• Fréttir
  Auðunn Jónsson: „Engin spurning að velja Íþróttamann ársins fyrir bæði kyn,“ (myndband)

  Íþróttakarl og íþróttakona ársins í Kópavogi eru þau Auðunn Jónsson, kraftlyftingamaður, og Rakel Hönnudóttir, knattspyrnukona. Þau telja bæði það skynsamlegt að velja Íþróttamann ársins fyrir bæði kyn:

 • Fréttir
  Auðunn Jónsson, kraftlyftingamaður og Rakel Hönnudóttir, knattspyrnukona, eru íþróttakarl og íþróttakona Kópavogs

  Íþróttahátíð Kópavogs var haldin í Salnum í dag þar sem íþróttafólki úr bænum voru veittar viðurkenningar fyrir unnin afrek. Auðunn Jónsson, kraftlyftingamaður úr Breiðabliki, var valinn íþróttakarl ársins í Kópavogi. Auðunn hefur um árabil verið í flokki bestu kraftlyftingamanna heims og unnið fjölda verðlauna hér heima og erlendis. Hann varð meðal annars...

 • Fréttir
  Hefur reynt í 30 ár að fá húsnúmerum í Smiðjuhverfinu breytt

    Jóhannes Ragnarsson, framkvæmdastjóri Bíla Áttunar á Smiðjuvegi 30 – sem er „gul gata“ – segist hafa glímt við bæjaryfirvöld í 30 ár til að fá húsanúmerum í hverfinu breytt þannig að auðveldara yrði fyrir viðskiptavini að finna fyrirtæki í hverfinu. Einfalt sé að breyta þessu, að sögn Jóhannesar, með því einu...

 • Aðsent
  Lárus Axel býður sig fram í fjórða sæti á lista Sjálfstæðislfokksins í Kópavogi

  Kæru félagar og vinir Það er mjög mikilvægt að við stöndum saman og komum fram sem ein heild.  Við þurfum að skapa lista í komandi kosningum sem er trúverðugur.  Ég óska eftir að vera þátttakandi í að mynda þann samhljóm sem þarf til að vinnu traust félagsmanna, bæjarbúa og tilvonandi félagsmanna. Ég...

 • Ljósmyndir
  Hverjir eru á myndinni?

  Mynd þessi virðist vera tekin á Kópavogsbraut 77 um miðja síðustu öld, að því er talið er, þar sem tímakennsla var starfrækt. Gerður Helena Gunnarsdóttir hlóð þessari mynd inn á vefsvæði Frumbyggja Kópavogs á Facebook og spyr hvort nokkur kannist við hana. Allar ábendingar eru vel þegnar.

 • Fréttir
  Einvígi um fyrsta sætið hjá Sjálfstæðisflokknum í Kópavogi

  Margrét Friðriksdóttir, skólameistari Menntaskólans í Kópavogi, gefur kost á sér í 1. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Kópavog sem fram fer þann 8. febrúar næst komandi. Hún býður sig fram gegn Ármanni Kr. Ólafssyni, efsta manni listans og sitjandi bæjarstjóra. Margrét, sem hefur verið skólameistari MK í 20 ár, segir Kópavog hafa...

 • Mannlíf
  Heitustu gaurarnir í Kópavogi? (Myndband)

  Flestir viðmælenda Kópavogsfrétta eru sammála um að heitustu gaurarnir í Kópavogi séu töffararnir á Gjábakka sem leika sér að því að skera út listmuni í tré eins og ekkert sé. Þetta eru þeir Hermann Guðmundsson, Þorsteinn Guðbrandsson, Sigurður Kristjánsson, Sigurbjörn Ólafsson, Marvin Hallgrímsson og Ingimar G. Jónsson. Þorbjörg Valdimarsdóttir er eina konan...

 • Fréttir
  Sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu vilja ekki halda áfram að niðurgreiða sjúkraflutninga fyrir ríkið

    Stjórn Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu (SSH) skorar á ríkisstjórnina að efna samning við Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins um sjúkraflutninga á svæðinu sem gerður var i febrúar 2013 en hefur ekki verið undirritaður. Eldri samningur rann út í árslok 2011. Þetta kemur fram í ályktun stjórnar SSH sem send er í dag til fjölmiðla...

