• Fréttir
  Frúin grætur í ljótri Auðbrekku. „Ljótasta gata höfuðborgarsvæðisins.“

  Íbúar við Auðbrekku segjast vera búnir að fá nóg af skammtímahugsun og ráðaleysi bæjaryfirvalda við að fegra og gera götuna mannlegri. Auðbrekkan er í hugum margra eins og „andlit Kópavogs út á við“ þar sem margir á leið í Garðabæ og Hafnarfjörð keyra framhjá henni og geta ekki annað en tekið eftir...

 • Íþróttir
  5. flokkur HK sigraði Olísmótið í fótbolta.

  Nokkrir kátir 5.flokks strákar í knattspyrnu komu við í Fagralundi í dag með bikar sem þeir unnu á Olísmótinu á Selfossi um helgina. Bikarnum var komið fyrir í bikarskápnum – sem er orðinn úttroðinn af bikurum og viðurkenningum sem ungir og efnilegir íþróttamenn hafa aflað fyrir félagið. -af facebook síðu HK. 

 • Fréttir
  Heiðurs Bliki fallinn frá.

  Konráð O. Kristinsson, eða Konni – eins og flestir Blikar þekktu hann – er fallinn frá, 93 ja ára að aldri. Konni var einn af frumherjum stuðningsmanna knattspyrnudeildar UBK. Hann byrjaði að fylgjast með Blikaliðinu upp úr 1970 þegar synir hans fóru að æfa með félaginu. Smám saman fór hann að taka...

 • Ljósmyndir
  Söguhornið: Kópavogsbörn í lítt numdu landi.

  Saga Kópavogs er merkilegt heimildarrit sem gefið var út í þremur bindum árið 1990 af Lionsklúbbi Kópavogs. Verkinu var ritstýrt af Árna heitnum Waag sem margir Kópavogsbúar muna eftir. Þessi skemmtilega mynd af börnum að leik í lítt numdu landi Kópavogs er líklega tekin einhverstaðar á tímabilinu 1950-1960. Myndin er tekin nálægt...

 • Íþróttir
  O – O í Krikanum

    Viðtal við Ólaf þjálfara Breiðabliks. sport.is

 • Íþróttir
  17 mörk í fótboltaleik í fjórðu deildinni. Stórsigur Ýmis, 14:3.

  Það gerist ekki oft að 17 mörk eru skoruð í sama fótboltaleiknum, en það gerðist þó í 4. deildinni á dögunum þegar lið Ýmis rótburstaði lið Ísbjarnarins 14:3. Þeir Samúel Arnar Kjartansson og Hreinn Bergs skoruðu sín fimm mörkin hvor. Þetta er stærsti sigur Ýmis á Íslandsmóti frá upphafi en staðan var...

 • Aðsent
  Kópavogsfréttir nú líka sem „app“ í farsímum.

  Allar nýjustu fréttir frá Kópavogi má nú nálgast í gegnum Google Play vefversluna fyrir Android síma. Einfaldlega leitið að „kfrettir“ eða „Kópavogsfréttir“ á Google Play vefsíðunni (www.play.google.com) til að hlaða niður ókeypis smáforriti til að nálgast nýjustu uppfærslur Kópavogsfrétta. Njótið vel!

 • Fréttir
  Tillaga að nýju aðalskipulagi Kópavogs.

  Inni á vef Kópavogsbæjar hefur nú verið birt tillaga að nýju Aðalskipulagi bæjarins fyrir árin 2012 til 2024. Athugasemdum og ábendingum skal skila skriflega til skipulags- og byggingardeildar í Fannborg 6, 200 Kópavogi, eða á netfangið: adalskipulag@kopavogur.is eigi síðar en kl. 15:00 föstudaginn 20. september 2013.  Hver sá sem telur sig eiga hagsmuna...

 • Mannlíf
  Götumarkaðsstemning í Smáralind um helgina.

  Smáralind þurfti að tæma í gær vegna þess að brunavarnarkerfið fór í gang vegna reyks. Líklega kviknaði í út frá rafmagni en engin hætta skapaðist og engum varð meint af. Engum verður heldur meint af götumarkaðnum sem nú er í gangi í Smáralind. Útsölunni lýkur nú um helgina þar sem fullt af...

 • Fréttir
  80-100 auðar íbúðir í Kópavogi í eigu ÍBL og bankanna? Vill húsnæðislánakerfið eða hluta þess niður á sveitarstjórnarstigið.

  Vel á annað þúsund íbúðir um allt land standa auðar sem eru í eigu Íbúðalánasjóðs og bankanna, samkvæmt nýlegum fréttum. Hlutfallslega gæti það þýtt um 80-100 auðar íbúðir í Kópavogi, að mati Hjálmars Hjálmarssonar, bæjarfulltrúa Næst besta flokksins í Kópavogi. Samkvæmt tölum frá Jöfnunarsjóði sveitarélaga fer fólki ört fjölgandi sem þiggur sérstakar...

 • Íþróttir
  Blikastelpur töpuðu í kvöld.

  Valur vann Blika 3-0 á heimavelli í gríðarlega mikilvægum leik. Það var boðið upp á mikla baráttu í fyrri hálfleik en ekkert mark kom og var staðan var 0-0 þegar dómarinn blési til leikhlés. Fjörið var því mest allt í seinni hálfleiknum en fyrsta markið kom eftir 66. mínútna leik og var...

 • Íþróttir
  HK á toppinn.

  HK-ingar komust í kvöld á toppinn í 2. deild karla með því að vinna Reynismenn 4:1 á N1-vellinum í Sandgerði, í 15. umferð deildarinnar. Guðmundur Atli Steinþórsson og Ásgeir Marteinsson skoruðu sín tvö mörkin hvor. HK er þá komið með 30 stig í efsta sætinu en KV er með 28 stig og mætir Hetti á laugardaginn....

 • Íþróttir
  Blikar klikkuðu á fjórum vítum í vítakeppni og eru úr leik

  Breiðablik er úr leik í Evrópudeildinni en leikurinn fór í framlengingu og vítakeppni. Blikar klikkuðu á 4 af 5 vítum í vítakeppni og það sá til þess að Aktobe komst áfram en Blikar sitja eftir í ár. Sorglegt! Breiðablik byrjaði leikinn af krafti og sótti á mark Aktobe en það var ljóst...

 • Íþróttir
  Bæjarráð Kópavogs undrast breytt leikjafyrirkomulag.

  Blikar undirbúa sig nú af kappi fyrir einn mikilvægasta leik í sögu knattspyrnudeildar félagsins sem fram fer á Laugardalsvellinum í kvöld klukkan 20. Breiðablik mætir þá Aktobe frá Kasakstan í seinni leiknum í þriðju umferð undankeppni Evrópudeildarinnar.     Bæjarráð Kópavogs kom saman til fundar í morgun og sendi frá sér svohljóðandi...

 • Íþróttir
  Einar Vihjálmsson,spjótkastari: „Sindri Hrafn er eitt mesta efni sem komið hefur fram.“

  Meistaramót Íslands í frjálsum, 15 – 22 ára, á Kópavogsvelli um helgina. Einn efnilegasti spjótkastari sem komið hefur fram hér á landi, Sindri Hrafn Guðmundsson, verður á meðal keppenda á Meistaramóti Íslands í frjálsum íþróttum, 15 – 22 ára, sem fram fer á Kópavogsvelli um helgina. Sindri, sem kastar spjótinu eins langt...