Ingólfur Arnarson, fjármála- og hagsýslustjóri Kópavogs, segir sígandi lukku vera besta en ljóst er að aðhaldsaðgerðir og hagræðingar síðustu ára séu nú farnar að skila sér. Íslenska lánshæfismatsfyrirtækið Reitun ehf. hækkaði nýverið lánshæfismat Kópavogsbæjar úr B í B+ með stöðugum horfum. Kópavogsbær er sagður hafa unnið vel úr afleiðingum efnahagshrunsins og að...
Breiðablik fagnaði í dag sigri á Shellmótinu í Vestmannaeyjum eftir sigur á Þór frá Akureyri í úrslitaleiknum. Leiknum lyktaði með 3-0 sigri Blika en hann fór fram á Hásteinsvelli. Magnús Þórisson, einn fremsti dómari landsins, dæmdi leikinn. Lið Breiðabliks skipuðu: Anton Logi Lúðvíksson, Börkur Darri Hafsteinsson, Danijel Dejan Djuric, Gunnar Snær Mogensen,...
Kópavogsbryggjan er ein af þessum týndu perlum í Kópavogi sem margir eiga ennþá eftir að uppgötva. Listamenn hafa aðstöðu í nágrenninu og svo er hægt að renna fyrir fisk frá brúnni, eins og þessi fjölskylda var að gera þegar ljósmyndari okkar átti leið þar framhjá á dögunum. Ungur veiðimaður á Kópavogsbryggju.
Ég hef aldrei verið góð í stærðfræði, það er líka bara allt í lagi. Ég var góð í íslensku. Ég man þegar ég var lítil og látin reikna upp dæmi á töflunni. Mikið fannst mér það skelfileg tilhugsun og eitt sinn varð ég stjörnuvitlaus, stóð bara stjörf upp á töflu í langan...
Steinunn Lilja Heiðarsdóttir, sauðfjárbóndi að Haukholtum í Hrunamannahreppi, gerði sér lítið fyrir og dúxaði verknámið í MK í ár. Steinunn, sem útskrifaðist sem matreiðslumaður, hlaut 8,9 í meðaleinkunn. „Ég var að burðast með gamlar syndir, frá því ég hóf mitt menntaskólanám á árum áður, annars hefði nú einkuninn orðið hærri,“ segir Steinunn...
-Blóði drifin örlagasaga þar sem síðasta aftakan í Kópavogi fór fram. Kópavogslækurinn komst í fréttirnar á dögunum þegar hann litaðist hvítur af mengun sem varð vegna viðhaldsframkvæmda verktaka á bílageymslu í Seljahverfi. „Þessi hvíti litur í læknum er nú ekkert miðað við blóði drifna sögu hans,“ varð vegfaranda að orði eftir...
„Það eru talsverðar flækjur framundan hjá erfingjum Vatnsendalandsins,“ segir Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri Kópavogs í samtali við Kópavogsfréttir. „Það breytir því ekki að við erum eigendur að landi uppi í Vatnsenda og það stendur fyrir dyrum að brjóta þar nýtt land fyrir ný hverfi. Við munum halda okkar striki í því og...
Lena Katarina Lobers er af þýskum ættum, fædd á Íslandi árið 1994 og dúxaði bóknámsbraut MK í ár af Viðskipta- og hagfræðibraut. „Ég byrjaði á málabraut en stærðfræðin átti betur við mig þannig að ég skipti fljótlega yfir. Systir mín hafði líka verið á viðskipta- og hagfræðibraut svo það hafði einhver áhrif...
Það er varla til það beð á opnu svæði í Kópavogi sem unglingar á vegum Vinnuskóla Kópavogs láta sig ekki varða. Nú er allt komið á fullt við að hirða skólalóðir, opin svæði og göngustíga. Um 65 hópar ásamt flokkstjórum láta hendur standa fram úr ermum út um allan bæ. Oft eru...
Allir fengu blöðru, pylsu og djús í fyrstu sameiginlegu sumarhátíð leikskólanna Álfatúns, Grænatúns og Furugrund sem nýlega fór fram við Fagralund. Lúðrasveit Kópavogs blés í skrúðgöngu og svo var farið í leiki og grillað ofan í mannskapinn. Ríkey Hlín Sævarsdóttir, einn skipuleggjanda, segir að um sex hundruð manns hafi mætt og að...
Baráttan við illgresið og blómfífla er hafin á ný í görðum Kópavogsbúa; einkum og sér í lagi í neðanverðum Fossvogsdalnum þar sem íbúar segja að grasið spretti fyrr og ákafar en víða annars staðar á landinu vegna veðursældarinnar. Við kíktum í heimsókn til Erlu Ingólfsdóttur, íbúa við Reynigrund, sem segist vera á...
SuperSub á Nýbýlaveginum er nú með til sölu bókamerki sem seld eru til stuðnings Guðrúnar Nönnu Egilsdóttur sem haldin er sjúkdómnum Spinal Muscular Atrophy (SMA). Sjúkdómurinn orsakast af genagalla, sem veldur dauða taugaenda við mænu og eru einkenni hans vaxandi máttleysi. Engin meðferð er til við sjúkdómnum í dag, en vonir eru...
Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri, tók nýlega fyrstu skóflustungu að byggingu nýs 16 íbúða fjölbýlishúsi þar sem KRON, mjólkurbúð, fiskbúð, Tempó innrömmun og síðar STÁ vídeóleiga og sjoppa voru áður til húsa. Húsið stóð lengi autt áður en það var rifið og var lítil bæjarprýði. Staðsetningin gæti þó ekki verið betri, í hjarta...
Kópavogsbúar voru ekkert að láta smá rigningarúða hafa áhrif á góða skapið og komu saman til hátíðahalda á Rútstúni 17. júní. Margt var um manninn eins og myndirnar bera með sér.
HK bar sigurorð af Haukum í hörkuleik í Fagralundi í kvöld, 2:1, í B-riðli 2.flokks karla í knattspyrnu. Jafnt var með liðunum í hálfleik en þrátt fyrir aragrúa marktækifæra Haukanna tókst þeim ekki að pota boltanum í netið. Sigurmark HK kom undir lok leiksins og eru HK-strákarnir nú komnir á beinu brautina...
Facebook
Instagram
YouTube
RSS