• Aðsent
  Ferðmannabærinn Kópavogur.

  Kópavogur hefur mikla möguleika á sviði ferðaþjónustu og eru styrkleikar bæjarins fjölmargir. Falleg náttúra, fjölbreyttir afþreyingarmöguleikar, öflug verslun og menningartengd ferðaþjónusta. Kópavogur er mikill íþróttabær og eru margvíslegir möguleikar tengdir glæsilegum íþróttamannvirkjum bæjarins. Töluverð uppbygging hefur orðið á gististöðum í Kópavogi síðustu ár og eru nokkur gistiheimili og eitt hótel starfandi sem...

 • Fréttir
  Leikskóla- og grunnskólabörn ganga gegn einelti.

  Á morgun, föstudag, munu öll leikskóla- og grunnskólabörn auk unglinga úr félagsmiðstöðvum Kópavogs ganga gegn einelti. Gengið verður í öllum skólahverfum bæjarins. Dagurinn 8. nóvember hefur á landsvísu verið helgaður baráttunni gegn einelti. Þetta er hins vegar í fyrsta sinn sem Kópavogsbær tekur þátt í deginum með svo afgerandi hætti. Markmiðið er...

 • Fréttir
  Hvert er bæjarfjall Kópavogs?

  Bæjarbúar geta nú sagt álit sitt á því hvert eigi að vera bæjarfjall Kópavogs. Fram kemur á heimasíðu Kópavogsbæjar, kopavogur.is, að könnunin standi yfir til 1. desember. Niðurstöðurnar verða kynntar í bæjarráði sem tekur ákvörðun um framhaldið. Gefnir eru upp fimm valmöguleikar en einnig er hægt að koma með aðrar tillögur. Allir...

 • Fréttir
  Pétur Ólafsson vill leiða lista Samfylkingar í Kópavogi.

  Stjórn Samfylkingarinnar í Kópavogi skipar á næstunni uppstillinganefnd til að raða á lista flokksins fyrir sveitastjórnarkosningarnar í vor. Þau Guðríður Arnardóttir og Hafsteinn Karlsson gefa ekki lengur kost á sér í efstu tvö sætin eins og við greindum frá í gær. Pétur Ólafsson, sem skipar þriðja sætið á lista Samfylkingar í bænum,...

 • Fréttir
  Ómar Stefánsson, oddviti Framsóknarflokksins, dregur sig í hlé frá stjórnmálaþátttöku. Verður ekki í framboði næsta vor.

  Ómar Stefánsson, bæjarfulltrúi og oddviti Framsóknarmanna í bæjarstjórn Kópavogs, hefur ákveðið að draga sig í hlé frá stjórnmálum. Þetta mun hann tilkynna formlega á aðalfundi Framsóknarfélagsins í Kópavogi sem fram fer í kvöld. „Þetta er orðið ágætt í bili, ég ætla að sinna fjölskyldunni betur en kem svo tvíefldur til baka fyrir...

 • Fréttir
  Tveir efstu menn á lista Samfylkingarinnar í Kópavogi gefa ekki kost á sér fyrir næstu sveitastjórnarkosningar.

  Þau Guðríður Arnardóttir, oddviti Samfylkingarinnar í Kópavogi, og Hafsteinn Karlsson, sem skipar annað sætið á lista flokksins gefa hvorugt kost á  sér fyrir næstu sveitastjórnarkosningar. Þetta var tilkynnt á félagsfundi Samfylkingarinnar í Kópavogi sem fram fór í Hamraborg í kvöld. Guðríður Arnardóttir hefur leitt lista Samfylkingar í Kópavogi frá árinu 2006. Hún...

 • Mannlíf
  Fartölvur að heyra sögunni til? Krakkar í MK segjast nota snjallsíma meira en tölvur.

  Samskiptaforritin Snapchat, Instagram, Facebook, Viber og Skype eru vinsælustu smáforritin í dag (í þessari röð) ef marka má svör nokkurra nemenda í MK sem við tókum tali í morgun. Krakkarnir eiga það allir sammerkt að vera sítengd við símana sína sem er þeim allt í senn; dagbók, afþreying, samskiptatæki, net og upplýsingaveita....

