Ormadagar í Kópavogi

Á fimmta þúsund leik- og grunnskólabörn í Kópavogi taka þátt í barnamenningarhátíð Kópavogs, Ormadögum, sem hefst mánudaginn 19.maí.
Á fimmta þúsund leik- og grunnskólabörn í Kópavogi taka þátt í barnamenningarhátíð Kópavogs, Ormadögum, sem hefst mánudaginn 19.maí.

Á fimmta þúsund leik- og grunnskólabörn í Kópavogi taka þátt í barnamenningarhátíð Kópavogs, Ormadögum, sem hefst mánudaginn 19.maí. Á Ormadögum mæta börn í Kópavogi á ýmsa menningarviðburði í menningarhúsum Kópavogs á skólatíma, sækja tónleika, listasmiðjur og fræðslu. Dagskránni lýkur svo með glæsilegri hátíð á Borgarholtinu í Kópavogi helgina 24. til 25. maí þar sem öll börn eru velkomin.

Ormadagar eru nú haldnir í þriðja sinn en hátíðin hefur aldrei verið jafn umfangsmikil og nú.

„Það er mjög mikilvægt og skemmtilegt fyrir barna- og fjölskyldumenningu að geta boðið upp á svo stóra og glæsilega hátíð með fjölbreyttum atriðum sem allir fá að að njóta sér að kosnaðarlausu,“ segir Pamela De Sensi stjórnandi hátíðarinnar.

Á laugardeginum 24. maí verður ýmislegt á seyði í og við menningarstofnanir Kópavogs; Sirkus, lista- og menningarsmiðjur, tónleikar, hoppukastalar og candy floss. Ormadögum lýkur svo á sunnudeginum 25. maí með barnamenningarmessu og tónleikum í Kópavogskirkju og sundlaugpartýi í Sundlaug Kópavogs.

Ormadagar eru styrktir með myndarlegum hætti af Kópavogsbæ og haldnir í samvinnu við menningarstofnanna Kópavogsbæjar á Borgarholtinu en þær eru: Tónlistarsafnið, Bókasafnið, Salurinn, Gerðarsafn, Náttúrufræðistofa Kópavogs, Tónlistarskólinn og Molinn. Eitt meginmarkmið hátíðarinnar er að börn í Kópavogi kynnist þessum stofnunum og upplifi dagskrá sem sérstaklega er miðuð við þeirra aldur.

Heimasíða Ormadaga er www.ormadagar.is.

Deildu:

Facebook
Twitter
Pinterest
LinkedIn

Fleiri fréttir

Stórskemmtileg leiksýning fyrir yngstu kynslóðina

Leikfélag Kópavogs sýnir um þessar mundir barnaleikritið Ferðin til Limbó eftir Ingibjörgu Jónsdóttur (1953-1986) sem sett var upp í Þjóðleikhúsinu í janúar 1966. Leikritið byggir á barnabókinni Músabörn í geimflugi eftir sama

Er svefn besta verkjalyfið?

Svefn er ein af grunnstoðum góðrar heilsu ásamt góðri næringu, hreyfingu og vellíðan. Þegar við sofum notar líkaminn tímann til að endurnýja sig og undirbúa okkur fyrir næsta dag. Svefn