• 2006
  • 2007
  • 2008
  • 2009
  • 2010
  • 2011
  • 2012
  • 2013
  • 2014
  • 2015
  • 2016
  • 2017
  • 2018
  • 2019
  • 2020
  • Home
  • Latest News
  • Ljósmyndir
  • Smáauglýsingar
  • Tölublöð
  • Um Kópavogsblaðið
Kópavogsblaðið
  • Heim
  • Fréttir
    • Mannlíf
    • Íþróttir
    • Menning
    • Fyrirtæki
  • Aðsent
  • Um Kópavogsblaðið
  • Tölublöð
  • Facebook

  • Instagram

  • YouTube

  • RSS

Aðsent

Persónunjósnir Sjálfstæðismanna í Kópavogi

Persónunjósnir Sjálfstæðismanna í Kópavogi
ritstjorn
13/05/2014
Hjálmar Hjálmarsson,  fulltrúi Næstbestaflokksins og sundlaugavina.

Hjálmar Hjálmarsson, fulltrúi Næstbestaflokksins og sundlaugavina.

Bragi Michaelsson umboðsmaður Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi vill fá að sjá nöfn meðmælanda allra framboðslista sem bjóða fram í ár. Með öðrum orðum þá vill Sjálfstæðisflokkurinn fá að vita hverjir það eru sem ekki styðja Sjálfstæðisflokkinn. Til hvers?  Maður spyr sig. „Það hefur alltaf verið gert“ segir Bragi. Sem er alls ekki rétt hjá honum. Þannig var það ekki í síðustu kosningum, 2010.

„Það er skylda okkar að fara yfir listana“ segir Bragi. Það er líka vitleysa hjá Braga. Það er skylda kjörstjórnar Kópavogs að fara yfir meðmælendalistana og beiðni Braga lýsir ótrúlegu vantrausti á kjörstjórnarfulltrúana þrjá. „Við ætlum bara að nota listana sem vinnugögn,“ segir Bragi. „Við viljum ekki ónáða stuðningsmenn annarra flokka.“ Þetta er líka tómt rugl í Braga.

Þeir sem skrifa undir meðmælendalista eru ekki að lýsa skoðun sinni á framboðinu heldur einungis að lýsa því yfir að þeir styðji viðkomandi framboð til að taka þátt í kosningunum. Þetta er mikilvægur  lýðræðislegur réttur hvers og eins og kemur Braga ekkert við. Sem dæmi má nefna það að undirritaður mælti með framboði Dögunar og sjóræningjanna og frambjóðendur þeirra skrifuðu undir meðmælendalista Næstbestaflokksins. Það segir ekkert til um stjórnmálaskoðanir mínar eða þeirra.

Þetta eru auðvitað tilliástæður hjá Braga til að fela yfir hinn raunverulega tilgang beiðninnar. Bragi Michaelsson er fulltrúi hinnar alræmdu fyrirgreiðslupólitíkur sem Sjálfstæðisflokkurinn hefur stundað síðustu áratugi hér í Kópavogi. Í áratugi hafa þeir keypt atkvæði með loforðum um bitlinga, lóðir, verkefni og góð djobb. Til að fá lóð á góðum stað í Kópavogi þarftu að vera í réttum flokki og helst skrifa undir stuðningsyfirlýsingu þess efnis. Satt best að segja lifði maður í þeirri veiku von að þessi tími væri liðinn en nú birtist uppvakningur hinnar spilltu pólítíkur í líki Braga Michaelssonar. Öllum er ljóst að hér eru á ferðinni persónunjósnir af gamla skólanum. Sjálfstæðisflokkurinn ætlar sér einfaldlega að fylla svarta listann sinn með nöfnum þeirra sem gerðust svo óskammfeilnir að styðja við önnur framboð.  Nöfnum þess fólks  sem EKKI verður umbunað að kosningum loknum með nefndarsetu, fyrirgreiðslu, lóð á besta stað, verktakadjobbi eða góðu starfi hjá bænum. Þannig hefa Sjálfstæðismenn starfað hér í Kópavogi og eru greinilega enn að.

Meðmælendalistar eru ekki opinber gögn. Þeir hafa enga stjórnvaldslega merkingu og engin áhrif á líf annarra.  Þeir heyra ekki undir ákvæði upplýsingalaga.  Þeir eru í reynd eign þess framboðs sem safnar þeim. Undirrtitaður treystir kjörstjórn Kópavogs til þess að fara með meðmælendalistana okkar og þeim verði skilað aftur hið fyrsta til hinna lögmætu eigenda.
Ég treysti hins vegar Braga Michaelssyni enganveginn fyrir þessum alls ekki fyrir þeim því hann á eftir að misnota þá. Það eru reyndar fordæmi  sem leiða að því líkur að Braga sé alls ekki treystandi fyrir meðmælendalistum sbr það sem gerðist í síðasta prófkjöri Sjálfstæðismanna.
http://www.visir.is/saka-formann-kjornefndar-um-alvarlegan-trunadarbrest/article/2014140139687
Í því tilfelli voru það reyndar samflokksmenn Braga og núverandi frambjóðendur Sjálfstæðisflokksins sem sökuðu Braga um alvarlegan trúnaðarbrest en það er svo sem alvanalegt að allt sé í háloft upp á þeim bænum.

