Orri vill leiða lista Framsóknar í Kópavogi

Orri Vignir Hjörleifsson, formaður bæjarráðs og oddviti Framsóknarflokksins í Kópavogi.
Orri Vignir Hjörleifsson.

Orri Vignir Hlöðversson gefur kost á sér til að leiða lista Framsóknarflokksins í Kópavogi í sveitarstjórnarkosningunum næsta vor. 

Orri, sem fæddur er árið 1964, lauk BA námi í alþjóðastjórnmálum og hagfræði frá Kaliforníuháskóla árið 1993. Hann hefur gengt starfi forstjóra Frumherja hf. síðastliðin 15 ár og er auk þess í hluthafahópi félagsins. Fyrir tíma sinn hjá Frumherja sinnti Orri starfi bæjarstjóra í Hveragerði í fjögur ár. Þar á undan starfaði hann sem framkvæmdastjóri Fjárvaka, félags innan samstæðu Kaupfélags Skagfirðinga. Orri bjó einnig í Brussel í nokkur ár þar sem hann starfaði fyrst hjá Framkvæmdastjórn ESB og síðar sendiráði Bandaríkjanna. 

Orri er alinn upp í Kópavogi og hefur búið í bænum mestan hluta ævi sinnar. Hann hefur lengi tekið virkan þátt í félagsstörfum. Sem dæmi gegndi Orri stjórnarformennsku knattspyrnudeildar Breiðabliks í Kópavogi um árabil. Hann gegnir enn trúnaðarstörfum innan knattspyrnuhreyfingarinnar sem stjórnarformaður Íslensks toppfótbolta og stjórnarmaður KSÍ. 

„Það er með mikilli eftirvæntingu sem ég býð mig fram til að leiða lista Framsóknar í Kópavogi í vor. Ég hef sterka tengingu við bæinn og hef fylgst náið með vexti hans og viðgangi um langt skeið. Mínar áherslur eru á vandaða og gegnsæja stjórnsýslu, ráðdeildarsemi í rekstri og hátt þjónustustig til íbúa í öllum málaflokkum. Ég er til þjónustu reiðubúinn og legg á vogarskálarnar mína reynslu, þekkingu og styrk,“ segir í yfirlýsingu frá Orra. 

Umræðan

Fleiri fréttir

Lyfjaskolp við Gvendarbrunna – skipulagsslys við Gunnarshólma

AðsentMeirihluti bæjarstjórnar Kópavogs hefur samþykkt að skoða alvarlega áform um að reisa heilsutengt ofurþorp fyrir 15.000 manns við Gunnarshólma, í miðju vatnsverndarsvæði höfuðborgarsvæðisins. Svæðið er þekkt flóðasvæði þar sem áin Suðurá flæðir

Íbúar völdu saunur og skautasvell

Infrarauðar saunur og yfirbyggðir stigar í rennibrautir beggja sundlauga Kópavogs, vélfryst skautasvell í Kópavogsdal, bleikir bekkir til minningar um Bryndísi Klöru Birgisdóttur, aðstaða til sjósunds á Kársnesi og endurnýjun og

Höskuldur og Thelma íþróttakarl og íþróttakona ársins

Höskuldur Gunnlaugsson knattspyrnumaður úr Breiðabliki og Thelma Aðalsteinsdóttir fimleikakona úr Gerplu voru kjörin íþróttakarl og íþróttakona Kópavogs fyrir árið 2024.  Kjörinu var lýst á íþróttahátíð Kópavogs í Salnum miðvikudaginn 8.

Leifur Eiríksson Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar, Unnar Atli Guðmundsson plokkari, Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri og Ásthildur Helgadóttir sviðsstjóri umhverfissviðs.

Plokkari ársins

Unnar Atli Guðmundsson er plokkari ársins í Kópavogi. Bæjarstjóri Kópavogs Ásdís Kristjánsdóttir heiðraði Unnar í Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar en þangað sækir Unnar ruslapoka fyrir plokkið, sem unnið er í sjálfboðavinnu. Unnar