Samfylkingin í Kópavogi heldur opinn fund um húsnæðismálin í kvöld, mánudaginn 19.maí. Fundurinn er haldinn í Samfylkingarsalnum, Hamraborg 11, 3ju hæð og hefst kl. 20:30.
Húsnæði er einn stærsti kostnaðarliður hvers heimilis. Alvarlegt ástand er á húsnæðismarkaði og húsnæðisöryggi ungs fólks, milli og lágtekjufólks er ógnað. Eitt af lykilverkefnum ríkis og sveitarfélaga er að tryggja gott og fjölbreytt framboð hentugs íbúðarhúsnæðis á viðráðanlegu verði. Nú þarf Kópavogur að stíga fram og skapa ný úrræði í húsnæðismálum.
Frummælendur verða Henný Hinz, hagfræðingur ASÍ, og Pétur Hrafn Sigurðsson, oddviti Samfylkingarinnar í Kópavogi.