• Fréttir
  Engar gjaldskrárbreytingar í Kópavogi

  Bæjarstjórn Kópavogs samþykkti einróma á fundi sínum í kvöld að gjaldskrár í skólum hækki ekki um áramót. Það þýðir að leikskóla- og matargjald verður óbreytt í leikskólum og matargjald verður óbreytt í grunnskólum. Verðskrá dægradvalar verður sömuleiðis óbreytt. Bæjarstjórn samþykkti jafnframt að hækka ekki mat fyrir eldri borgara, heimilishjálp eða heimkeyrslu á...

 • Fréttir
  Endanlegur úrskurður Hæstarréttar: Sýslumanninum í Kópavogi ber að færa heiti dánarbús Sigurðar Kristjáns Lárussonar Hjaltested sem eiganda í fasteignabók fyrir jörðina Vatnsenda.

  Hæstiréttur hefur snúið við dómi héraðsdóms Reykjaness frá því í byrjun nóvember er varðar þinglýsingar á Vatsenda og úrskurðað að dánarbú Sigurðar Hjaltested sé þinglýstur eigandi Vatnsenda en ekki Þorsteinn Hjaltested. Sýslumanninum í Kópavogi beri því að færa heiti dánarbús Sigurðar Hjaltested sem eiganda í fasteignabók fyrir jörðina Vatnsenda.  Dómurinn er endanlegur....

 • Fréttir
  Eignarspjöll á jólaljósum

  Að minnsta kosti tíu jólaseríur á Hálsatorgi í eigu Kópavogsbæjar hafa verið eyðilagðar síðustu daga en tjónið hleypur á tugum þúsunda. Kópavogsbær hefur lagt metnað sinn í að hafa jólalegt í bænum á aðventunni og hefur Hálstatorgið til dæmis aldrei verið jólalegra. Þar hafa ljós verið sett á stuðlabergssúlur, á vegg og...

 • Fréttir
  Framsókn stillir upp lista: Formenn allra framsóknarfélaga í Kópavogi sækjast eftir forystusæti

  Formenn þriggja framsóknarfélaga í Kópavogi ætla allir að bjóða sig fram í efsta sæti lista Framsflokksins í næstu sveitarstjórnarkosningum. Þetta eru þau Sigurjón Jónsson, formaður ungra framsóknarmanna í Kópavogi, Una María Óskarsdóttir, formaður Freyju – félags framsóknarkvenna, og Kristinn Dagur Gissurarson, formaður Framsóknarfélags Kópavogs. Eins og kunnugt er ætlar Ómar Stefánsson, sem...

 • Aðsent
  Náttúrufræðistofa Kópavogs 30 ára

  Náttúrufræðistofa Kópavogs varð 30 ára um helgina en af því tilefni eru nú til sýnis munir úr fyrstu söfnum stofunnar; skeljasafni, steinasafni og fuglasafni. Ókeypis er inn á safnið. Bæjarráð Kópavogs gaf safninu fjarsjá í afmælisgjöf með þrífæti og augnlinsu. Verður hún m.a. notuð við fuglaskoðun og á sumarnámskeiðum fyrir börn og...

 • Fréttir
  Flestir vilja Vífilsfell sem bæjarfjall Kópavogs

  Alls 68% þeirra sem greiddu atkvæði í könnun Kópavogsbæjar um bæjarfjall nefndu Vífilsfell. 18% nefndu Bláfjöll, 4% Selfjall, 3% Húsfell og 2% Sandfell. Niðurstöður könnunarinnar voru kynntar á fundi bæjarráðs í morgun. Könnunin var gerð að tillögu Ómars Stefánssonar bæjarfulltrúa. Hún fór fram á vef Kópavogsbæjar og stóð yfir í tæpan mánuð....

 • Aðsent
  Krakkar keppa í lestri.

  Úrslitin í læsisátaki Álfhólsskóla liggja fyrir. Keppnin fór fram síðast í nóvember og var æsispennandi. Það voru þau Anton Bjarni Björnsson, Dagný Edda Lund og Árni Þór Ingimundarson sem fóru með sigur af hólmi. Þetta er þriðja árið í röð sem keppnin, sem ber heitið „Lesum meira“ er haldin.  Í ár var...

 • Mannlíf
  Förðun fyrir vetur

  Það verður mikið um dökkt smokey í vetur, enda er það alltaf klassískt og hægt að fara allskonar fljótlegar og auðveldar leiðir til þess að fá flotta útkomu. Hægt er að nota ýmisskonar liti og þetta árið eru plómufjólubláir og steingráir litir alveg tilvaldir fyrir flotta party förðun. Húðin er fersk og...

