• 2006
  • 2007
  • 2008
  • 2009
  • 2010
  • 2011
  • 2012
  • 2013
  • 2014
  • 2015
  • 2016
  • 2017
  • 2018
  • 2019
  • 2020
  • Home
  • Latest News
  • Ljósmyndir
  • Smáauglýsingar
  • Tölublöð
  • Um Kópavogsblaðið
Kópavogsblaðið
  • Heim
  • Fréttir
    • Mannlíf
    • Íþróttir
    • Menning
    • Fyrirtæki
  • Aðsent
  • Um Kópavogsblaðið
  • Tölublöð
  • Facebook

  • Instagram

  • YouTube

  • RSS

Aðsent

Opið bréf: „Takk fyrir Skapandi Sumarstörf“

Opið bréf: „Takk fyrir Skapandi Sumarstörf“
ritstjorn
25/08/2020

Ingvi Rafn heiti ég og gef einnig út tónlist undir nafninu ‘dirb’. Mig langar að senda óumbeðið en opið þakkarbréf til Skapandi Sumarstarfa í Kópavogi.

Ingvi Rafn gengur undir listamannsnafninu ‘dirb’.

Sumarið 2015 sótti ég um starf hjá Molanum. Markmið mitt var að spila tónlist fyrir eldri borgara bæjarins, vera með tónlistarsmiðjur fyrir leikskóla og æfa mig á hljóðfærið mitt, kontrabassa. Eftir nokkrar vikur í starfi fann ég að áhugi minn á að semja tölvu tónlist fór að aukast. Ég fór að eyða meiri tíma í vinnunni að semja og fékk fleiri og fleiri hugmyndir um hvernig mig langaði að útfæra músíkina mína til áheyrenda. Til að byrja með var ég dálítið stressaður því ég var farinn að fjarlægjast meira og meira upphaflegu hugmynd mína það sumarið, að spila fyrir aðra bæjarbúa og miðla músík til þeirra.

Hugurinn leitaði í sköpun

Mér fannst ég ekki vera að sinna vinnunni minni sem skildi en að sama skapi var ég rosalega hugaður að halda áfram að semja og fann að þangað leitaði hugurinn. Eftir nokkra daga, þar sem ég var í kvíðakasti yfir því að hugsanlega yrði mér sagt upp störfum frá Skapandi Sumarstörfum því ég var ekki að sinna upphaflegu hugmyndinni minni, ákvað ég að nú skildi ég fara á fund með Árna Thor, Andra Lefever, Sólveigu Ástu og Ingu Birnu sem voru yfir starfinu það sumarið og segja þeim frá hvað var að byrjað að grassera í hausnum á mér.

Til að gera langa sögu stutta þá tóku þau mér fagnandi örmum á sinn fund. Ég útskýrði hvað væri í gangi hjá mér og bjóst við að ég myndi labba út úr Molanum atvinnulaus. Það varð ekki raunin. Í stað þess að segja mér upp störfum hvöttu þau mig áfram og hjálpuðu mér að móta hugmyndina mína enn betur og gáfu mér hvatningu til að ljúka restina af sumrinu á jákvæðum nótum með allt upp á borði. Stefnan var sett á að ég myndi spila á lokasýningu Skapandi Sumarstarfa frumsamið efni sem ég var byrjaður að semja það sumarið. Upphaflega lagði ég upp með að halda tökulaga tónleika með hefðbundnum hljóðfæraleik.

Ómetanleg hvatning

Það sem ég er að reyna að koma að er að í stað þess að sparka mér frá borði fyrir breytt plön gáfu starfsmenn Molans mér hvatningu til að halda áfram og þróa hugmyndirnar sem ég brann fyrir. Í dag er ég nýbúinn að gefa frá mér mína fyrstu „solo“ plötu undir samnefndu listamannsnafni sem fæddist í Molanum en það er platan dirb eftir sjálfan mig, dirb.

Ég ber mikið þakklæti til Kópavogsbæjar, Molans og það starf sem þar er unnið við að aðstoða listamenn við að þróa sig og vaxa í góðu tómi sem og mjög svo hvetjandi umhverfi. Hefur þetta verið eitt af mikilvægustu tímabilum í mínu lífi, að fá að taka þátt í Skapandi Sumarstörfum. Ég veit fyrir víst að margir listamenn sem hafa verið á vegum Molans síðastliðin ár hafa sömu sögu að segja um það mikilvæga starf sem þar er unnið.

Fyrir 5 árum, áður en ég byrjaði í Skapandi Sumarstörfum, hefði ég aldrei getað trúað því að ég myndi gefa út mína fyrstu plötu og á Molinn mikinn þátt í því að sá fjarlægi draumur hefur ræst.

Takk fyrir mig Molinn og starfsmenn hans!