 • Íþróttir
  Tryggvi Guðmunds sér um æfingu hjá HK

  Undirbúningstímabil meistaraflokks karla í knattspyrnu hjá HK hefst á morgun, föstudaginn 1. nóvember, þar sem liðið býr sig undir slaginn í 1. deildina að ári. Það verða þeir Tryggvi Guðmundsson, leikmaður meistaraflokks, og Bryngeir Torfason, þjálfari 2. flokks, sem stjórna fyrstu æfingunni sem  fer fram í Kórnum annað kvöld. Ekki er búið...

 • Aðsent
  Fyrsti stóri neyðarkall Hjálparsveita Kópavogs afhentur

  Neyðarkallasala Hjálparsveita skáta í Kópavogi hófst í dag af fullum krafti. Í morgun var fyrsti stóri neyðarkallinn afhentur vinum hjálparsveitarmanna í Lakkhúsinu en þeir eru hluti af dyggum stuðningsmönnum sveitarinnar.

 • Fréttir
  Lánshæfismat Kópavogsbæjar er áfram B+ með stöðugum horfum

  Lánshæfismat Kópavogsbæjar er B+ með stöðugum horfum, að mati íslenska lánshæfismatsfyrirtækisins Reitunar ehf. og er því óbreytt frá því í júní þegar einkunnin var hækkuð úr B í B+. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Kópavogsbæ. „Vel hefur gengið að greiða niður skuldir og hafa áætlanir staðist,“ segir í þessu nýja mati...

 • Íþróttir
  Hugo Rasmus og nýja Blikalagið

  Heisi á röltinu kíkti í heimsókn til Hugo Rasmus á dögunum sem fann áður óútgefin lög frá föður sínum, Henna Rasmus, og lét í hendurnar á hljómsveit. Eitt þeirra laga hefur hann nú ánafnað Breiðablik.

 • Fréttir
  Kópavogsbær og Listaháskóli Íslands gera samkomulag.

  Útskriftarsýningar meistaranema verða í Gerðarsafni Kópavogsbær og Listaháskóli Íslands hafa gert með sér samkomulag um að útskriftarsýningar meistaranema í myndlist og hönnun verði haldnar í Gerðarsafni, listasafni Kópavogs. Samningur þess efnis var undirritaður í Gerðarsafni í dag. Meistaranám í myndlist og hönnun við Listaháskólann hófst haustið 2012 og brautskráir skólinn fyrstu nemendur...

 • Fréttir
  Afhenti Tónlistarsafninu allar útsetningar KK sextettsins.

  Erla Wigelund Kristjánsson ekkja tónlistarmannsins Kristjáns Kristjánssonar (KK sextettinn), afhenti á dögunum Tónlistarsafni Íslands allar útsetningar hljómsveitarinnar. Er um að ræða handrit af hundruðum laga sem útsett voru af meðlimum hljómsveitar Kristjáns í gegnum árin. Þá má finna í gögnum útgefnar nótur, erlendar og innlendar af öllum helstu dægulögum frá þeim tíma...

 • Fréttir
  Nýir eigendur að Kópavogsblaðinu.

  Vefmiðillinn Kópavogsfréttir, kfrettir.is, hefur nú tekið við útgáfu Kópavogsblaðsins, sem dreift er frítt í öll heimili, fyrirtæki og stofnanir í Kópavogi. „Kópavogsblaðið hefur komið út í tæp tíu ár og unnið sig í sessi sem einn helsti fréttamiðill Kópavogs. Markmið blaðsins og Kópavogsfrétta fara ákaflega vel saman, sem er að efla samheldni...

 • Mannlíf
  Húsfyllir í Háskólabíó

  Háskólabíó fylltist út úr dyrum í gærkvöldi á fyrirlestrum afreksfólksins Vilborgar Örnu Gissurardóttur, suðurpólfara og Leifs Arnar Svavarssonar, fjallamanns sem fór upp norðurhlið Everest. Leifur Örn er fæddur og uppalinn í Kópavogi. Vilborg hreif húsið með sér í skemmtilegri og einlægri frásögn af sjálfri sér og markmiðum sínum sem leiddu hana á...

 • Mannlíf
  Uppáhalds Kópavogur: Ingibjörg Hinriksdóttir

  Guðrún Gunnarsdóttir, söngkona, sagði frá því í síðustu viku að uppáhalds staðurinn sinn í Kópavogi væri Salurinn....