• Fréttir
  Kemurr’á deit?

  Unglingadeild Leikfélags Kópavogs frumsýnir nýtt frumsamið leikverk, sunnudaginn 24. nóv. kl. 20.00. Verkið heitir Kemurr’á deit? og var samið og unnið í hópvinnu undir stjórn leikstjórans Ástbjargar Rutar Jónsdóttur. Sextán leikarar taka þátt í sýningunni. Unglingadeild LK hefur komið víða við á undanförnum árum og grandskoðað ýmislegt í mannlífinu og utan þess svo sem...

 • Fréttir
  Gunnar Ingi Birgisson: „Framkoman við Guðrúnu Pálsdóttur, fyrrverandi bæjarstjóra, er Kópavogsbúum til háborinnar skammar.“

  Segir Ómar Stefánsson hafa neitað að standa við samning við Guðrúnu vegna gatnagerðargjalda hans.   Í viðtali við Kópavogsblaðið í síðustu viku gerði Ómar Stefánsson, oddviti Framsóknarflokksins í Kópavogi, upp stjórnmalaferilinn, en hann hefur sem kunnugt er ákveðið að taka sér hlé frá þátttöku í stjórnmálum. Í viðtalinu nefndi Ómar að kastast...

 • Aðsent
  Af göngum og torgum

  -Karen Elísabet Halldórsdóttir formaður Lista- og menningarráðs Kópavogs, skrifar: Lista- og menningarráð hefur nú til umfjöllunar tillögu Péturs Ólafssonar um hvort hægt sé að nýta gömlu undirgöngin við Digranesveg betur frekar en að hafa þau lokuð, engum til ánægju eða sýnis. Ráðið fór í vettvangsferð á dögunum til að kynna sér möguleika...

 • Íþróttir
  Úr HK í FRAM og frá FRAM í „ÍK“

  Hólmbert Aron í Celtic: „Hlakka til að láta ljós mitt skina.“ Kópavogur hefur eignast enn einn atvinnumanninn í fótbolta því eins og kunnugt er gekk sóknarmaðurinn efnilegi, Hólmbert Aron Friðjónsson, fyrrum leikmaður HK og síðast FRAM, nýlega í raðir skoska úrvalsdeildarfélagsins Celtic. Þetta sögufræga skoska lið leikur i sama búningi og Íþróttafélag...

 • Aðsent
  Umsóknir um styrki úr afrekssjóði

  Íþróttaráð Kópavogs auglýsir eftir umsóknum um styrki úr afrekssjóði ráðsins. Tilgangur sjóðsins er að veita afreksíþróttafólki í Kópavogi styrk til að æfa eða keppa. Umsóknum skal skila fyrir 30. nóvember 2013. Stjórn sjóðsins er skipuð fulltrúum íþróttaráðs og metur hún umsóknir. Síðast var veitt úr sjóðnum árið 2010 en nú á að...

 • Fréttir
  Héldu í sér í fyrri hálfleik

  Vatnsrennslið í Kópavogi jókst til muna á fyrstu mínútunum í hálfleik Íslendinga og Króata í gær, að því er fram kemur í frétt frá Kópavogsbæ. Notkunin fór úr 175 lítrum á sekúndu í 257 lítra á sekúndu frá klukkan 20:00 til 20:14. Þessar upplýsingar fengust frá Vatnsveitu Kópavogs. Leiða má líkum að...

 • Sjónvarp
  Áfram Ísland!

  Landsliðið í fótbolta tekur hér lagið „Don´t stop me now,“ með Queen. Myndbandið, sem Tiago Forte deilir á Túbunni fer nú sem eldur í sinu um netheima:

 • Aðsent
  Merkingarlaus Kópavogur?

  Nýlega fundust villtir ferðalangar hjá Búddastyttunni við Lindakirkju; slæptir, tættir og úrkula vonar. Þeir voru að leita að Salarlauginni en höfðu ekki fundið hana. Engar merkingar eru í Kópavogi um hvar laugina er að finna. Skilti til að leiðbeina ferðamönnum um bæinn eru sjaldséð og torskilin. Góður Kópavogsbúi vísaði ferðamönnunum veginn og...

