• Mannlíf
  „Ef ég ætti kærasta færi ég pottþétt í ræktina.“

  Ég sat í sófanum áðan og prjónaði. Ég geri það nú ekki oft. Þvottavélin mín er biluð og það er rigning úti. Og það er fótbolti í sjónvarpinu. Ég kann ekki mikið að prjóna, bara svona slétt og smá brugðið fram og tilbaka. Þegar ég sat við iðju mína, þá varð mér...

 • Íþróttir
  Tvöfaldir Norður-Evrópumeistarar í samkvæmisdönsum.

  Norður-Evrópska meistaramótið í Latín og Standard dönsum fór fram í Kaupmannahöfn um helgina. Keppnin var haldin í íþróttahúsinu í Virum. Dansparið Pétur Fannar Gunnarsson, 15 ára, og Aníta Lóa Hauksdóttir, einnig 15 ára, sem eru úr Dansdeild HK í Kópavogi náðu þeim frábæra árangri að sigra tvöfalt. Þau urðu bæði Norður-Evrópumeistarar í...

 • Mannlíf
  Pólitísk pönnukökulykt?

  Pönnukökukeppni Glóðarinnar í Gljábakka á Hamraborgarhátíðinni á dögunum virðist ætla að draga dilk á eftir sér. Sigurvegarinn, með bestu pönnukökur bæjarins í ár, var engin önnur en Una María Óskarsdóttir, bæjarfulltrúi Framsóknarflokksins. „Þetta er ekkert annað en hneisa,“ sagði ósáttur bæjarbúi við Kópavogsfréttir í morgun, varla búinn að ná sér. Öllum var...

 • Mannlíf
  Sonur bæjarstjórans grínast í pabba sínum á Facebook.

  Það borgar sig aldrei að skrá sig inn á Facebook en gleyma síðan að skrá sig þaðan út aftur. Þetta hafa bæði Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri Kópavogs, og sonur hans, Hermann, fengið að kynnast á síðustu dögum. Þeir feðgar skiptast á að skrifa „statusa“ fyrir hvorn annan í nýlegum stöðuuppfærslum. Þetta byrjaði...

 • Fréttir
  Körfuboltakynning í Smáranum á miðvikudaginn.

  Miðvikudaginn 4. september kl 17:00 verður mikið um dýrðir í Smáranum þegar körfuknattleiksdeild Breiðabliks kynnir starf vetrarins. Öllum, ungum sem öldnum, er boðið að koma í Smárann og kynnast því hvað karfan hefur upp á að bjóða. Iðkendur munu sýna listir sýnar, landsliðsmenn mæta á svæðið og verða með leiki fyrir krakka.

 • Íþróttir
  Tímatöflur vetrarins hjá bandýdeild HK

  Tímatafla vetrarins hjá bandýdeild liggur fyrir! Öllum er velkomið að koma og spila með í vetur. Engrar fyrri bandýkunnáttu er krafist og allur bandýbúnaður fæst lánaður. Byrjendur í stráka- og stelpuflokki borga engin æfingagjöld í vetur og mjög lág gjöld fyrir eldri iðkendur í þeim flokki. Einnig lág æfingagjöld í fullorðinsflokkum. Nákvæmar...

 • Íþróttir
  Ólafur Kristjánsson mjög ósáttur eftir tap gegn Fylki (Viðtal)

  Ólafur Kristjánsson, þjálfari Breiðabliks, var mjög ósáttur með frammistöðu og hugarfar leikmanna sinna í 4-1 tapi gegn Fylki. sport.is  

 • Íþróttir
  Handboltavertíðin að byrja.

  Það er farið að dimma og það þýðir aðeins eitt. Fólk er farið að henda bolta sin á milli og reyna gegnumbrot. Handboltavertíðin hófst formlega nú um helgina þegar UMSK mótið fór fram í Digranesi. HK-ingar höfðu veg og vanda af mótinu að þessu sinni. Við hittum Víði Reynisson, formann handknattleiksdeildar HK,...

