Opið bréf: „Takk fyrir Skapandi Sumarstörf“

Ingvi Rafn heiti ég og gef einnig út tónlist undir nafninu ‘dirb’. Mig langar að senda óumbeðið en opið þakkarbréf til Skapandi Sumarstarfa í Kópavogi.

Ingvi Rafn gengur undir listamannsnafninu ‘dirb’.

Sumarið 2015 sótti ég um starf hjá Molanum. Markmið mitt var að spila tónlist fyrir eldri borgara bæjarins, vera með tónlistarsmiðjur fyrir leikskóla og æfa mig á hljóðfærið mitt, kontrabassa. Eftir nokkrar vikur í starfi fann ég að áhugi minn á að semja tölvu tónlist fór að aukast. Ég fór að eyða meiri tíma í vinnunni að semja og fékk fleiri og fleiri hugmyndir um hvernig mig langaði að útfæra músíkina mína til áheyrenda. Til að byrja með var ég dálítið stressaður því ég var farinn að fjarlægjast meira og meira upphaflegu hugmynd mína það sumarið, að spila fyrir aðra bæjarbúa og miðla músík til þeirra.

Hugurinn leitaði í sköpun

Mér fannst ég ekki vera að sinna vinnunni minni sem skildi en að sama skapi var ég rosalega hugaður að halda áfram að semja og fann að þangað leitaði hugurinn. Eftir nokkra daga, þar sem ég var í kvíðakasti yfir því að hugsanlega yrði mér sagt upp störfum frá Skapandi Sumarstörfum því ég var ekki að sinna upphaflegu hugmyndinni minni, ákvað ég að nú skildi ég fara á fund með Árna Thor, Andra Lefever, Sólveigu Ástu og Ingu Birnu sem voru yfir starfinu það sumarið og segja þeim frá hvað var að byrjað að grassera í hausnum á mér.

Til að gera langa sögu stutta þá tóku þau mér fagnandi örmum á sinn fund. Ég útskýrði hvað væri í gangi hjá mér og bjóst við að ég myndi labba út úr Molanum atvinnulaus. Það varð ekki raunin. Í stað þess að segja mér upp störfum hvöttu þau mig áfram og hjálpuðu mér að móta hugmyndina mína enn betur og gáfu mér hvatningu til að ljúka restina af sumrinu á jákvæðum nótum með allt upp á borði. Stefnan var sett á að ég myndi spila á lokasýningu Skapandi Sumarstarfa frumsamið efni sem ég var byrjaður að semja það sumarið. Upphaflega lagði ég upp með að halda tökulaga tónleika með hefðbundnum hljóðfæraleik.

Ómetanleg hvatning

Það sem ég er að reyna að koma að er að í stað þess að sparka mér frá borði fyrir breytt plön gáfu starfsmenn Molans mér hvatningu til að halda áfram og þróa hugmyndirnar sem ég brann fyrir. Í dag er ég nýbúinn að gefa frá mér mína fyrstu „solo“ plötu undir samnefndu listamannsnafni sem fæddist í Molanum en það er platan dirb eftir sjálfan mig, dirb.

Ég ber mikið þakklæti til Kópavogsbæjar, Molans og það starf sem þar er unnið við að aðstoða listamenn við að þróa sig og vaxa í góðu tómi sem og mjög svo hvetjandi umhverfi. Hefur þetta verið eitt af mikilvægustu tímabilum í mínu lífi, að fá að taka þátt í Skapandi Sumarstörfum. Ég veit fyrir víst að margir listamenn sem hafa verið á vegum Molans síðastliðin ár hafa sömu sögu að segja um það mikilvæga starf sem þar er unnið.

Fyrir 5 árum, áður en ég byrjaði í Skapandi Sumarstörfum, hefði ég aldrei getað trúað því að ég myndi gefa út mína fyrstu plötu og á Molinn mikinn þátt í því að sá fjarlægi draumur hefur ræst.

Takk fyrir mig Molinn og starfsmenn hans!

Deildu:

Facebook
Twitter
Pinterest
LinkedIn

Fleiri fréttir

Jólatónleikar Samkórs Kópavogs

Samkór Kópavogs syngur inn aðventuna á sínum árlegu jólatónleikum sunnudaginn 3. desember n.k. Tónleikarnir verða í Digraneskirkju og hefjast kl. 17:00. Einsöngvari með kórnum að þessu sinni er tenórsöngvarinn Gunnar

Deloitte flytur úr Turninum á Dalveg 30

Kynning Deloitte hefur flutt úr Turninum við Smáratorg, sem löngum hefur verið kenndur við fyrirtækið, í nýtt skrifstofuhúsnæði á Dalvegi 30.  Nýja húsnæðið er byggt samkvæmt umhverfisvottuðu byggingarstöðlunum BREEAM en

Marteinn Þór Pálmason, tannlæknir.

Tannsetrið tannlæknastofa fagnar eins árs afmæli

Kynning Bókaðu tíma í gegnum símaappið Noona eða á netinu Tannsetrið tannlæknastofa, sem staðsett er við Hlíðasmára 17 í Kópavogi, sinnir öllum almennum tannlækningum og tekur við sjúklingum á öllum aldri. Marteinn Þór