Ormadagar verða í apríl

Ormadagar verða í Kópavogi í apríl.
Ormadagar verða í Kópavogi í apríl.
Ormadagar verða í Kópavogi í apríl.

Ormadagar, barnamenningarhátíð fyrir leikskólabörn í Kópavogi, eru á næsta leiti en þeir fara fram í menningarhúsum Kópavogsbæjar dagana 18. til 24. apríl. Tónlistarskóli Kópavogs tekur einnig þátt í hátíðinni.

Leikskólabörnum úr öllum leikskólum bæjarins verður á Ormadögum boðið að kynnast fjölbreyttu lista- og menningarstarfi menningarhúsa bæjarins. Verður þeim meðal annars boðið á tónleika og á hljóðfærasmiðjur en einnig fá þau fræðslu um bókaorma og alvöru orma.

Á hátíðinni fá börnin ekki bara tækifæri til að fræðast um listir og menningu heldur fá þau einnig innsýn í starf menningarhúsa á borð við myndlistarsafn, tónleikahús, tónlistarskóla og bókasafn. Listrænn stjórnandi hátíðarinnar er sem fyrr Pamela De Sensi tónlistarkona.

Stefnt er að því að hátíðinni ljúki á laugardeginum 24. apríl með sérstakri ormadagskrá sem hefst kl. 13 á fjölskyldudegi menningarhúsanna.

Nánari dagskrá Ormadaga verður kynnt á vef og Facebook síðu Kópavogsbæjar þegar nær dregur.

 

Umræðan

Fleiri fréttir

Höskuldur og Thelma íþróttakarl og íþróttakona ársins

Höskuldur Gunnlaugsson knattspyrnumaður úr Breiðabliki og Thelma Aðalsteinsdóttir fimleikakona úr Gerplu voru kjörin íþróttakarl og íþróttakona Kópavogs fyrir árið 2024.  Kjörinu var lýst á íþróttahátíð Kópavogs í Salnum miðvikudaginn 8.

Leifur Eiríksson Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar, Unnar Atli Guðmundsson plokkari, Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri og Ásthildur Helgadóttir sviðsstjóri umhverfissviðs.

Plokkari ársins

Unnar Atli Guðmundsson er plokkari ársins í Kópavogi. Bæjarstjóri Kópavogs Ásdís Kristjánsdóttir heiðraði Unnar í Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar en þangað sækir Unnar ruslapoka fyrir plokkið, sem unnið er í sjálfboðavinnu. Unnar

Aðventuhátíð Kópavogs

Aðventuhátíð í Kópavogi verður haldin með pompi og pragt, laugardaginn 30. nóvember. Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri tendrar ljósin á jólatré Kópavogsbæjar við menningarhúsin við hátíðlega athöfn kl. 17. Jólasveinar bregða á

Fjárhagsáætlun samþykkt

Fjárhagsáætlun fyrir árið 2025 var samþykkt í bæjarstjórn Kópavogs að lokinni seinni umræðu í vikunni Einnig var samþykkt þriggja ára áætlun fyrir tímabilið 2026-2028. Í tilkynningu frá Kópavogsbæ segir að