Óþarfa offarsi eftir Paul Slade Smith var frumsýndur á laugardaginn hjá Leikfélagi Kópavogs og var önnur sýning daginn eftir. Óhætt er að segja að sýningin hafi fallið vel í kramið hjá leikhúsgestum sem hafa til dæmis tjáð eftirfarandi á vefmiðlum:
„Fór á frábæra leiksýningu í gær sem ég leyfi mér heilshugar að mæla með. Hvílíkt sem það léttir lundina að fara í hressandi leikhús og sjá fyndinn farsa sem bæði er vel leikinn og skemmtilega upp settur. Drífið ykkur í Leikfélag Kópavogs og sjáið þessa snilld.“ HRH
Næstu sýningar eru á fimmtudaginn 26. og föstudaginn 27. febrúar. Félagsmenn eiga frímiða á sýninguna en miðapantanir eru á midasala@kopleik.is. Einnig er hægt að ganga frá kaupum á TIX.is.