• Fréttir
  Skrifaðu skáldsögu í nóvember!

  Bókasafn Kópavogs hvetur til þátttöku í NaNoWriMo verkefninu svokallaða þar sem þátttakendur skrifa  50.000 orða skáldsögu í nóvembermánuði. Alla laugardaga í nóvember, frá klukkan 13 til 17 mun fólk sem tekur þátt í átakinu hittast á Bókasafni Kópavogs til að bera saman bækur sínar og hvetja hvert annað áfram. Bókasafn Kópavogs NaNoWriMo

 • Fréttir
  Tillaga felld í bæjarráði um að 250 milljónum verði varið til byggingar leiguíbúða í Kópavogi.

  Fulltrúar minnihlutans í bæjarstjórn Kópavogs lögðu til, á fundi bæjarráðs í gær, að í fjárhagsáætlun ársins 2014 verið gert ráð fyrir 250 milljónum til byggingar leiguíbúða í Kópavogi. „Þannig komi Kópavogur með virkum hætti að því að fjölga íbúðum á leigumarkaði og þar með lækka leiguverð,“ eins og segir í tillögu fulltrúa...

 • Mannlíf
  Listamenn frá Kópavogi í Bonn.

  Listamenn frá Kópavogi eru þátttakendur á alþjóðlegri menningarhátíð sem nú stendur yfir í þýsku borginni Bonn. Í hópnum eru Rósa Gísladóttir listamaður og Íslenski kammerkórinn sem hefur lögheimili í Kópavogi. Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri Kópavogs, var af því tilefni viðstaddur opnun sýningar Rósu í Bonn og flutti þar stutt ávarp. Í ávarpi...

 • Íþróttir
  „Þess vegna eru þeir strákarnir okkar.“

  Daði Rafnsson, yfirþjálfari yngri flokka hjá Breiðablik, ritar á síðuna sína, dadirafnsson.com þennan áhugaverða pistil: Þegar fólk nær árangri og kemst fyrir vikið í kastljós fjölmiðla er oft einblínt á sigur einstaklingsins yfir sjálfum sér eða öðrum. Það er góð saga, en einungis hálf sögð. Gylfi Sigurðsson átti bróður sem tók hann...

 • Aðsent
  Hljóðbókasafn Íslands fær verðlaun fyrir framúrskarandi nýsköpun.

  Hljóðbókasafn Íslands hlaut nýlega viðurkenningu frá Evrópustofnuninni í opinberri stjórnsýslu (EIPA) í Maastricht fyrir framúrskarandi nýsköpun á krepputímum. Fram kemur á heimasíðu safnsins að alls voru 230 verkefni úr allri Evrópu tilnefnd í ár en 32 viðurkenningar veittar. Hljóðbókasafnið hefur, eins og flestar ríkisstofnanir á Íslandi, þurft að hagræða mikið í rekstri...

 • Fréttir
  Kosningavetur í nánd. Y-listi Kópavogsbúa auglýsir framboð.

  Það stefnir í hörkuspennandi viðureignir á hinu pólitíska litrófi í Kópavogspólitíkinni í vetur. Kosið verður til sveitarstjórna í maí og flokkarnir eru að komast í startholurnar. Listi Kópavogsbúa, sem hefur listabókstafinn Y, ríður á vaðið með auglýsingu á Facebook síðu flokksins þar sem Kópavogsbúar eru hvattir til að taka þátt í starfi...

 • Fréttir
  Afmælistónleikar Guðrúnar Gunnarsdóttur í Salnum.

  Guðrún Gunnarsdóttir söngkona fagnaði 50 ára afmæli á árinu og í tilefni af því kemur út plata með hennar bestu lögum. Platan heitir einfaldlega Bezt og er hluti af hljómplöturöð á vegum Dimmu útgáfu. Í tilefni af bæði afmælinu og útkomu plötunnar ætlar Guðrún, ásamt hljómsveit að halda tónleika í Salnum, Kópavogi miðvikudagskvöldið...

