• Íþróttir
  Æfingatafla: Karate Breiðablik.

    Framhaldsflokkar Æfingar á haustönn hefjast í framhaldsflokkum mánudaginn 26. ágúst. Byrjendaflokkar haust 2013 Æfingar hefjast miðvikudaginn 4. september í byrjendaflokki barna. Miðhópurinn byrjar 2. september á æfingu með Ungl. 2. flokki. Elstu byrjendur byrja 3. september. Byrjendur þurfa að skrá sig fyrirfram HÉR. Allir byrjendur fá 1-2 fría prufutíma! Sjá upplýsingar HÉR um æfingagjöld....

 • Íþróttir
  Æfingar hefjast í handboltanum hjá HK á mánudag 26. ágúst

  Handboltaæfingar hefjast aftur mánudaginn 26. ágúst samkvæmt æfingatöflu. Upplýsingar um æfingatíma og þjálfara má finna undir viðkomandi flokk á heimasíðunni. ATH að æfingar í Kársnesi hefjast mánudaginn 2. september. Allar nánari upplýsingar gefur Hilmar Guðlaugsson yfirþjálfari hilmarghk.is Allir iðkendur, bæði þeir sem eru að byrja að æfa og þeir sem hafa æft áður...

 • Íþróttir
  Bikarkeppni 15 ára og yngri á Kópavogsvelli á sunnudag.

  Alls eru 12 lið og 188 keppendur skráðir til þátttöku í Bikarkeppni FRÍ 15 ára og yngri sem fram er sunnudaginn 25. ágúst á Kópavogsvelli. Lið koma frá öllum landshlutum. Sex lið eru af höfuðborgarsvæðinu og önnur sex utan þess. Vesturland keppir undir nafni Sam Vest og mætir til leiks í fyrsta...

 • Fréttir
  1,2 milljónir króna hafa safnast í minningarjóð Líknardeildar Kópavogs í Reykjavíkurmaraþoni.

  Nú fer hver að verða síðastur að koma sér í form fyrir Reykjavíkurmaraþon og safna áheitum. Hlauparar sem safna áheitum fyrir minningarsjóð Líknardeildarinnar í Kópavogi hafa nú safnað rúmum 1,2 milljónir króna. Selma Lind Árnadóttir, hleypur í minningu föður síns, og hefur safnað mestu – 375.000 krónum. Hægt er að heita á...

 • Fréttir
  Eik kaupir Smáratorg.

  Fasteignafélagið Eik skrifaði í dag undir kaupsamning við fasteignafélagið SMI ehf um kaup Eikar á rúmlega sextíu og tvö þúsund fermetrum af atvinnuhúsnæði í Kópavogi og á Akureyri. Þetta kemur fram á visi.is Um er að ræða fasteignirnar við Smáratorg í Kópavogi auk fasteigna á Gleráreyrum og við Dalsbraut á Akureyri. Samningurinn er...

 • Íþróttir
  Bikarúrslit kvenna á morgun viðtal við Gretu Mjöll

  Úrslitaleikur kvenna í Borgunarbikarnum fer fram á morgun á þjóðaleikvangnum í Laugardal.     sport.is

 • Fréttir
  Alvogen tekur yfir aðra hæð í Turninum.

  Alþjóðlega lyfjafyrirtækið Alvogen, sem er með starfsemi sína í Turninum í Kópavogi, heldur áfram að byggja upp starfsemi sína hér á landi og hafa þeir nú tekið yfir aðra hæð í Turninum fyrir skrifstofur sínar, að því er fram kemur í tilkynningu frá Markaðsstofu Kópavogs. Tæplega 40 starfsmenn hafa verið ráðnir á...

 • Mannlíf
  Innlit til Lovísu Ólafsdóttur að Huldubraut 31

  Hjónin Lovísa Ólafsdóttir og Sævar Guðbergsson fengu viðurkenningu umhverfis- og samgöngunendar Kópavogs í ár fyrir endurgerð húsnæðis. Huldubraut 31, áður Kársnesbraut 56, var reist árið 1949 af Sigríði og Guðmundi Breiðfjörð. Lovísa og Sævar keyptu húsið árið 1991 og hafa staðið í framkvæmdum og endurgerð hússins allar götur síðan þá. Húsið var...

