Orri Hlöðversson nýr oddviti Framsóknar í Kópavogi

Fimm efstu hjá Framsókn: Sverrir Kári Karlsson, Sigrún Hulda Jónsdóttir, Orri Hlöðversson, Björg Baldursdóttir og Gunnar Sær Ragnarsson.

Listi Framsóknar í Kópavogi fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar var samþykktur einróma á fulltrúaráðsfundi flokksins nýverið. Þar var m.a. nýr oddviti Framsóknar í Kópavogi valinn, Orri Vignir Hlöðversson, forstjóri Frumherja og fyrrverandi bæjarstjóri Hveragerðis.

Eftir honum fylgja Sigrún Hulda Jónsdóttir, leikskólastjóri, í öðru sæti og Björg Baldursdóttir, grunnskólastjóri, í því þriðja. 

„Það er sannur heiður að leiða lista Framsóknar í Kópavogi í komandi sveitarstjórnarkosningum. Listinn er öflugur og við erum með kröftugt fólk í hverju sæti. Við ætlum okkur stóra hluti hér í Kópavogi og ég er spenntur fyrir því að hefjast handa,“ er haft eftir Orra í tilkynningu.

Listi Framsóknar í heild sinni:

1.            Orri Hlöðversson, framkvæmdastjóri

2.            Sigrún Hulda Jónsdóttir, leikskólastjóri

3.            Björg Baldursdóttir, grunnskólastjóri

4.            Gunnar Sær Ragnarsson, lögfræðingur

5.            Sverrir Kári Karlsson, verkfræðingur

6.            Svava H Friðgeirsdóttir, skjalastjóri

7.            Sveinn Gíslason, forstöðumaður

8.            Heiðdís Geirsdóttir, félagsfræðingur

9.            Haukur Thors Einarsson, sálfræðingur

10.          Hjördís Einarsdóttir, aðst.skólameistari

11.          Kristinn Dagur Gissurarson, viðskiptafræðingur

12.          Hrefna Hilmisdóttir, fv. rekstrarfulltrúi

13.          Eysteinn Þorri Björgvinsson, stuðningsfulltrúi 

14.          Sigrún Ingólfsdóttir, íþróttakennari

15.          Sigurður H Svavarsson, rekstrarstjóri

16.          Guðrún Viggósdóttir, fv. deildarstjóri

17.          Páll Marís Pálsson, lögfræðingur

18.          Baldur Þór Baldvinsson eldri borgari

19.          Kristín Hermannsdóttir, háskólanemi og varaþingmaður

20.          Willum Þór Þórsson, ráðherra

21.          Helga Hauksdóttir, lögfræðingur

22.          Birkir Jón Jónsson, bæjarfulltrúi og fyrrv. Alþingismaður

Deildu:

Facebook
Twitter
Pinterest
LinkedIn

Fleiri fréttir

Grindvíkingar í Kópavogsbúið

Ásdís Kristjánsdóttir, bæjarstjóri Kópavogs, afhenti Fannari Jónassyni, bæjarstjóra Grindavíkur lykla að íbúðum í gamla Kópavogsbúinu við hátíðlega viðhöfn miðvikudaginn 10. júlí en íbúðirnar verða til afnota fyrir eldra fólk úr

Guðmundur Ingi Guðbrandsson, formaður VG og félags- og vinnumarkaðsráðherra.

Ert þú í tengslum?

Aðsent Ert þú í tengslum? Guðmundur Ingi Guðbrandsson, formaður VG og félags- og vinnumarkaðsráðherra. Félagsleg einangrun er vaxandi vandamál í nútímasamfélagi og rannsóknir sýna að til mikils er að vinna

Pikka upp dósir í Kópavogi

Nú geta íbúar Kópavogs sem vilja styrkja iðkendur íþróttafélaga með dósapening skráð sig á Pikka.is og látið iðkendur koma eftir pöntun að sækja hjá sér dósirnar. Hér áður fyrr var það algengt

Niðurlagning Héraðsskjalasafns Kópavogs

Skaðræðisgjörningur bæjarstjórnar Kópavogs Bæjarstjórn Kópavogs ákvað á fundi sínum 25. apríl 2023 með sex atkvæðum meirihlutans gegn fimm atkvæðum minnihlutans að leggja niður Héraðsskjalasafn Kópavogs. Þar fetaði bæjarstjórnin í slóð