Ormadagar verða í apríl

Ormadagar verða í Kópavogi í apríl.
Ormadagar verða í Kópavogi í apríl.
Ormadagar verða í Kópavogi í apríl.

Ormadagar, barnamenningarhátíð fyrir leikskólabörn í Kópavogi, eru á næsta leiti en þeir fara fram í menningarhúsum Kópavogsbæjar dagana 18. til 24. apríl. Tónlistarskóli Kópavogs tekur einnig þátt í hátíðinni.

Leikskólabörnum úr öllum leikskólum bæjarins verður á Ormadögum boðið að kynnast fjölbreyttu lista- og menningarstarfi menningarhúsa bæjarins. Verður þeim meðal annars boðið á tónleika og á hljóðfærasmiðjur en einnig fá þau fræðslu um bókaorma og alvöru orma.

Á hátíðinni fá börnin ekki bara tækifæri til að fræðast um listir og menningu heldur fá þau einnig innsýn í starf menningarhúsa á borð við myndlistarsafn, tónleikahús, tónlistarskóla og bókasafn. Listrænn stjórnandi hátíðarinnar er sem fyrr Pamela De Sensi tónlistarkona.

Stefnt er að því að hátíðinni ljúki á laugardeginum 24. apríl með sérstakri ormadagskrá sem hefst kl. 13 á fjölskyldudegi menningarhúsanna.

Nánari dagskrá Ormadaga verður kynnt á vef og Facebook síðu Kópavogsbæjar þegar nær dregur.

 

Umræðan

Fleiri fréttir

Össur Geirsson er heiðurslistamaður Kópavogs

Össur Geirsson er heiðurslistamaður Kópavogs 2024 og var valið kynnt við hátíðlega viðhöfn í Tónhæð, húsnæði Skólahljómsveitar Kópavogs.  Elísabet Berglind Sveinsdóttir, forseti bæjarstjórnar Kópavogs og formaður lista- og menningarráðs, afhenti

Brugðist við vopnaburði barna og ungmenna

Flýta á innleiðingu forvarnarverkefnis í KópavogiTala opinskátt um ofbeldi í öllum grunnskólum, frístund og félagsmiðstöðvum barna Menntaráð Kópavogs fjallaði um viðbrögð og forvarnir vegna ofbeldis og vopnaburðar barna og ungmenna

Heitar umræður um merki Pírata

Á aðalfundi Pírata í Kópavogi um liðna helgi var ný stjórn félagsins kjörin. Fundurinn var haldinn samhliða aðalfundum Pírata í Reykjavík, Ungra Pírata og Pírata í Suðvesturkjördæmi líkt og í

Gatnaframkvæmdir hafnar í Vatnsendahvarfi

Framkvæmdir við jarðvinnu og lagnir í Vatnsendahvarfi eru hafnar. Til að halda upp á áfangann tók bæjarstjóri Kópavogs Ásdís Kristjánsdóttir fyrstu skóflustungu að götunni Hæðarhvarfi. Árni Geir Eyþórsson, framkvæmdastjóri Jarðvals

Gamlar fréttir úr sarpinum

Pétur Hrafn Sigurðsson
Sema Erla Serdar.
Stjórn Samfylkingarinnar í Kópavogi.
Gotuganga2
Olafur-T-Gunnarsson
Sigurbjorg-1
Lísa_Zachirsson_Valdimarsdóttir
skjal
Kvennakór Kópavogs