Ormadagar í Kópavogi

Á fimmta þúsund leik- og grunnskólabörn í Kópavogi taka þátt í barnamenningarhátíð Kópavogs, Ormadögum, sem hefst mánudaginn 19.maí.
Á fimmta þúsund leik- og grunnskólabörn í Kópavogi taka þátt í barnamenningarhátíð Kópavogs, Ormadögum, sem hefst mánudaginn 19.maí.

Á fimmta þúsund leik- og grunnskólabörn í Kópavogi taka þátt í barnamenningarhátíð Kópavogs, Ormadögum, sem hefst mánudaginn 19.maí. Á Ormadögum mæta börn í Kópavogi á ýmsa menningarviðburði í menningarhúsum Kópavogs á skólatíma, sækja tónleika, listasmiðjur og fræðslu. Dagskránni lýkur svo með glæsilegri hátíð á Borgarholtinu í Kópavogi helgina 24. til 25. maí þar sem öll börn eru velkomin.

Ormadagar eru nú haldnir í þriðja sinn en hátíðin hefur aldrei verið jafn umfangsmikil og nú.

„Það er mjög mikilvægt og skemmtilegt fyrir barna- og fjölskyldumenningu að geta boðið upp á svo stóra og glæsilega hátíð með fjölbreyttum atriðum sem allir fá að að njóta sér að kosnaðarlausu,“ segir Pamela De Sensi stjórnandi hátíðarinnar.

Á laugardeginum 24. maí verður ýmislegt á seyði í og við menningarstofnanir Kópavogs; Sirkus, lista- og menningarsmiðjur, tónleikar, hoppukastalar og candy floss. Ormadögum lýkur svo á sunnudeginum 25. maí með barnamenningarmessu og tónleikum í Kópavogskirkju og sundlaugpartýi í Sundlaug Kópavogs.

Ormadagar eru styrktir með myndarlegum hætti af Kópavogsbæ og haldnir í samvinnu við menningarstofnanna Kópavogsbæjar á Borgarholtinu en þær eru: Tónlistarsafnið, Bókasafnið, Salurinn, Gerðarsafn, Náttúrufræðistofa Kópavogs, Tónlistarskólinn og Molinn. Eitt meginmarkmið hátíðarinnar er að börn í Kópavogi kynnist þessum stofnunum og upplifi dagskrá sem sérstaklega er miðuð við þeirra aldur.

Heimasíða Ormadaga er www.ormadagar.is.

Umræðan

Fleiri fréttir

Íbúar völdu saunur og skautasvell

Infrarauðar saunur og yfirbyggðir stigar í rennibrautir beggja sundlauga Kópavogs, vélfryst skautasvell í Kópavogsdal, bleikir bekkir til minningar um Bryndísi Klöru Birgisdóttur, aðstaða til sjósunds á Kársnesi og endurnýjun og

Höskuldur og Thelma íþróttakarl og íþróttakona ársins

Höskuldur Gunnlaugsson knattspyrnumaður úr Breiðabliki og Thelma Aðalsteinsdóttir fimleikakona úr Gerplu voru kjörin íþróttakarl og íþróttakona Kópavogs fyrir árið 2024.  Kjörinu var lýst á íþróttahátíð Kópavogs í Salnum miðvikudaginn 8.

Leifur Eiríksson Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar, Unnar Atli Guðmundsson plokkari, Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri og Ásthildur Helgadóttir sviðsstjóri umhverfissviðs.

Plokkari ársins

Unnar Atli Guðmundsson er plokkari ársins í Kópavogi. Bæjarstjóri Kópavogs Ásdís Kristjánsdóttir heiðraði Unnar í Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar en þangað sækir Unnar ruslapoka fyrir plokkið, sem unnið er í sjálfboðavinnu. Unnar

Aðventuhátíð Kópavogs

Aðventuhátíð í Kópavogi verður haldin með pompi og pragt, laugardaginn 30. nóvember. Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri tendrar ljósin á jólatré Kópavogsbæjar við menningarhúsin við hátíðlega athöfn kl. 17. Jólasveinar bregða á