• Fréttir
  Kynningarfundur um nýtt aðalskipulag.

  Skipulagsnefnd Kópavogs boðar til kynningarfundar með íbúum og öðrum hagsmunaaðilum í Kópavogi þar sem kynnt verður tillaga að nýju aðalskipulagi fyrir bæinn. Fundurinn verður haldinn í samkomusal Hörðuvallaskóla við Baugakór 38, fimmtudaginn 12. september kl. 17:00 til 18:30. Aðalskipulag er skipulagsáætlun þar sem fram kemur stefna bæjaryfirvalda um landnotkun, samgöngu- og þjónustukerfi,...

 • Aðsent
  Lista- og menningarráð gerir langtímasamning.

  Lista- og menningarráð Kópavogs hefur gert þriggja ára samninga við listamennina Björn Thoroddsen gítarleikara og Pamelu De Sensi. Lista- og menningarsjóður styrkir þar með menningarviðburði sem þau hafa haft frumkvæði að, um samtals 3 milljónir króna á ári. Björn fær styrk til að halda jazz- og blúshátíð í Salnum í Kópavogi og...

 • Fréttir
  Samgönguvikan í næstu viku. „Tært loft – þú átt leik.“

  Kópavogsbúar eru hvattir til að leggja einkabílnum og draga frekar fram göngustkóna og  strætókortið í Samgönguviku sem hefst í næstu viku. Samgönguvikan, sem rúmlega eitt þúsund borgir og bæir í Evrópu taka sameiginlega þátt í, er haldin til að vekja fólk til umhugsunar um umhverfi sitt og hvernig mismunandi samgöngumátar hafa áhrif...

 • Fréttir
  Nýtt gervigras lagt í Fífunni

  Iðnaðarmenn hafa undanfarnar vikur unnnið hörðum höndum að setja nýtt gervigras á knattspyrnuvöllinn í Fífunni. Stefnt er að því að opna höllina  í kringum 20. september, að því er fram kemur á blikar.is Grasið er af nýjustu kynslóð og segja fróðir að mun betra sé að keppa á þessu grasi en því...

 • Fréttir
  Náttúruminjasafn Íslands í Kópavoginn?

  Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri, hefur lagt til við Illuga Gunnarsson, mennta- og menningarmálaráðherra, að Náttúruminjasafn Íslands verði í Kópavogi og sameinist Náttúrufræðistofu Kópavogs undir sama þaki. Þetta kemur fram í Morgunblaðinu í dag. Fleiri sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu hafa lýst yfir áhuga á að hýsa Náttúruminjasafnið. Ásgerður Halldórsdóttir, bæjarstjóri á Seltjarnarnesi, hefur lýst því...

 • Mannlíf
  Kristján Guðmundsson, fyrrverandi bæjarstjóri, rifjar upp stærsta deilumál bæjarins við Reykjavík á síðari árum…og fær sér pylsu (myndband).

  Óhætt er að segja að deilan um lagningu Fossvogsbrautar þvert í gegnum Fossvogsdalinn sé eitt stærsta deilumál á milli Reykjavíkur og Kópavogs á síðari árum. Kristján Guðmundsson, sem var bæjarstjóri Kópavogs á árinum 1982 til 1990, man vel eftir málinu. Áætlað var að um 20 þúsund bílar myndu keyra eftir Fossvogsbrautinni á...

 • Mannlíf
  Svínabúskapur í Snælandinu: Stella og Pétur Sveinsbörn segja frá.

  Í síðsumarsgöngunni um Fossvogsdal í kvöld var komið við hjá Stellu og Pétri Sveinsbörnum sem sögðu frá...

 • Ljósmyndir
  Tæplega 100 manns í síðsumarsgöngu um Fossvogsdal og Snæland (myndir).

  Veðrið lék við göngufólk í fræðslugöngu – sem stundum er nefnd síðsumarsganga – sem haldin var í boði Umhverfis- og samgöngunefnar og Sögufélags Kópavogs. Lagt var stað frá Fagralundi, íþróttasvæði HK, og gengið um vestanverðan Fossvogsdal og Snælandshverfi.  

