Ormadagar verða í apríl

Ormadagar verða í Kópavogi í apríl.
Ormadagar verða í Kópavogi í apríl.

Ormadagar, barnamenningarhátíð fyrir leikskólabörn í Kópavogi, eru á næsta leiti en þeir fara fram í menningarhúsum Kópavogsbæjar dagana 18. til 24. apríl. Tónlistarskóli Kópavogs tekur einnig þátt í hátíðinni.

Leikskólabörnum úr öllum leikskólum bæjarins verður á Ormadögum boðið að kynnast fjölbreyttu lista- og menningarstarfi menningarhúsa bæjarins. Verður þeim meðal annars boðið á tónleika og á hljóðfærasmiðjur en einnig fá þau fræðslu um bókaorma og alvöru orma.

Á hátíðinni fá börnin ekki bara tækifæri til að fræðast um listir og menningu heldur fá þau einnig innsýn í starf menningarhúsa á borð við myndlistarsafn, tónleikahús, tónlistarskóla og bókasafn. Listrænn stjórnandi hátíðarinnar er sem fyrr Pamela De Sensi tónlistarkona.

Stefnt er að því að hátíðinni ljúki á laugardeginum 24. apríl með sérstakri ormadagskrá sem hefst kl. 13 á fjölskyldudegi menningarhúsanna.

Nánari dagskrá Ormadaga verður kynnt á vef og Facebook síðu Kópavogsbæjar þegar nær dregur.

 

Deildu:

Facebook
Twitter
Pinterest
LinkedIn

Fleiri fréttir

Grindvíkingar í Kópavogsbúið

Ásdís Kristjánsdóttir, bæjarstjóri Kópavogs, afhenti Fannari Jónassyni, bæjarstjóra Grindavíkur lykla að íbúðum í gamla Kópavogsbúinu við hátíðlega viðhöfn miðvikudaginn 10. júlí en íbúðirnar verða til afnota fyrir eldra fólk úr

Guðmundur Ingi Guðbrandsson, formaður VG og félags- og vinnumarkaðsráðherra.

Ert þú í tengslum?

Aðsent Ert þú í tengslum? Guðmundur Ingi Guðbrandsson, formaður VG og félags- og vinnumarkaðsráðherra. Félagsleg einangrun er vaxandi vandamál í nútímasamfélagi og rannsóknir sýna að til mikils er að vinna

Pikka upp dósir í Kópavogi

Nú geta íbúar Kópavogs sem vilja styrkja iðkendur íþróttafélaga með dósapening skráð sig á Pikka.is og látið iðkendur koma eftir pöntun að sækja hjá sér dósirnar. Hér áður fyrr var það algengt

Niðurlagning Héraðsskjalasafns Kópavogs

Skaðræðisgjörningur bæjarstjórnar Kópavogs Bæjarstjórn Kópavogs ákvað á fundi sínum 25. apríl 2023 með sex atkvæðum meirihlutans gegn fimm atkvæðum minnihlutans að leggja niður Héraðsskjalasafn Kópavogs. Þar fetaði bæjarstjórnin í slóð