Efnisorðfeaturedskapandi sumarstörf
Aðsent
25/08/2020
ritstjorn

Efnisorðfeaturedskapandi sumarstörf

Meira

  • Lesa meira
    Það er allt í lagi að vera ekki allt í lagi

    Það sér loksins fyrir endan á kófinu sem við höfum búið við undanfarið ár. Þó enn sé...

    ritstjorn 26/01/2021
  • Lesa meira
    Samstaða, lærdómur og þakklæti

    Síðustu vikur hef ég orðið vör við kærkomna tilfinningu allt í kringum mig. Einhvers konar samblöndu af...

    ritstjorn 18/12/2020
  • Lesa meira
    Tækifærin eru í Kópavogi

    Í Kópavogi höfum við undanfarin ár lagt áherslu á þéttingu byggðar, enda landsvæði bæjarins að mestu byggð....

    ritstjorn 08/12/2020
  • Lesa meira
    Kópavogsbúar sætta sig ekki við það næstbesta

    Í mörg ár hefur Kópavogsbær lagt mikla áherslu á að framkvæmdum við Arnarnesveg verði lokið. Enda er...

    ritstjorn 03/12/2020
  • Lesa meira
    Geðrækt og betri nýting

    Okkur er annt um vellíðan íbúa okkar og leggjum við mikla áherslu á að efla geðheilbrigði. Það...

    ritstjorn 26/11/2020
  • Lesa meira
    Atvinnu- og nýsköpun í Kópavogi

    Faraldurinn sem herjað hefur á heimsbyggðina mestan hluta ársins hefur haft mikil áhrif á atvinnulíf og afkomu...

    ritstjorn 26/11/2020
  • Lesa meira
    Erfitt ár framundan í rekstri bæjarins

    Fjárhagsáætlun fyrir árið 2021 var samþykkt samhljóða í bæjarstjórn Kópavogs en allir bæjarfulltrúar hafa unnið sameiginlega að...

    ritstjorn 26/11/2020
  • Auðun Georg Ólafsson
    Lesa meira
    Hamraborg 2.0

    Leiðari. Auðun Georg Ólafsson Hér í Kópavogsblaðinu var eitt sinn viðtal við listamenn sem vildu gjarnan sjá...

    ritstjorn 26/11/2020
  • Lesa meira
    Hvernig líður þér?

    Samstarf Kópavogsbæjar og Landlæknisembættisins um lýðheilsu Kópavogsbúa hefur staðið undanfarin fimm ár með aðild bæjarins að Heilsueflandi...

    ritstjorn 03/11/2020
  • Lesa meira
    Heilsuefling eldri borgara í Kópavogi

    Í málefnasamningi meirihluta Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks er sérstaklega tekið á lýðheilsu eldri borgara í Kópavogi. Sú áhersla...

    ritstjorn 25/10/2020
  • Lesa meira
    Að byrgja brunninn er lífsnauðsynlegt

    Það voru bæði slæmar og góðar fréttir sem bárust úr Kópavogi á alþjóðlega geðheilbrigðisdaginn þann 10. október...

    ritstjorn 25/10/2020
  • Lesa meira
    Fagleg og gagnsæ vinnubrögð

    Fulltrúalýðræðið byggir á þeirri forsendu að hægt sé að treysta því að vel sé farið með völdin....

    ritstjorn 22/10/2020
Scroll for more
Tap
  • Vinsælast í vikunni

  • Nýjast

  • Atvinnu- og nýsköpun í Kópavogi
    Aðsent26/11/2020
  • Það er allt í lagi að vera ekki allt í lagi
    Aðsent26/01/2021
  • 64 rýma hjúkrunarheimili í Boðaþingi
    Fréttir26/11/2020
  • Auðun Georg Ólafsson
    Hamraborg 2.0
    Aðsent26/11/2020
  • Kópavogsbúar virkir í málefnum ungmenna
    Fréttir26/01/2021
  • Listasprengja í Kópavogi 2021
    Á döfinni26/01/2021
  • 1819 opnar Torgið
    Fyrirtæki26/01/2021
  • Það er allt í lagi að vera ekki allt í lagi
    Aðsent26/01/2021

Facebook

Kópavogsblaðið
Kópavogsblaðið vill stuðla að aukinni samheldni og samstöðu Kópavogsbúa. Við höfum sérstakan áhuga á skemmtilegu mannlífi og atvinnulífi í Kópavogi og því sem gerir Kópavog að sérstökum og jákvæðum bæ að búa í, starfa og heimsækja. Hafðu samband í síma 8993024 eða sendu okkur skeyti á kopavogsbladid () kopavogsbladid.is

Nýjasta nýtt

  • Kópavogsbúar virkir í málefnum ungmenna
    Fréttir26/01/2021
  • Listasprengja í Kópavogi 2021
    Á döfinni26/01/2021
  • 1819 opnar Torgið
    Fyrirtæki26/01/2021
  • Það er allt í lagi að vera ekki allt í lagi
    Aðsent26/01/2021

Facebook

© 2020 Kópavogsblaðið slf.