 • Fréttir
  Rekstrarafgangur Kópavogsbæjar er jákvæður um 652 milljónir króna, samkvæmt hálfs árs uppgjöri.

  Rekstrarafgangur Kópavogsbæjar er jákvæður um 652 milljónir króna, samkvæmt hálfs árs uppgjöri bæjarins, en áætlað var að hann yrði 63 milljónir króna. Þetta kemur fram í tilkynningu frá bænum. Munurinn skýrist fyrst og fremst af rúmlega 400 milljóna króna gengishagnaði og um 105 milljóna króna tekjum vegna úthlutunar á byggingarrétti fyrstu sex...

 • Fréttir
  Pediculus humanus capitis í kollum Kópavogsbúa?

  Nú þegar haustið gengur í garð og skólar hefjast á ný uppgötvast lúsasmit í mörgum kollum. Viðbrögð í leik- og grunnskólum við því er að senda forráðamönnum barna bréf til að láta vita af smiti í umhverfi barnanna og óska eftir að þeir kembi hár barnanna og annarra í fjölskyldum þeirra og...

 • Fréttir
  Beðið eftir bókasafni í MK.

  Framkvæmdum er að ljúka á bókasafninu í MK en verið er að vinna í að sameina það við tölvuþjónustuna í eitt upplýsingatækniver. Það verður formlega opnað 20. september á 40 ára afmæli skólans. Nemendur bíða í ofvæni eftir að komast þangað inn, eins og sjá má af mynd sem birt er á...

 • Mannlíf
  Sérstök Smáralindar útgáfa af NUDE Magazine gefin út í dag.

  Sérstök Smáralindar útgáfa af NUDE Magazine er gefin út í dag. Í tilkynningu frá Smáralind kemur fram að í blaðinu, sem er 84 blaðsíður að lengd, er fjallað um allt það helsta í haust- og vetrartískunni 2013. Glæsilegir tískuþættir sýna það nýjasta í dömu-, herra- og barnafatatískunni.  Þetta er í fyrsta skiptið sem...

 • Fréttir
  Edda Erlends, píanóleikari, opnar klassíska tónlistarröð í Salnum. Glæsileg dagskrá framundan.

  Unnendur klassiskra tóna geta farið að hlakka til því tónleikaröðin Klassík í Salnum er að fara að hefjast. Glæsilegir útgáfutónleikar píanóleikarans Eddu Erlendsdóttur verða 8 september. Edda er sögð einn fremsti píanóleikari okkar sem hefur haldið fjölda tónleika og tekið þátt í tónlistarhátíðum víða erlendis. Efnisskrár hennar spanna fyrstu verkin skrifuð fyrir...

 • Ljósmyndir
  Krakkar úr Kársnesskóla gengu yfir Fimmvörðuháls (myndir).

  Nítján hressir krakkar úr Kársnesskóla gerðu sér lítið fyrir og skelltu sér nýverið yfir Fimmvörðuhálsinn ásamt kennurum sem brugðu sér í hlutverk leiðsögumanna. Veður var blautt framan af, að því segir á vef skólans. En eftir nestisstopp í Baldursskála létti til. Uppi á hálsinum var hið besta veður og var gengið upp á...

 • Fréttir
  Skemmtilegasta busavígsla ársins? Stefnumótaleikur fyrir nýnema og grillpartí í MK.

  „Hefðbundnar“ busavígslur með tilheyrandi niðurlægingu nýnema heyrir sögunni til í Menntaskólanum í Kópavogi. Nemendur og kennarar við skólann voru sammála í ár að breyta til og bjóða frekar nýnema velkomna í skólann með því að grilla fyrir þá hamborgara og pylsur og fara í stefnumótaleik. „Það voru allir sammála um að gera...

 • Íþróttir
  Minningarmót: Styrktarmót íþrótta- og afrekssviðs GKG

  Nú er búið að opna fyrir skráningu á Minningarmóti GKG næstkomandi laugardag. Verðlaunin eru glæsileg og allur ágóði fer til styrktar afrekstarfi GKG. Mótið er haldið til minningar um fallna félaga í GKG. Síðustu ár hefur afreks- og íþróttastarf GKG gengið frábærlega. Afrakstur þessa starfs eru margir titlar og fjöldi öflugra kylfinga....