• Fréttir
  Umhverfisviðurkenningar Kópavogs veittar.

  Allt frá árinu 1964 hefur Kópavogsbær veitt umhverfisviðurkenningar í bænum. Í byrjun voru veittar viðurkenningar fyrir snyrtilegt umhverfi, fallegustu garðana eða lóðir bæjarins en nú geta einstaklingar, félagasamtök og/eða fyrirtæki fengið viðurkenningar fyrir framlög sín til umhverfismála. Veitt eru viðurkenningar fyrir umhirðu húss og lóðar, endurgerð húsnæðis, frágang húss og lóðar á...

 • Fréttir
  Lindasmári 18-54 er gata ársins í Kópavogi (myndband):

  Gata ársins í Kópavogi fyrir árið 2013 er Lindasmári 18-54. Gatan er öll hin glæsilegasta þar sem íbúar hafa lagt mikla rækt í einkagarða ásamt því að halda sameiginlegu svæði vel hirtu og snyrtilegu, segir í umsögn umhverfis- og samgöngunefndar, en viðurkenningin var veitt íbúum við götuna við hátíðlega athöfn í dag....

 • Fréttir
  Ljóð dagsins

  Ljóð dagsins er um jákvæðni: Fleiri skemmtileg ljóð eru á síðu höfundar, Ragnheiðar Jóndsóttur, sem heitir Visukorn og ljóð: https://www.facebook.com/VisukornOgLjod

 • Íþróttir
  Jerry Lewis í Breiðablik (myndband).

  Körfuknattleiksdeild Breiðabliks hefur komist að samkomulagi við Jerry Lewis Hollis um að leika með liðinu á komandi tímabili. Jerry er 197 cm hár Bandaríkjamaður sem lék með Hamri í Hveragerði við góðan orðstýr á síðasta tímabili. Hann er fjölhæfur leikmaður sem getur leyst ýmsar stöður á vellinum og skoraði rúm 23 stig...

 • Fréttir
  Tómstunda- og íþróttastyrkir í Kópavogi hækka.

  Styrkur til niðurgreiðslu á gjöldum vegna íþrótta- og tómstundaiðkunar barna og unglinga hækkar nú í haust hjá Kópavogsbæ. Einnig nær hann nú til átján ára ungmenna en áður var aldurshámarkið sautján ár. Styrkur fyrir eina íþrótta- eða tómstundagrein hækkar úr 12 þúsund krónum í 13.500 krónur en hægt er að fá styrki vegna...

 • Fréttir
  Hamraborgin há og fögur (syngið með).

  Dokið við og ekki fara langt því laugardaginn 31. ágúst verður Hamraborgarhátíðin haldin, fjórða árið í röð. Vel þekkti götumarkaðurinn „Beint úr skotti“ verður á sínum stað ásamt kynningum og viðburðum á vegum íþróttafélaga. Íþróttafélagið Glóðin verður með pönnukökubaksturskeppni, verslanir og þjónustufyrirtæki verða með kynningar og tilboð eins og fyrri ár og...

 • Fréttir
  Geitungabú til sýnis í Bókasafni Kópavogs.

  Geitungarnir hafa verið það sjaldséðir í sumar að Bókasafn Kópavogs heldur nú sérstaka sýningu á þeim. Um er að ræða svokallaða „smásýningu“ á munum í eigu starfsmanna og velunnara safnsins.       Nú er átaksverkefninu „sumarlestri barna“ að ljúka á Bókasafni Kópavogs. Í dag kl. 16:30 verður uppskeruhátið í Aðalsafni í...

 • Mannlíf
  Kópavogsheilsan: Fúsleiki til að hreyfa sig á réttum forsendum.

  Ég hitti konu í sundi um daginn sem sagði mér að hún gæti orðið ekkert hreyft sig vegna gigtar og stirðleika. Hún væri orðin bakveik og alltof þung og einu skiptin sem henni liði vel væri í sundi. Hún hvíslaði því að mér að ef hún hefði hreyft sig sem ung kona,...