 • Fréttir
  Gagnvirk vísindasýning í Smáralind

  Stórskemmtileg sýning hófst í Smáralind í dag sem ber heitið Vatn – Hið fljótandi Undur. Sýningin er framhald af sýningunni Undur vísindanna sem sett var upp í Smáralind í febrúar síðastliðnum en í þetta sinn er þema sýningarinnar vatn. Tilgangur sýningarinnar er að fræða fólk og leyfa því að kynnast á eigin...

 • Fréttir
  Hrakin burt úr Hamraborg eftir 30 ár.

  Fatahreinsun Kópavogs á sterkar rætur í hugum Kópavogsbúa enda hefur fyrirtækið verið rótgróið í Hamraborg síðustu 30 árin.  En eftir allan þennan tíma telja eigendurnir sæng sína útbreidda og ætla að flytja reksturinn á Smiðjuveg 11. Ástæðan er óbilgirni eigenda húsnæðisins að Hamraborg 7, slæm umgengni og sóðalegt viðskiptaumhverfi þar sem hver...

 • Mannlíf
  Guðrún Gunnarsdóttir, söngkona, á sinn uppáhalds stað í Kópavogi.

  Guðrún Gunnarsdóttir, söngkona, fagnar nú 30 ára starfsafmæli sínu með veglegum tónleikum í Salnum á næstunni. Hún er...

 • Fréttir
  Frægir á Google.

  Það hefur varla farið framhjá neinum að götusýn Google frá Íslandi er nú komin á kortavef þess. Meðfylgjandi eru nokkrar myndir af Kópavogsbúum sem Google bíllinn smellti af í blíðviðrinu í sumar: -Smellið hér fyrir kortavef Google.  

 • Mannlíf
  Hefur pönkast í Sjálfstæðisflokknum frá því hann var 16 ára.

  Sigurður Sigurbjörnsson, sem var kallaður „Siggi pönk“ á sínum yngri árum, hékk oft með vinum sínum á...

 • Fréttir
  „Ég var ótrúlega heppinn,“ segir Ruben Filipe sem festi hönd sína í marningsvél í fiskvinnslu í Kópavogi í gær. Mildi að ekki fór verr.

  Ruben Filipe Vasques er fæddur í Portúgal en hefur búið hér á landi í sjö ár. Hann hefur starfað lengst af við fiskvinnslu, nú síðast hjá Ísfiski í Kópavogi. Í gærmorgun stóð marningsvélin á sér og þurfti Ruben að losa um bein sem stífluðu hana. Engin öryggishlíf var á vélinni, að sögn...

 • Fréttir
  Góður gangur í framkvæmdum við Norðurturn Smáralindar.

  Góður gangur er á framkvæmdum við Norðurturn Smáralindar sem lengi hefur staðið hálfkláraður. Glitnir, Íslandsbanki, Tryggingamiðstöðin, BYGG, Lífeyrissjóður verkfræðinga og tvö önnur félög stofnuðu nýlega félagið Nýr Norðurturn hf um verkefnið og blása nú til framkvæmda á ný. Ráðgert er að Norðurturninn verði fjórtán hæðir. „Það er allt að komast úr startholunum...

 • Fréttir
  Fimmtán ár frá opnun Dvalar.

  Fimmtán ár eru frá því Dvöl, athvarf fyrir fólk með geðraskanir, var tekið í notkun í fallegu húsi að Reynihvammi 43 í Kópavogi. Af því tilefni var afmælishátíð í Digraneskirkju í dag. Í Dvöl koma gestir á eigin forsendum til að njóta samverunnar við aðra gesti eða starfsmenn, horfa á myndbönd, föndra,...

 • Íþróttir
  Kópavogur gegn Kýpur.

  Það hefur ekki farið fram hjá neinum að íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu mun etja kappi við það kýpverska á föstudaginn.  Athygli vekur hve mikið er sótt til Kópavogs þegar svona mikið liggur við. Kópavogur leggur fram 10 menn í þennan mikilvæga leik – og hljóta því foreldrar efnilegra knattspyrnumanna í kringum landið...