Óþarfa offorsi hlýtur frábærar viðtökur

Guðmundur L. Þorvaldsson og Helga Björk Pálsdóttir sem Eric Sheridan lögreglufulltrúi og Karen Brown endurskoðandi.

Óþarfa offarsi eftir Paul Slade Smith var frumsýndur á laugardaginn hjá Leikfélagi Kópavogs og var önnur sýning daginn eftir. Óhætt er að segja að sýningin hafi fallið vel í kramið hjá leikhúsgestum sem hafa til dæmis tjáð eftirfarandi á vefmiðlum:

„Fór á frábæra leiksýningu í gær sem ég leyfi mér heilshugar að mæla með. Hvílíkt sem það léttir lundina að fara í hressandi leikhús og sjá fyndinn farsa sem bæði er vel leikinn og skemmtilega upp settur. Drífið ykkur í Leikfélag Kópavogs og sjáið þessa snilld.“ HRH

Næstu sýningar eru á fimmtudaginn 26. og föstudaginn 27. febrúar.  Félagsmenn eiga frímiða á sýninguna en miðapantanir eru á midasala@kopleik.is. Einnig er hægt að ganga frá kaupum á TIX.is.

Umræðan

Fleiri fréttir

Lyfjaskolp við Gvendarbrunna – skipulagsslys við Gunnarshólma

AðsentMeirihluti bæjarstjórnar Kópavogs hefur samþykkt að skoða alvarlega áform um að reisa heilsutengt ofurþorp fyrir 15.000 manns við Gunnarshólma, í miðju vatnsverndarsvæði höfuðborgarsvæðisins. Svæðið er þekkt flóðasvæði þar sem áin Suðurá flæðir

Íbúar völdu saunur og skautasvell

Infrarauðar saunur og yfirbyggðir stigar í rennibrautir beggja sundlauga Kópavogs, vélfryst skautasvell í Kópavogsdal, bleikir bekkir til minningar um Bryndísi Klöru Birgisdóttur, aðstaða til sjósunds á Kársnesi og endurnýjun og

Höskuldur og Thelma íþróttakarl og íþróttakona ársins

Höskuldur Gunnlaugsson knattspyrnumaður úr Breiðabliki og Thelma Aðalsteinsdóttir fimleikakona úr Gerplu voru kjörin íþróttakarl og íþróttakona Kópavogs fyrir árið 2024.  Kjörinu var lýst á íþróttahátíð Kópavogs í Salnum miðvikudaginn 8.

Leifur Eiríksson Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar, Unnar Atli Guðmundsson plokkari, Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri og Ásthildur Helgadóttir sviðsstjóri umhverfissviðs.

Plokkari ársins

Unnar Atli Guðmundsson er plokkari ársins í Kópavogi. Bæjarstjóri Kópavogs Ásdís Kristjánsdóttir heiðraði Unnar í Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar en þangað sækir Unnar ruslapoka fyrir plokkið, sem unnið er í sjálfboðavinnu. Unnar