• Fréttir
  Glæsileg sýning á verkum Jóhönnu Kristínar Yngvadóttur Hraunfjörð í Gerðarsafni.

  Glæsileg sýning á verkum Jóhönnu Kristínar Yngvadóttur Hraunfjörð verður opnuð í Gerðarsafni laugardaginn 31. ágúst klukkan þrjú. Sýningarstjórar eru Guðbjörg Kristjánsdóttir, forstöðumaður Gerðarsafns, og Guðrún Atladóttir, hönnuður og menningarmiðlari. Til sýnis eru fjörutíu og fimm verk í opinberri eigu og einkaeigu eftir þennan framúrskarandi listmálara. Jóhanna Kristín átti við heilsuleysi að stríða...

 • Fréttir
  Kópavogsbær greiðir upp erlent lán.

  Kópavogsbær gekk í vikunni frá síðustu greiðslu af 35 milljóna evru láni frá Dexia-banka sem tekið var í maí 2008 til fimm ára. Þar með eru erlendar skuldir bæjarins óverulegar og gengissveiflur nánast úr sögunni. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Kópavogsbæ.  Lánið hjá Dexia var eingreiðslulán en vegna gjaldeyrishafta og gjaldeyrisskorts...

 • Íþróttir
  Ólafur Kristjánsson: „Ákváðum að vera ekki fórnarlömb.“

  Ólafur Kristjánsson, þjálfari Breiðabliks, var ánægður með sigur liðsins á Stjörnunni, 2:1, í hörkuleik í toppbaráttu Pepsídeildarinnar í gærkvöldi. Þetta var sex stiga leikur því Stjarnan gat með sigri komist upp í annað sæti en Blikar tryggt sig í fjórða sæti. Óli Kristjáns ræddi við fréttamenn eftir leikinn:

 • Íþróttir
  HK komið á topp 2. deildar eftir góðan sigur á Njarðvík.

  HK er komið í efsta sæti 2. deild karla i knattspyrnu eftir góðan sigur á Njarðvíkingum, 3:1, á grasvellinum í Fagralundi í gærkvöldi. Hörður Magnússon skoraði á 8. mínútu og Guðmundur Atli Steinþórsson á 38. mínútu og staðan var 2:0 í hálfleik. Njarðvíkingar minnkuðu muninn á 67. mínútu en Guðmundur Atli skoraði...

 • Fréttir
  „Ekkert vesen að vera með sölubás í Kópavogi,“ segir Stefán Karl.

  Regnbogabörn fengu 100 þúsund króna reikning frá Reykjavíkurborg á dögunum vegna sölubáss þeirra á Hinsegin dögum. Ekkert...

 • Íþróttir
  Hörkuleikur í Fagralundi í kvöld: HK-Njarðvík.

  „Þetta verður erfiður leikur því Njarðvíkingar hafa undanfarið sýnt einn mesta stöðugleikann í deildinni að undanförnu. Í síðustu sjö leikjunum hafa þeir unnið þrjá og gert fjögur jafntefli, og samt leikið við öll liðin í efri hluta deildarinnar nema okkur,“ sagði Gunnlaugur Jónsson þjálfari HK um mótherjana í samtali við HK-vefinn. „Njarðvíkingar...

 • Mannlíf
  Nútíma uppeldisaðferð?

  Fjarstýringin er ekki lengur helsta valdatæki heimilisins heldur gagnabeinirinn („routerinn“ í daglegu tali). Þetta er að minnsta kosti niðurstaða danskrar móður sem setti þessa mynd á vefinn á dögunum sem fer nú eins og eldur í sinu um netheima. Hún virðist hafa fengið nóg af iðjuleysi barns síns og skiptir daglega um...

 • Fréttir
  Hamraborgarhátíð á laugardaginn.

