sigursteinn@sterkariborn.is.“