Eins og fyrr segir hafna umboðsmenn Næstbestaflokksins því alfarið að afhenda Sjálfstæðisflokknum meðmælendalista okkar. Ef Yfirkjörstjórn ætlar sér að afhenda listana munum við óska eftir lögbanni á þá aðgerð og kæra það til Innanríkisráðuneytis.  Þeir íbúar í Kópavogi sem studdu okkur til að bjóða fram í komandi kosningum munu ekki lenda á svarta listanum í Hlíðarsmára hjá Braga Michaels og Sjálfstæðisflokknum.

-Með ást og virðingu, Hjálmar Hjálmarsson talsmaður Næstbestaflokksins í Kópavogi.  XX

Efnisorð
Aðsent
13/05/2014
ritstjorn

Efnisorð

Meira

  • Lesa meira
    Það er allt í lagi að vera ekki allt í lagi

    Það sér loksins fyrir endan á kófinu sem við höfum búið við undanfarið ár. Þó enn sé...

    ritstjorn 26/01/2021
  • Lesa meira
    Samstaða, lærdómur og þakklæti

    Síðustu vikur hef ég orðið vör við kærkomna tilfinningu allt í kringum mig. Einhvers konar samblöndu af...

    ritstjorn 18/12/2020
  • Lesa meira
    Tækifærin eru í Kópavogi

    Í Kópavogi höfum við undanfarin ár lagt áherslu á þéttingu byggðar, enda landsvæði bæjarins að mestu byggð....

    ritstjorn 08/12/2020
  • Lesa meira
    Kópavogsbúar sætta sig ekki við það næstbesta

    Í mörg ár hefur Kópavogsbær lagt mikla áherslu á að framkvæmdum við Arnarnesveg verði lokið. Enda er...

    ritstjorn 03/12/2020
  • Lesa meira
    Geðrækt og betri nýting

    Okkur er annt um vellíðan íbúa okkar og leggjum við mikla áherslu á að efla geðheilbrigði. Það...

    ritstjorn 26/11/2020
  • Lesa meira
    Atvinnu- og nýsköpun í Kópavogi

    Faraldurinn sem herjað hefur á heimsbyggðina mestan hluta ársins hefur haft mikil áhrif á atvinnulíf og afkomu...

    ritstjorn 26/11/2020
  • Lesa meira
    Erfitt ár framundan í rekstri bæjarins

    Fjárhagsáætlun fyrir árið 2021 var samþykkt samhljóða í bæjarstjórn Kópavogs en allir bæjarfulltrúar hafa unnið sameiginlega að...

    ritstjorn 26/11/2020
  • Auðun Georg Ólafsson
    Lesa meira
    Hamraborg 2.0

    Leiðari. Auðun Georg Ólafsson Hér í Kópavogsblaðinu var eitt sinn viðtal við listamenn sem vildu gjarnan sjá...

    ritstjorn 26/11/2020
  • Lesa meira
    Hvernig líður þér?

    Samstarf Kópavogsbæjar og Landlæknisembættisins um lýðheilsu Kópavogsbúa hefur staðið undanfarin fimm ár með aðild bæjarins að Heilsueflandi...

    ritstjorn 03/11/2020
  • Lesa meira
    Heilsuefling eldri borgara í Kópavogi

    Í málefnasamningi meirihluta Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks er sérstaklega tekið á lýðheilsu eldri borgara í Kópavogi. Sú áhersla...

    ritstjorn 25/10/2020
  • Lesa meira
    Að byrgja brunninn er lífsnauðsynlegt

    Það voru bæði slæmar og góðar fréttir sem bárust úr Kópavogi á alþjóðlega geðheilbrigðisdaginn þann 10. október...

    ritstjorn 25/10/2020
  • Lesa meira
    Fagleg og gagnsæ vinnubrögð

    Fulltrúalýðræðið byggir á þeirri forsendu að hægt sé að treysta því að vel sé farið með völdin....

    ritstjorn 22/10/2020
Scroll for more
Tap
  • Vinsælast í vikunni

  • Nýjast

  • Atvinnu- og nýsköpun í Kópavogi
    Aðsent26/11/2020
  • Það er allt í lagi að vera ekki allt í lagi
    Aðsent26/01/2021
  • 64 rýma hjúkrunarheimili í Boðaþingi
    Fréttir26/11/2020
  • Auðun Georg Ólafsson
    Hamraborg 2.0
    Aðsent26/11/2020
  • Kópavogsbúar virkir í málefnum ungmenna
    Fréttir26/01/2021
  • Listasprengja í Kópavogi 2021
    Á döfinni26/01/2021
  • 1819 opnar Torgið
    Fyrirtæki26/01/2021
  • Það er allt í lagi að vera ekki allt í lagi
    Aðsent26/01/2021

Facebook

Kópavogsblaðið
Kópavogsblaðið vill stuðla að aukinni samheldni og samstöðu Kópavogsbúa. Við höfum sérstakan áhuga á skemmtilegu mannlífi og atvinnulífi í Kópavogi og því sem gerir Kópavog að sérstökum og jákvæðum bæ að búa í, starfa og heimsækja. Hafðu samband í síma 8993024 eða sendu okkur skeyti á kopavogsbladid () kopavogsbladid.is

Nýjasta nýtt

  • Kópavogsbúar virkir í málefnum ungmenna
    Fréttir26/01/2021
  • Listasprengja í Kópavogi 2021
    Á döfinni26/01/2021
  • 1819 opnar Torgið
    Fyrirtæki26/01/2021
  • Það er allt í lagi að vera ekki allt í lagi
    Aðsent26/01/2021

Facebook

© 2020 Kópavogsblaðið slf.