 • Fréttir
  Íþróttavagn HK aftur í gang.

  Skólastarf er að fara aftur í gang í bænum og þá byrjar skutlið með börnin fram og til baka út um allar trissur. Íþróttavagn HK ætti að létta undir skutlið en hann byrjar aftur að ganga á mánudaginn . HK er með þrjár starfsstöðvar víðsvegar um bæinn, í Fagralundi, Digranesi og Kórnum....

 • Fréttir
  Umhverfisviðurkenningar Kópavogs veittar.

  Allt frá árinu 1964 hefur Kópavogsbær veitt umhverfisviðurkenningar í bænum. Í byrjun voru veittar viðurkenningar fyrir snyrtilegt umhverfi, fallegustu garðana eða lóðir bæjarins en nú geta einstaklingar, félagasamtök og/eða fyrirtæki fengið viðurkenningar fyrir framlög sín til umhverfismála. Veitt eru viðurkenningar fyrir umhirðu húss og lóðar, endurgerð húsnæðis, frágang húss og lóðar á...

 • Fréttir
  Lindasmári 18-54 er gata ársins í Kópavogi (myndband):

  Gata ársins í Kópavogi fyrir árið 2013 er Lindasmári 18-54. Gatan er öll hin glæsilegasta þar sem íbúar hafa lagt mikla rækt í einkagarða ásamt því að halda sameiginlegu svæði vel hirtu og snyrtilegu, segir í umsögn umhverfis- og samgöngunefndar, en viðurkenningin var veitt íbúum við götuna við hátíðlega athöfn í dag....

 • Fréttir
  Ljóð dagsins

  Ljóð dagsins er um jákvæðni: Fleiri skemmtileg ljóð eru á síðu höfundar, Ragnheiðar Jóndsóttur, sem heitir Visukorn og ljóð: https://www.facebook.com/VisukornOgLjod

 • Íþróttir
  Jerry Lewis í Breiðablik (myndband).

  Körfuknattleiksdeild Breiðabliks hefur komist að samkomulagi við Jerry Lewis Hollis um að leika með liðinu á komandi tímabili. Jerry er 197 cm hár Bandaríkjamaður sem lék með Hamri í Hveragerði við góðan orðstýr á síðasta tímabili. Hann er fjölhæfur leikmaður sem getur leyst ýmsar stöður á vellinum og skoraði rúm 23 stig...

 • Fréttir
  Tómstunda- og íþróttastyrkir í Kópavogi hækka.

  Styrkur til niðurgreiðslu á gjöldum vegna íþrótta- og tómstundaiðkunar barna og unglinga hækkar nú í haust hjá Kópavogsbæ. Einnig nær hann nú til átján ára ungmenna en áður var aldurshámarkið sautján ár. Styrkur fyrir eina íþrótta- eða tómstundagrein hækkar úr 12 þúsund krónum í 13.500 krónur en hægt er að fá styrki vegna...

 • Fréttir
  Hamraborgin há og fögur (syngið með).

  Dokið við og ekki fara langt því laugardaginn 31. ágúst verður Hamraborgarhátíðin haldin, fjórða árið í röð. Vel þekkti götumarkaðurinn „Beint úr skotti“ verður á sínum stað ásamt kynningum og viðburðum á vegum íþróttafélaga. Íþróttafélagið Glóðin verður með pönnukökubaksturskeppni, verslanir og þjónustufyrirtæki verða með kynningar og tilboð eins og fyrri ár og...

 • Fréttir
  Geitungabú til sýnis í Bókasafni Kópavogs.

  Geitungarnir hafa verið það sjaldséðir í sumar að Bókasafn Kópavogs heldur nú sérstaka sýningu á þeim. Um er að ræða svokallaða „smásýningu“ á munum í eigu starfsmanna og velunnara safnsins.       Nú er átaksverkefninu „sumarlestri barna“ að ljúka á Bókasafni Kópavogs. Í dag kl. 16:30 verður uppskeruhátið í Aðalsafni í...