 • Fréttir
  Einstæð handritasýning í Gerðarsafni

  ÍSLENSKA TEIKNIBÓKIN 350 ÁRA AFMÆLI ÁRNA MAGNÚSSONAR Íslenska teiknibókin er einstæð meðal handrita í safni Árna Magnússonar. Hún er ein af fáum fyrirmyndabókum sem varðveist hafa í Evrópu og sú eina frá Norðurlöndum. Myndirnar eru gerðar af fjórum óþekktum listamönnum á tímabilinu 1350-1500. Miðaldateiknibækur miðluðu myndefni og formum í samræmi við hefð....

 • Fréttir
  Dögun undirbýr framboð í Kópavogi.

  Nærri 30% svarenda á landsvísu segjast örugglega ætla að kjósa Dögun eða gætu hugsað sér það. Dögun, stjórnmálasamtök um réttlæti lýðræði og sanngirni, sem buðu fram í öllum kjördæmum í síðustu Alþingiskosningum munu láta til sín taka í komandi sveitarstjórnarkosningum – ein sér eða í samstarfi við íbúahreyfingar, flokka eða málefnahópa –...

 • Fréttir
  Verða menntamál í forgangi í næstu kosningum?

  SAMKÓP, samtök foreldrafélaga í grunnskólum Kópavogs, stendur fyrir samtali milli foreldra í Kópavogi og fulltrúa þeirra stjórnmálaflokka sem buðu fram í síðustu sveitarstjórnarkosningum. Einum fulltrúa frá hverjum stjórnmálaflokki er boðið af SAMKÓP til að upplýsa foreldra um hvernig staðið  hefur verið að málaflokknum á liðnu kjörtímabili og hvernig verður staðið að málaflokknum...

 • Mannlíf
  Nýjustu tískustraumarnir hjá Helgu Karólínu.

  Helga Karólína er 21 árs Kópavogsbúi og förðunarfræðingur. Hún mun verða með pistla hjá okkur um nýjustu strauma í förðun og gefa góð ráð. Hún opnar förðunarstofu sína í byrjun desember á hárgreiðslustofunni Hárný, Nýbýlavegi 28 og á sama tíma opnar hún vefverslunina www.CoolCos.is Hún segir okkur frá því að CoolCos eru...

 • Fréttir
  „Langaði eitt sinn að berja Gunnar Birgisson.“ Ómar Stefánsson gerir upp málin.

  Ómar Stefánsson, bæjarfulltrúi og oddviti framsóknarmanna í bæjarstjórn Kópavogs, tilkynnti á dögunum að hann verði ekki í framboði fyrir næstu sveitastjórnarkosningar. Hann hafi hins vegar hug á að bjoða sig fram á ný fyrir kosningarnar 2018. Í nýjasta Kópavogsblaðinu er rætt við Ómar sem leggur spilin á borðið og gerir upp stór...

 • Íþróttir
  Þorvaldur Örlygsson ráðinn þjálfari HK.

  Þorvaldur Örlygsson hefur verið ráðinn þjálfari meistaraflokks karla hjá HK en hann skrifaði undir samning við félagið til þriggja ára. Þetta kemur fram á vef HK, hk.is.  Auk þjálfunar meistaraflokks mun Þorvaldur koma að uppbyggingu elstu flokka HK. Þorvaldur er 47 ára gamall, er með UEFA-pro þjálfaragráðu frá Englandi, og á langan...

 • Fréttir
  Baráttuganga krakkanna gegn einelti.

  Börn og unglingar úr öllum leik- og grunnskólum bæjarins ásamt unglingum úr félagsmiðstöðvum gengu í dag gegn einelti.  Þau sungu, dönsuðu og héldu á mótmælaskiltum gegn einelti.  Myndirnar – og myndböndin – hér að neðan, segja meira en mörg orð.  

 • Mannlíf
  Formaður bæjarráðs tekur lagið.

  Björn Thoroddsen, gítarleikari, hélt magnaða tónleika í Salnum nýlega í tilefni af djass- og blúshátíð Kópavogs. Sérstakur gestur Björns var engin önnur en Rannveig Ásgeirsdóttir, formaður bæjarráðs Kópavogs, sem hefur leynda sönghæfileika. Hér tekur Rannveig lagið Cheek to Cheek sem Ella Fitzgerald og Louis Armstrong gerðu ódauðlegt um árið. Upptakan er frá generalprufu...