  Hamraborgarhátíðin verður haldin í fjórða sinn í Kópavogi laugardaginn 31. ágúst. Hamraborginni verður breytt í göngugötu þar sem Kópavogsbúar og aðrir gestir geta gert sér glaðan dag. Þar verður m.a. hægt að gera góð kaup á markaðnum „Beint úr skottinu“ og verslanir og önnur fyrirtæki verða með tilboð á vörum sínum og...

 • Aðsent
  Nýr stjórnandi Samkórs Kópavogs

  Friðrik S. Kristinsson hefur verið ráðinn til starfa sem stjórnandi Samkór Kópavogs. Friðrik er fæddur í Stykkishólmi þar sem hann hóf tónlistarnám en síðar lá leið hans í Tónskóla Þjóðkirkjunnar. Hann stundaði söngnám í Söngskólanum í Reykjavík og lauk þaðan einsöngs – og söngkennaraprófi  árið 1987. Friðrik á farsælan feril sem kórstjóri...

 • Mannlíf
  Ég var einu sinni feit, en mátti samt vera til.

  Ég veit ekki alveg hvað mér finnst um orðið feit. Ég hef alla tíð verið feimin við að nota það, mér var bannað að tala um fólk sem var í yfirþyngd sem feitt fólk. Ég mátti ekki benda á fólk í sundi sem var of feitt þegar ég var lítil. Ég held...

 • Mannlíf
  Innlit í verðlaunagarð Sigríðar og Guðmundar að Birkihvammi 7 (myndband):

  Hjónin Sigriður Bjarnadóttir og Guðmundur B. Kristmundsson fengu viðurkenningu umhverfis- og samgöngunefndar Kópavogs á dögunum fyrir Birkihvamm 7. Þau hafa búið í þessu fallega húsi frá árinu 1985 ásamt börnum sínum. Húsið var byggt á árunu 1954 – 1956. Það er hæð og ris og stendur nokkuð hátt, með góðu útsýni. Þegar...

 • Fréttir
  Lokað fyrir heita vatnið í Salahverfi vegna viðgerða í dag. Lokað í Salalaug.

  Það þýðir ekkert að skella sér í pottinn eða taka sundsprett í Salalauginni í dag. Hún er lokuð allavega til kl 17 í dag vegna þess að búið er að loka fyrir heita vatnið í Salahverfi vegna viðgerða. Opnað verður í Salalaug um leið og heita vatnið kemur aftur á.

 • Íþróttir
  UMSK Mótið 2013

  UMSK mótið í handbolta karla og kvenna fer fram dagana 29 ágúst – 1 september í íþróttahúsi HK í Digranesi. Á  mótinu leika þau lið sem eru innan raða UMSK en þau eru HK, Stjarnan, Grótta og Afturelding. Kvennamegin gátu Stjarnan og Grótta ekki tekið þátt þetta árið og koma inn í...

 • Aðsent
  „Má ég biðja kennara og skólastjórnendur um að fara vel með börnin.“

  Leikarinn og formaður Regnbogabarna Stefán Karl Stefánsson skrifaði þetta á facebook síðu sína gær: Jæja, þá byrja...

 • Mannlíf
  Gulli markmaður á sér uppáhalds stað í Kópavogi (myndband):

  Gunnleifur Gunnleifsson, markvörður Breiðabliks og landsliðsins í knattspyrnu, á sér sinn uppáhalds stað í Kópavogi. Staðurinn þarf sosum ekkert að koma neinum á óvart sem þekkja hvar Gulli steig sín fyrstu skref á knattspyrnuvellinum.  

 • Íþróttir
  Breiðablik bikarmeistarar (myndband)

  Breiðablik varð um helgina bikarmeistari kvenna í knattspyrnu í ár. Þær sigruðu lið Þórs/KA í úrslitaleik með tveimur mörkum gegn einu.  Rakel Hönnudóttir, fyrrverandi leikmaður Þórs/KA, tryggði Blikum sigurinn með öðru marki liðsins um hálftíma fyrir leikslok. Heiðar Bergmann Heiðarsson heldur úti stórskemmtilegu myndbandabloggi á blikar.is/tv og setti saman þetta myndband í tilefni...