Orri vill leiða lista Framsóknar í Kópavogi

Orri Vignir Hjörleifsson.

Orri Vignir Hlöðversson gefur kost á sér til að leiða lista Framsóknarflokksins í Kópavogi í sveitarstjórnarkosningunum næsta vor. 

Orri, sem fæddur er árið 1964, lauk BA námi í alþjóðastjórnmálum og hagfræði frá Kaliforníuháskóla árið 1993. Hann hefur gengt starfi forstjóra Frumherja hf. síðastliðin 15 ár og er auk þess í hluthafahópi félagsins. Fyrir tíma sinn hjá Frumherja sinnti Orri starfi bæjarstjóra í Hveragerði í fjögur ár. Þar á undan starfaði hann sem framkvæmdastjóri Fjárvaka, félags innan samstæðu Kaupfélags Skagfirðinga. Orri bjó einnig í Brussel í nokkur ár þar sem hann starfaði fyrst hjá Framkvæmdastjórn ESB og síðar sendiráði Bandaríkjanna. 

Orri er alinn upp í Kópavogi og hefur búið í bænum mestan hluta ævi sinnar. Hann hefur lengi tekið virkan þátt í félagsstörfum. Sem dæmi gegndi Orri stjórnarformennsku knattspyrnudeildar Breiðabliks í Kópavogi um árabil. Hann gegnir enn trúnaðarstörfum innan knattspyrnuhreyfingarinnar sem stjórnarformaður Íslensks toppfótbolta og stjórnarmaður KSÍ. 

„Það er með mikilli eftirvæntingu sem ég býð mig fram til að leiða lista Framsóknar í Kópavogi í vor. Ég hef sterka tengingu við bæinn og hef fylgst náið með vexti hans og viðgangi um langt skeið. Mínar áherslur eru á vandaða og gegnsæja stjórnsýslu, ráðdeildarsemi í rekstri og hátt þjónustustig til íbúa í öllum málaflokkum. Ég er til þjónustu reiðubúinn og legg á vogarskálarnar mína reynslu, þekkingu og styrk,“ segir í yfirlýsingu frá Orra. 

Deildu:

Facebook
Twitter
Pinterest
LinkedIn

Fleiri fréttir

Jólatónleikar Samkórs Kópavogs

Samkór Kópavogs syngur inn aðventuna á sínum árlegu jólatónleikum sunnudaginn 3. desember n.k. Tónleikarnir verða í Digraneskirkju og hefjast kl. 17:00. Einsöngvari með kórnum að þessu sinni er tenórsöngvarinn Gunnar

Deloitte flytur úr Turninum á Dalveg 30

Kynning Deloitte hefur flutt úr Turninum við Smáratorg, sem löngum hefur verið kenndur við fyrirtækið, í nýtt skrifstofuhúsnæði á Dalvegi 30.  Nýja húsnæðið er byggt samkvæmt umhverfisvottuðu byggingarstöðlunum BREEAM en

Marteinn Þór Pálmason, tannlæknir.

Tannsetrið tannlæknastofa fagnar eins árs afmæli

Kynning Bókaðu tíma í gegnum símaappið Noona eða á netinu Tannsetrið tannlæknastofa, sem staðsett er við Hlíðasmára 17 í Kópavogi, sinnir öllum almennum tannlækningum og tekur við sjúklingum á öllum aldri. Marteinn Þór