 • Fréttir
  Elfar Árni: „Leiðinlegt að hafa eyðilagt leikinn.“

  Elfar Árni Aðalsteinsson, sóknarmaður Breiðabliks, sem endurlífga þurfti á Kópavogsvelli í gær vegna slæms höfuðhöggs sem hann hlaut í leik gegn KR, er kominn heim til sín aftur eftir stutta legu á spítala. Hann segist þakklátur öllum þeim sem voru á vettvangi og fyrir aðhlynninguna sem hann fékk á Landspítalanum. Líklega sé...

 • Mannlíf
  Uppáhalds staðurinn í Kópavogi: Sr. Sigurður Arnarson, sóknarprestur í Kársnesprestakalli.

  Nú er komið að Sr. Sigurði Arnarsyni, sóknarpresti í Kársnesprestakalli, að fræða okkur um uppáhalds staðinn sinn í Kópavogi – sem er að sjálfsögðu sjálf Kópavogskirkjan. Það sem vekur einna mesta eftirtekt við kirkjuna er að flest listaverkanna sem þar eru, eru eftir konur.

 • Fréttir
  Sneiðmyndataka kom vel út hjá Elfari Árna

  Vefmiðillinn 433.is greinir frá því að Elfar Árni, leikmaður Breiðabliks sem flytja þurfti í skyndingu á Landspítalann í dag við upphaf leiks gegn KR, hefur farið í sneiðmyndatöku þar sem í ljós kom að ekki hafði blætt inn á heila. Þá er Elfar með fulla meðvitund. Elfar fékk þungt höfuðhögg í leik...

 • Fréttir
  Lífgunartilraunir á Kópavogsvelli. Elfar Árni, leikmaður Breiðabliks, fluttur á Landspítala.

  Þögn sló á áhorfendur á leik Breiðabliks og KR í kvöld þegar, eftir aðeins fjögurra mínútna leik, að Elfar Árni Aðalsteinsson, leikmaður Breiðabliks, lá óvígur á vellinum eftir samstuð við leikmann KR. Eftir lífgunaraðgerðir á vellinum var látið vita að Elfar Árni væri kominn með eðlilegan púls. Elfar var fluttur með sjúkrabifreið...

 • Aðsent
  Englar í Kópavogskirkju.

  Í Kópavogskirkju eru oft haldnar tímabundnar myndlistarsýningar barna úr nærliggjandi hverfum. Ein slík sýning er nú í gangi. Um er að ræða myndlistarsýningu krakka sem voru í öðrum bekk Kársnesskóla síðasta vetur. Verkin eru af englum sem eru innblásin af verkum Gerðar Helgadóttur, glerlistakonu. Litagleðin ræður svo sannarlega ríkjum í englamyndum barnanna....

 • Fréttir
  Gréta Mjöll fór fyrir sínu liði

  Það voru tveir leikir á dagskrá í pepsi deild kvenna í kvöld þar sem Breiðablik rótburstaði Þrótt Reykjavík. Gréta Mjöll Samúelsdóttir var hetja Breiðabliks í stór sigri liðsins á Þrótt Reykjavík, 5-0,  á Kópavogsvelli í kvöld. Fyrsta markið skoraði Gréta Mjöll eftir 25 mínútna leik og svo 20 mínútum seinna bætti hún...

 • Íþróttir
  Úr myndasafninu: Kristinn Jakobsson, dómari.

  Bikarúrslitaleikur karla í fótbolta er á milli FRAM og Stjörnunar á laugardaginn. Dómari leiksins er enginn annar en Kristinn Jakobsson, sem uppalinn er í Kópavogi. Kristinn gerði garðinn frægan með ÍK hér á árum áður og lék með liðinu í yngri flokkunum áður en hann fór að einbeita sér að dómgæslunni með...

 • Fréttir
  Ein best rekna heilsugæslustöð landsins er í Kópavogi.

  Einkarekna heilsugæslan í Salahverfi í Kópavogi er ein best rekna heilsugæslustöð landsins, að mati nefndar á vegum Heilbrigðisráðuneytisins sem nýverið framkvæmdi úttekt á rekstri heilsugæslustöðva í landinu.   Skýrsluhöfundum fannst reksturinn á heilsugæslustöðinni í Salahverfi vera frammúrskarandi á meðan aðrar heilsugæslustöðvar í landinu keyrðu oftar en ekki fram úr fjárlögum.  Í úttektinni á...