Bæjarstjórn Kópavogs samþykkti á fundi sínum í gær að semja við íþróttafélögin HK og Breiðablik um hvar starfsemi þeirra eigi að vera í framtíðinni. Nokkur óvissa hefur verið um hvar mörkin á milli félaganna hafa legið í bænum en nú er búið að draga landamærin skýrt. Samkomulagið byggir á samningi sem félögin...
Kvennakór Kópavogs efnir til styrktartónleika í Digraneskirkju sunnudaginn 3. nóvember kl. 16. Allur ágóði rennur óskiptur til Mæðrastyrksnefndar Kópavogs en auk kórsins koma fram: Þuríður Sigurðardóttir, Þór Breiðfjörð, Helgi Björnsson ásamt gítarleikaranum Stefáni Má Magnússyni, skólakór Álfhólsskóla og blásarasveit úr Skólahljómsveit Kópavogs. Séra Gunnar Sigurjónsson, sóknarprestur í Digraneskirkju, verður ræðumaður dagsins. Miðaverðinu...
Rekstur Kópavogsbæjar heldur áfram að batna og er gert ráð fyrir að rekstrarafgangur verði um 642 milljónir króna á næsta ári. Þetta kemur fram í tillögu að fjárhagsáætlun ársins 2014 sem meirihlutinn lagði fram til fyrri umræðu á fundi bæjarstjórnar í dag. Þar er lagt til að fasteignaskattur á íbúðarhúsnæði verði lækkaður...
“Dómari, ertu með forhúð fyrir augunum?” – Foreldri í leik í 7. flokki kvenna á Símamóti 2011. Sem markaðsfræðingi finnst mér fátt neikvæðara en “gula spjaldið” sem KSÍ gaf út fyrir nokkrum árum og er afhent foreldrum barna í knattspyrnu við ýmis tækifæri. Í fyrsta lagi hefur gula spjaldið í sér neikvæða...
Bókasafn Kópavogs hvetur til þátttöku í NaNoWriMo verkefninu svokallaða þar sem þátttakendur skrifa 50.000 orða skáldsögu í nóvembermánuði. Alla laugardaga í nóvember, frá klukkan 13 til 17 mun fólk sem tekur þátt í átakinu hittast á Bókasafni Kópavogs til að bera saman bækur sínar og hvetja hvert annað áfram. Bókasafn Kópavogs NaNoWriMo
Fulltrúar minnihlutans í bæjarstjórn Kópavogs lögðu til, á fundi bæjarráðs í gær, að í fjárhagsáætlun ársins 2014 verið gert ráð fyrir 250 milljónum til byggingar leiguíbúða í Kópavogi. „Þannig komi Kópavogur með virkum hætti að því að fjölga íbúðum á leigumarkaði og þar með lækka leiguverð,“ eins og segir í tillögu fulltrúa...
Listamenn frá Kópavogi eru þátttakendur á alþjóðlegri menningarhátíð sem nú stendur yfir í þýsku borginni Bonn. Í hópnum eru Rósa Gísladóttir listamaður og Íslenski kammerkórinn sem hefur lögheimili í Kópavogi. Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri Kópavogs, var af því tilefni viðstaddur opnun sýningar Rósu í Bonn og flutti þar stutt ávarp. Í ávarpi...
Daði Rafnsson, yfirþjálfari yngri flokka hjá Breiðablik, ritar á síðuna sína, dadirafnsson.com þennan áhugaverða pistil: Þegar fólk nær árangri og kemst fyrir vikið í kastljós fjölmiðla er oft einblínt á sigur einstaklingsins yfir sjálfum sér eða öðrum. Það er góð saga, en einungis hálf sögð. Gylfi Sigurðsson átti bróður sem tók hann...
Hljóðbókasafn Íslands hlaut nýlega viðurkenningu frá Evrópustofnuninni í opinberri stjórnsýslu (EIPA) í Maastricht fyrir framúrskarandi nýsköpun á krepputímum. Fram kemur á heimasíðu safnsins að alls voru 230 verkefni úr allri Evrópu tilnefnd í ár en 32 viðurkenningar veittar. Hljóðbókasafnið hefur, eins og flestar ríkisstofnanir á Íslandi, þurft að hagræða mikið í rekstri...
Það stefnir í hörkuspennandi viðureignir á hinu pólitíska litrófi í Kópavogspólitíkinni í vetur. Kosið verður til sveitarstjórna í maí og flokkarnir eru að komast í startholurnar. Listi Kópavogsbúa, sem hefur listabókstafinn Y, ríður á vaðið með auglýsingu á Facebook síðu flokksins þar sem Kópavogsbúar eru hvattir til að taka þátt í starfi...
Guðrún Gunnarsdóttir söngkona fagnaði 50 ára afmæli á árinu og í tilefni af því kemur út plata með hennar bestu lögum. Platan heitir einfaldlega Bezt og er hluti af hljómplöturöð á vegum Dimmu útgáfu. Í tilefni af bæði afmælinu og útkomu plötunnar ætlar Guðrún, ásamt hljómsveit að halda tónleika í Salnum, Kópavogi miðvikudagskvöldið...
Stórskemmtileg sýning hófst í Smáralind í dag sem ber heitið Vatn – Hið fljótandi Undur. Sýningin er framhald af sýningunni Undur vísindanna sem sett var upp í Smáralind í febrúar síðastliðnum en í þetta sinn er þema sýningarinnar vatn. Tilgangur sýningarinnar er að fræða fólk og leyfa því að kynnast á eigin...
Fatahreinsun Kópavogs á sterkar rætur í hugum Kópavogsbúa enda hefur fyrirtækið verið rótgróið í Hamraborg síðustu 30 árin. En eftir allan þennan tíma telja eigendurnir sæng sína útbreidda og ætla að flytja reksturinn á Smiðjuveg 11. Ástæðan er óbilgirni eigenda húsnæðisins að Hamraborg 7, slæm umgengni og sóðalegt viðskiptaumhverfi þar sem hver...
Guðrún Gunnarsdóttir, söngkona, fagnar nú 30 ára starfsafmæli sínu með veglegum tónleikum í Salnum á næstunni. Hún er...
Það hefur varla farið framhjá neinum að götusýn Google frá Íslandi er nú komin á kortavef þess. Meðfylgjandi eru nokkrar myndir af Kópavogsbúum sem Google bíllinn smellti af í blíðviðrinu í sumar: -Smellið hér fyrir kortavef Google.
Sigurður Sigurbjörnsson, sem var kallaður „Siggi pönk“ á sínum yngri árum, hékk oft með vinum sínum á...
Facebook
Instagram
YouTube
RSS