Ormadagar í Kópavogi

Á fimmta þúsund leik- og grunnskólabörn í Kópavogi taka þátt í barnamenningarhátíð Kópavogs, Ormadögum, sem hefst mánudaginn 19.maí.
Á fimmta þúsund leik- og grunnskólabörn í Kópavogi taka þátt í barnamenningarhátíð Kópavogs, Ormadögum, sem hefst mánudaginn 19.maí.

Á fimmta þúsund leik- og grunnskólabörn í Kópavogi taka þátt í barnamenningarhátíð Kópavogs, Ormadögum, sem hefst mánudaginn 19.maí. Á Ormadögum mæta börn í Kópavogi á ýmsa menningarviðburði í menningarhúsum Kópavogs á skólatíma, sækja tónleika, listasmiðjur og fræðslu. Dagskránni lýkur svo með glæsilegri hátíð á Borgarholtinu í Kópavogi helgina 24. til 25. maí þar sem öll börn eru velkomin.

Ormadagar eru nú haldnir í þriðja sinn en hátíðin hefur aldrei verið jafn umfangsmikil og nú.

„Það er mjög mikilvægt og skemmtilegt fyrir barna- og fjölskyldumenningu að geta boðið upp á svo stóra og glæsilega hátíð með fjölbreyttum atriðum sem allir fá að að njóta sér að kosnaðarlausu,“ segir Pamela De Sensi stjórnandi hátíðarinnar.

Á laugardeginum 24. maí verður ýmislegt á seyði í og við menningarstofnanir Kópavogs; Sirkus, lista- og menningarsmiðjur, tónleikar, hoppukastalar og candy floss. Ormadögum lýkur svo á sunnudeginum 25. maí með barnamenningarmessu og tónleikum í Kópavogskirkju og sundlaugpartýi í Sundlaug Kópavogs.

Ormadagar eru styrktir með myndarlegum hætti af Kópavogsbæ og haldnir í samvinnu við menningarstofnanna Kópavogsbæjar á Borgarholtinu en þær eru: Tónlistarsafnið, Bókasafnið, Salurinn, Gerðarsafn, Náttúrufræðistofa Kópavogs, Tónlistarskólinn og Molinn. Eitt meginmarkmið hátíðarinnar er að börn í Kópavogi kynnist þessum stofnunum og upplifi dagskrá sem sérstaklega er miðuð við þeirra aldur.

Heimasíða Ormadaga er www.ormadagar.is.

Umræðan

Fleiri fréttir

Gnitaheiði er gata ársins

Bæjarstjórn Kópavogs velur götu ársins og er Gnitaheiði 30. gatan í Kópavogi til þess hljóta nafnbótina. Íbúar í götunni komu saman af tilefninu og Orri Hlöðversson, formaður bæjarráðs í Kópavogi

Flautukórinn í frægðarför

„Við komum heim með fullt af gulli, silfri og bronsi rétt eins og á Ólympíuleikunum,” segir kampakát Pemela De Sensi, flautukennara Tónlistarskólans í Kópavogi. Flautukór kórsins lagði nýverið Sikiley á

Líf og fjör á Hamraborgarhátíð

Agnes Ársælsdóttir er myndlistarmaður og sýningarstjóri Hamraborgarhátíðarinnar í ár. Agnes útskrifaðist með BA gráðu frá Listaháskóla Íslands árið 2015 en stundar nú nám í sýningastjórnun við Háskóla Íslands. Agnes sýndi

Gunnar Helgason.

Bókasafn Kópavogs í haust

Haustið ber með sér rútínu, kertaljós og appelsínurauða tóna, en á Bókasafni Kópavogs er dagskráin að fara í gang með vinsælum viðburðum fyrri ára í bland við nýja og spennandi

Gamlar fréttir úr sarpinum

hnetsmjor_1
1-17
Molinn
arnargr-104×120
Sumrungar
14352021_1468778826472049_2786611848971614432_o-690×315-1
Lestrarganga í Kópavogi
blafjoll1
Ungmennibaejarstjorn_2024_1