Opið bókhald: Hvert fara peningarnir?

Það er hægt að líta á Kópavogsbæ sem stórt fyrirtæki. Peningurinn sem kemur inn er meðal annars í formi lóðaleigu, útsvars frá íbúum bæjarins og fasteignaskatti. Fáir hafa kannski áttað sig á að hægt að fara á vefinn hjá Kópavogsbæ og skoða, nákvæmlega, í hvað peningar skattgreiðenda hafi farið hjá bænum. Kópavogsbær ruddi brautina með gegnsæi af þessu tagi undir lok síðasta árs en nú hefur Hafnarfjarðarbær einnig stigið þetta skref með því að opna bókhald sitt. Þetta gefur íbúum kjörið tækifæri til aukins aðhalds með kjörnum fulltrúum og embættismönnum sem halda utan um tékkheftið. Lítum á dæmi:

35,4 milljarðar inn. 34,9 milljarðar út

 

Fyrstu súlurnar sem blasa við þegar vefurinn er opnaður sýnir að tekjurnar, peningurinn sem komu í bæjarsjóð árið 2016, voru 12,4 milljarðar. Þetta eru sértekjur, annað en útsvar og fasteignaskattur – svo dæmi sé tekið. Þarna er um að ræða reiknaðar tekjur stofnana bæjarins og tekjur sem bærinn hefur af leikskólagjöldum, mötuneytum og aðgangseyri í Salnum, svo örfá dæmi séu tekin. Semsagt, 12,4 milljarðar í kassann þarna.

Það sem ekki kemur fram í þessari súlu eru viðbótartekjur bæjarsjóðs sem eru vegna útsvars og fasteignaskatts. Þær nema um 23 milljörðum á ári.  Í afar einfölduðu máli eru þá heildartekjur Kópavogs 35,4 milljarðar á ári.

Þá komum við að útgjaldahliðinni. Hvert fór peningurinn? Eins og sérst á fyrstu súlunni á forsíðu vefsins voru útgjöld bæjarsjóðs 34,9 milljarðar á árinu 2016. Með aðgengilegum hætti er hægt að smella á hverja „kökusneið“ fyrir sig og grafa ofan í einstaka kostnaðarliði.

Köku bæjarfélagsins skipt

Fyrstu „sneiðarnar“ sem sýna hvernig „köku bæjarfélagsins er skipt“ sést einnig á forsíðu opna bókhalds Kópavogsbæjar. Þar sést að af 34,9 milljarða útgjöldum ársins 2016 runnu 14,3 milljarðar í menntamál; 7,5 milljarðar runnu í umhverfismál, 4,3 milljarðar í æskulýðs- og íþróttamál, 3,6 milljarðar í velferðarmál, 2,6 milljarðar í stjórnsýsluna, 1,6 milljarðar í fyrirtæki Kópavogsbæjar, en undir því tilheyra til dæmis vatnsveita bæjarins og fráveita, og um 700 milljónir runnu í menningarmál. Athygli vekur hversu ríflegan hluta stjórnsýsla bæjarins tekur til sín í útgjöldum, en með því að smella á þá „sneið“ útgjaldakökunnar má sjá að það kostar skattgreiðendur Kópavogsbæjar 874 milljónir á ári að reka skrifstofur sveitarfélagsins. Þessi tala er í raun sameiginlegur rekstrarkostnaður alls bæjarkerfisins. Sem dæmi má nefna að upplýsingatæknideild heldur utan um öll tölvumál bæjarins, þar með tölvukerfi skóla og þjónustar um 2.500 tölvur/notendur.  Í starfsmannadeild Kópavogsbæjar starfa á þriðja þúsund manns hjá bænum og enn fleiri þegar sumarvinna er í gangi.

Ef smellt er enn neðar má sjá fleiri kostnaðartölur. Hægt er meðal annars að sjá að bærinn greiddi rúmar 33 milljónir árið 2016 til fyrirtækisins Skólamatur ehf. Keyptar voru vörur fyrir 8,6 milljónir frá Mjólkursamsölunni og vörur fyrir 6,4 milljónir frá Ásbirni Ólafssyni.

Hæsti einstaki útgjaldaliðurinn eru menntamál en eins og kunnugt er tóku sveitarfélögin fyrir nokkrum árum yfir rekstur grunn- og leikskóla af ríkinu. Rekstur allra grunnskóla Kópavogs kostaði tæpan 7,5 milljarð árið 2016 en leikskólar og dagvistun rúma 5 milljarða. 100 milljónir kostaði að reka skrifstofu menntasviðs Kópavogsbæjar á árinu 2016.

Það sem vantar

Opna bókhaldið nær til rekstrar bæjarins en ekki efnahagsfærslur sem ná til skulda bæjarins og verðmæti fasteigna. Upplýsingar um slíkt og eins hvað bærinn þarf að greiða mikið í vaxtakostnað á ári þarf að fletta upp í ársreikningum Kópavogsbæjar. Um síðustu áramót skuldaði bærinn um 44 milljarða. Þar af eru um 7,2 milljarðar í lífeyrisskuldbindingar sem ekki eru vaxtaberandi. Af þessum 44 milljörðum í mínus þarf bærinn að gjaldfæra 1,8 milljarð í fjármagnskostnað. Það er ýmislegt skemmtilegt hægt að gera fyrir þá upphæð á hverju ári fyrir íbúa bæjarins.

Slóðin er:
https://hfp.kopavogur.is/#/expenses/2016-0/0/n/n/n/n/n/n

Umræðan

Fleiri fréttir

Össur Geirsson er heiðurslistamaður Kópavogs

Össur Geirsson er heiðurslistamaður Kópavogs 2024 og var valið kynnt við hátíðlega viðhöfn í Tónhæð, húsnæði Skólahljómsveitar Kópavogs.  Elísabet Berglind Sveinsdóttir, forseti bæjarstjórnar Kópavogs og formaður lista- og menningarráðs, afhenti

Brugðist við vopnaburði barna og ungmenna

Flýta á innleiðingu forvarnarverkefnis í KópavogiTala opinskátt um ofbeldi í öllum grunnskólum, frístund og félagsmiðstöðvum barna Menntaráð Kópavogs fjallaði um viðbrögð og forvarnir vegna ofbeldis og vopnaburðar barna og ungmenna

Heitar umræður um merki Pírata

Á aðalfundi Pírata í Kópavogi um liðna helgi var ný stjórn félagsins kjörin. Fundurinn var haldinn samhliða aðalfundum Pírata í Reykjavík, Ungra Pírata og Pírata í Suðvesturkjördæmi líkt og í

Gatnaframkvæmdir hafnar í Vatnsendahvarfi

Framkvæmdir við jarðvinnu og lagnir í Vatnsendahvarfi eru hafnar. Til að halda upp á áfangann tók bæjarstjóri Kópavogs Ásdís Kristjánsdóttir fyrstu skóflustungu að götunni Hæðarhvarfi. Árni Geir Eyþórsson, framkvæmdastjóri Jarðvals

Gamlar fréttir úr sarpinum

20140608130712!Land_Ho!_poster
Kópavogur
284329322_10159773288846131_5012875700721920514_n
WP_20140717_20_49_15_Pro
_W8A3897 (1)
Kópavogur
throttara
KAI_IM_Barna_2015
PicsArt_18_6_2014 22_50_38