 • Íþróttir
  Bandý er nýjasta æðið í dag.

  Bandý er ný íþróttagrein hér á landi sem nýtur sívaxandi vinsælda fyrir fólk á öllum aldri. Margir muna eftir þessari íþrótt frá því í leikfimistímunum í gamla daga en nú er íþróttin orðin það vinsæl að sérstök Bandý deild hefur verið stofnuð innan HK. Við kíktum inn á Bandý æfingu hjá HK...

 • Mannlíf
  Tíu gömul og góð húsráð:

  Tímaritið Hús og Híbýli gaf út árið 1985 stórskemmtilegan bækling með góðum húsráðum, undir heitinu: „Ráð undir rifi hverju.“ Við leyfum okkur að endurbirta nokkur vel valin húsráð hér til gamans og látum lesendum eftir um að dæma hvaða ráð hafa staðist tímans tönn: 1. Að geyma rakan þvott Þegar þvottur er...

 • Fréttir
  Líf og fjör á Hamraborgarhátíð

  Sölubás Regnbogabarna er áberandi á Hamraborarhátíðinni í ár en það er enginn annar en Glanni glæpur sem...

 • Mannlíf
  Hamraborgarhátíð í fullum gangi.

  Staðurinn til að vera á núna er Hamraborg í Kópavogi þar sem allt iðar af mannlifi. Kópavogsbúar taka til úr geymslunum og selja beint úr skottinu á bílum sínum. Von er á misheppnuðum töframanni og Sirkus Íslands sem verður með sýningu innan skamms.

 • Fréttir
  Nýr þjónustukjarni fyrir fatlaða í vesturbænum.

  Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri, vígði í dag nýjan þjónustukjarna fyrir fatlaða í vesturbæ Kópavogs. Í nýja húsnæðinu eru innréttaðar fjórar íbúðir sem og aðstaða fyrir starfsmenn sem veita íbúunum þjónustu allan sólarhringinn. Húsnæðið var að hluta til í eigu bæjarins en keypt að öllu leyti seinni hluta síðasta árs í þeim tilgangi...

 • Fréttir
  Hjálparsveit skáta í Kópavogi í viðbragðsstöðu vegna hvassviðris.

  Tré rifna upp með rótum og lausir munir fjúka út um allt í hvassviðri sem nú gengur yfir hér syðra. Fólk er beðið um að hafa gætur á og huga að lausamunum í sínu nánasta nágrenni. Hjálparsveit skáta í Kópavogi er ávalt viðbúin ef á þarf að halda. Nokkur útköll hafa verið...

 • Fréttir
  Fínu veðri spáð fyrir Hamraborgarhátíð á morgun.

  Veðurstofan spáir sól á morgun og 11 stiga hita en dálítið hvössu veðri. Það er nú ekkert sem íbúar og verslunareigendur í Hamraborg ættu að kippa sér upp við, enda öllum veðrum og vindum vön. Að sögn veðurfræðings á vaktinni hjá Veðurstofu Íslands sem við ræddum við í dag, verður stormurinn búinn...

 • Fréttir
  Glæsileg sýning á verkum Jóhönnu Kristínar Yngvadóttur Hraunfjörð í Gerðarsafni.

  Glæsileg sýning á verkum Jóhönnu Kristínar Yngvadóttur Hraunfjörð verður opnuð í Gerðarsafni laugardaginn 31. ágúst klukkan þrjú. Sýningarstjórar eru Guðbjörg Kristjánsdóttir, forstöðumaður Gerðarsafns, og Guðrún Atladóttir, hönnuður og menningarmiðlari. Til sýnis eru fjörutíu og fimm verk í opinberri eigu og einkaeigu eftir þennan framúrskarandi listmálara. Jóhanna Kristín átti við heilsuleysi að stríða...