 • Aðsent
  Gunnlaugur Snær sækist eftir þriðja sæti hjá Sjálfstæðisflokknum

  Framboðstilkynning Ég hef um árabil tekið þátt í pólitísku starfi enda hef ég haft brennandi áhuga á samfélagsmálum og því að bæta lífskjör samborgara minna. Ég er sannfærður um að það sé hægt að gera Kópavog að framúrskarandi sveitarfélagi sem verður fyrirmynd annarra á flestum, ef ekki öllum sviðum. Ég gef kost...

 • Aðsent
  Framtíð skipulags

  Undanfarin misseri hefur talsvert verið ritað um framtíð höfuðborgarsvæðisins. Mikið af góðum hugmyndum um bættar samgöngur, stórfellda þéttingu byggðar og aukna áhersla á samstarf sveitarfélaga hafa komið fram víðsvegar að úr samfélaginu. Það eru stóru línurnar í framtíðarskipulagi höfuðborgarinnar sem nú telur um 200.000 manns eða tæpan þriðjung allra íbúa landsins. Það...

 • Íþróttir
  Uppskeruhátíð Breiðabliks í frjálsum

  Uppskeruhátíð meistaraflokks Breiðabliks í frjálsíþróttum var haldin 28. des. sl. í veislusal Smárans. Þangað mættu iðkendur, þjálfarar, stjórn deildar og meistaraflokksráðs ásamt aðstandendum. Veittar voru fjölmargar viðurkenningar fyrir árangur ársins 2013 sem var sterkt ár hjá Blikum í frjálsum.  32 urðu Íslandsmeistarar á árinu hjá Breiðablik, 98 Íslandsmeistaratitlar náðust og sett voru...

 • Fréttir
  Þrettándagleði HK

  Hin árlega Þrettándagleði HK verður í dag, mánudaginn 6.janúar, kl 17.00.  Að vanda verður blysför farin í kring um knattspyrnuvellina, Skólahljómsveit Kópavogs mun spila jóla- og áramótalög, boðið verður upp á heitt súkkulaði og piparkökur og skemmtuninni líkur svo með glæsilegri flugeldasýningu Hjálparsveit skáta í Kópavogi. Einnig verður miðasala á staðnum fyrir Vetrarhátíð HK 25.janúar 2014 og...

 • Mannlíf
  Holl hreyfing eftir jólamatinn

  Orri Starrason, 13 ára gamall Kópavogsbúi, kann ráð við sleni og doða sem fylgir of miklu mataráti yfir jólahátíðina. Hún er einfaldlega sú að henda sér í heljarstökk niður brekkur og hoppa og skoppa í Parkour. Orri gerði sjálfur þetta myndband og hefur greinilega náð góðum tökum á þessari vinsælu íþrótt:

 • Fréttir
  Stjörnuljósakvöld Leikfélags Kópavogs

  Samkvæmt venju heldur Leikfélag Kópavogs upp á afmæli sitt sem er 5. janúar, með Stjörnuljósakvöldi fyrstu helgi á nýju ári. Að þessi sinni fagna félagsmenn saman laugardaginn 4. janúar. Meðal þess sem boðið verður upp á er leikþáttur sem nokkur leynd hvílir yfir og einnig mun Leikhúsbandið stíga á svið og fremja...

 • Fréttir
  Áramótabrenna í Kópavogsdal

  Áramótabrenna verður eins og undanfarin ár í Kópavogsdalnum við Smárahvammsvöll á gamlárskvöld. Kveikt verður í brennunni kl. 20:30 og hefst flugeldasýning kl. 21:10. Breiðablik og Kópavogsbær standa saman að brennunni. Fólki er bent á að halda sig í öruggri fjarlægð frá brennunni, klæða sig eftir veðri og skilja flugeldana eftir heima. –kopavogur.is

 • Sjónvarp
  Eins og fætur toga í Bæjarlind (myndband)

  Atlas Göngugreining opnaði nýverið þjónustumiðstöðina Eins og fætur toga í Bæjarlind 4 í Kópavogi.  Í versluninni er...