Óvíst um framboð Næst-besta flokksins og hvort Hjálmar Hjálmarsson bjóði aftur fram.

Hjalmar_HjalmarssonAthygli vekur að á lista Bjartrar framtíðar fyrir sveitastjórnarkosningarnar í vor, sem nú hefur verið kynntur, kemur nafn Hjálmars Hjálmarssonar, oddvita Næst-besta flokksins, hvergi fram. Hann hefur sterklega verið orðaður við framboð Bjartrar framtíðar.

„Það var bara ekki stemning fyrir þessu. Mér sýnist listinn hjá Bjartri framtíð vera ekkert öðruvísi en hjá hefðbundnum flokkum. Ég verð ekki í framboði þar en mun meta mín mál og taka ákvörðun líklega í næstu viku hvernig framhaldið verður. Ég er algjörlega á móti flokkakerfinu sem slíku vegna þeirra hagsmunatengsla sem þar eru og spillingar sem birtist oft í mannaráðningum og lóðaúthlutunum. Þar er mikil sóun sem ég á enga samleið með,“ segir Hjálmar.

Mun Næst-besti flokkurinn bjóða aftur fram?

„Það verður bara að skýrast, við erum allavegana með þennan vettvang opinn fyrir Kópavogsbúa sem vilja vinna að góðum málum. Það er nóg af verkefnum og tækifærum í Kópavogi. Við erum ekki flokkur í hefðbundnum skilningi heldur frekar vettvangur. Það eru engin félagsgjöld eða félagatal fyrir þessa leið fyrir kjósendur í Kópavogi að koma sínum málum á framfæri,“ segir Hjálmar.

Hvað með fjármál Næst-besta flokksins? Hvenær munið þið skila inn ársskýrslu?

„Hún verður lögð fram um næstu mánaðarmót . Veltan á þessu er mjög lítil. Við þiggjum ekki styrki frá fyrirtækjum eða einstaklingum. En það er til peningur og það er spurning hvort það sé ekki hreinlegast í stöðunni hvort að við nýtum hann ekki til að bjóða aftur fram. Það verður bara að meta og koma í ljós.“

Hvenær mun það liggja fyrir?

„Um mánaðarmótin ætti það að skýrast.“

 

Deildu:

Facebook
Twitter
Pinterest
LinkedIn

Fleiri fréttir

Þúsundir íbúða í nýjum lífsgæðakjarna í Kópavogi

Áform um uppbyggingu hjúkrunarrýma og íbúða á Gunnarshólma Loftmynd af svæðinu Bæjarráð Kópavogs hefur samþykkt að vísa áfram til samþykktar bæjarstjórnar drögum að viljayfirlýsingu við Aflvaka þróunarfélag um uppbyggingu 5.000

Kársnesskóla skipt í tvo skóla

Kársnesskóla verður skipt upp í tvo sjálfstæða skóla á skólaárinu 2024 til 2025 samkvæmt tillögu menntasviðs Kópavogsbæjar sem samþykkt hefur verið í bæjarstjórn Kópavogs. Lagt er til að skólanum verði

Jólatónleikar Samkórs Kópavogs

Samkór Kópavogs syngur inn aðventuna á sínum árlegu jólatónleikum sunnudaginn 3. desember n.k. Tónleikarnir verða í Digraneskirkju og hefjast kl. 17:00. Einsöngvari með kórnum að þessu sinni er tenórsöngvarinn Gunnar