 • Fréttir
  Aðventukaffi Sögufélagsins

  Sögufélag Kópavogs efnir til aðventukaffis á opnu húsi laugardaginn 7. desember milli klukkan 15:00 og 17:00 í húsnæði Héraðsskjalasafns Kópavogs að Digranesvegi 7, gamla pósthúsinu. Sýnd verða kvikmyndabrot úr Kópavogi frá 1934-1965 sem félagið sýndi á síðasta spjallfundi sínum og starfsmenn safnsins verða til skrafs og ráðagerða um meðhöndlun fjölskylduskjalasafna, ljósmynda o.fl....

 • Ljósmyndir
  Aðventuhátíð (myndir)

  Aðventuljósin voru tendruð á Hálsatorgi um helgina og hefur dagskráin sjaldan verið glæsilegri. Listamenn opnuðu dyrnar og hönnuðir úr bænum seldu verk sín í safnaðarheimili Kópavogskirkju. Jólasveinninn mætti og ungir sem aldnir dönsuðu í kringum jólatréð. Myndirnar eru fengnar af vef Kópavogsbæjar:  

 • Fréttir
  Bænahús í Hamraborg?

  Breski miðillinn Kay Cook, sem starfar hjá Sálarrannsóknafélagi Íslands og er búsett hér á landi, fullyrðir að á lóðinni þar sem húsið Hamraborg 1 stendur, hafi áður fyrr verið bænahús eða samkomusalur þar sem hafi verið stundað mikið bænahald. Engar heimildir eru til um slíkt. Kay segir að um leið og hún...

 • Fréttir
  Sjálfstæðisflokkur og Framsókn bæta við sig í fylgi í könnun Félagsvísindastofnunar.

  Meirihluti Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks í bæjarstjórn Kópavogs heldur velli, ef gengið yrði til kosninga nú, samkvæmt könnun Félagsvísindastofnunar sem unnin var fyrir Morgunblaðið og birt er í dag. Sjálfstæðisflokkurinn bætir við sig manni en Y-listinn, listi Kópavogsbúa, sem nú myndar meirihluta með Sjálfstæðisflokki og Framsókn, myndi tapa sínum manni, ef kosið yrði...

 • Fréttir
  Nýtt aðalskipulag Kópavogs samþykkt einróma.

  Nýtt aðalskipulag Kópavogs 2012 til 2024 var samþykkt einróma á fundi bæjarstjórnar í gærkvöld, að því er fram kemur á vef Kópavogsbæjar. Í aðalskipulaginu er sett fram stefna bæjaryfirvalda um byggðaþróun, landnotkun, byggðamynstur og samgöngu- og umhverfismál til ársins 2024. Lögð er meðal annars áhersla á þéttingu byggðar en áætlað er að...

 • Fréttir
  Aðventuhátíð á Hálsatorgi

  Aðventuhátíð Kópavogsbæjar verður haldin laugardaginn 30. nóvember þar sem jólaljósin á  vinabæjartrénu á Hálsatorgi verða tendruð. Hátíðardagskráin hefur aldrei verið umfangsmeiri og fjölbreyttari. Rauðhetta og úlfurinn ætla að stjórna henni með söng og dansi á torginu. Eyþór Ingi Evróvisjón-söngvari með meiru tekur lagið, jólasveinar kíkja við, jólahús prýða torgið full af góðgæti...

 • Fréttir
  Handverk, góðgæti og góð málefni

  Það verður hátíðleg stemning á Hálsatorgi á Aðventuhátíð Kópavogsbæjar næstkomandi laugardag, 30. nóvember. Fyrir tilstuðlan Markaðsstofu Kópavogs hefur BYKO lánað þrjú falleg timburhús sem verður komið fyrir á Hálsatorgi og munu þrjú félagasamtök koma sér fyrir í þeim og vera með fjáröflun milli kl. 14 og 16. Mæðrastyrksnefnd Kópavogs ætlar að bjóða...

 • Fréttir
  Krakkar í Salaskóla gefa í söfnun fyrir bágstadda á Filippseyjum.

  Nememendur í Salaskóla efndu nýlega til söfnunar fyrir þá sem urðu fyrir náttúruhamförum á Fillipseyjum. Þeir opnðu kaffihús í skólanum, seldu kaffi, jólakort sem þeir höfuð búið til og heimatilbúna túlipana. Krakkarnir gáfu afraksturinn til söfnunar Rauða Krossins.