Persónunjósnir Sjálfstæðismanna í Kópavogi

Hjálmar Hjálmarsson, fulltrúi Næstbestaflokksins og sundlaugavina.
Hjálmar Hjálmarsson,  fulltrúi Næstbestaflokksins og sundlaugavina.
Hjálmar Hjálmarsson, fulltrúi Næstbestaflokksins og sundlaugavina.

Bragi Michaelsson umboðsmaður Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi vill fá að sjá nöfn meðmælanda allra framboðslista sem bjóða fram í ár. Með öðrum orðum þá vill Sjálfstæðisflokkurinn fá að vita hverjir það eru sem ekki styðja Sjálfstæðisflokkinn. Til hvers?  Maður spyr sig. „Það hefur alltaf verið gert“ segir Bragi. Sem er alls ekki rétt hjá honum. Þannig var það ekki í síðustu kosningum, 2010.

„Það er skylda okkar að fara yfir listana“ segir Bragi. Það er líka vitleysa hjá Braga. Það er skylda kjörstjórnar Kópavogs að fara yfir meðmælendalistana og beiðni Braga lýsir ótrúlegu vantrausti á kjörstjórnarfulltrúana þrjá. „Við ætlum bara að nota listana sem vinnugögn,“ segir Bragi. „Við viljum ekki ónáða stuðningsmenn annarra flokka.“ Þetta er líka tómt rugl í Braga.

Þeir sem skrifa undir meðmælendalista eru ekki að lýsa skoðun sinni á framboðinu heldur einungis að lýsa því yfir að þeir styðji viðkomandi framboð til að taka þátt í kosningunum. Þetta er mikilvægur  lýðræðislegur réttur hvers og eins og kemur Braga ekkert við. Sem dæmi má nefna það að undirritaður mælti með framboði Dögunar og sjóræningjanna og frambjóðendur þeirra skrifuðu undir meðmælendalista Næstbestaflokksins. Það segir ekkert til um stjórnmálaskoðanir mínar eða þeirra.

Þetta eru auðvitað tilliástæður hjá Braga til að fela yfir hinn raunverulega tilgang beiðninnar. Bragi Michaelsson er fulltrúi hinnar alræmdu fyrirgreiðslupólitíkur sem Sjálfstæðisflokkurinn hefur stundað síðustu áratugi hér í Kópavogi. Í áratugi hafa þeir keypt atkvæði með loforðum um bitlinga, lóðir, verkefni og góð djobb. Til að fá lóð á góðum stað í Kópavogi þarftu að vera í réttum flokki og helst skrifa undir stuðningsyfirlýsingu þess efnis. Satt best að segja lifði maður í þeirri veiku von að þessi tími væri liðinn en nú birtist uppvakningur hinnar spilltu pólítíkur í líki Braga Michaelssonar. Öllum er ljóst að hér eru á ferðinni persónunjósnir af gamla skólanum. Sjálfstæðisflokkurinn ætlar sér einfaldlega að fylla svarta listann sinn með nöfnum þeirra sem gerðust svo óskammfeilnir að styðja við önnur framboð.  Nöfnum þess fólks  sem EKKI verður umbunað að kosningum loknum með nefndarsetu, fyrirgreiðslu, lóð á besta stað, verktakadjobbi eða góðu starfi hjá bænum. Þannig hefa Sjálfstæðismenn starfað hér í Kópavogi og eru greinilega enn að.

Meðmælendalistar eru ekki opinber gögn. Þeir hafa enga stjórnvaldslega merkingu og engin áhrif á líf annarra.  Þeir heyra ekki undir ákvæði upplýsingalaga.  Þeir eru í reynd eign þess framboðs sem safnar þeim. Undirrtitaður treystir kjörstjórn Kópavogs til þess að fara með meðmælendalistana okkar og þeim verði skilað aftur hið fyrsta til hinna lögmætu eigenda.
Ég treysti hins vegar Braga Michaelssyni enganveginn fyrir þessum alls ekki fyrir þeim því hann á eftir að misnota þá. Það eru reyndar fordæmi  sem leiða að því líkur að Braga sé alls ekki treystandi fyrir meðmælendalistum sbr það sem gerðist í síðasta prófkjöri Sjálfstæðismanna.
http://www.visir.is/saka-formann-kjornefndar-um-alvarlegan-trunadarbrest/article/2014140139687
Í því tilfelli voru það reyndar samflokksmenn Braga og núverandi frambjóðendur Sjálfstæðisflokksins sem sökuðu Braga um alvarlegan trúnaðarbrest en það er svo sem alvanalegt að allt sé í háloft upp á þeim bænum.

Eins og fyrr segir hafna umboðsmenn Næstbestaflokksins því alfarið að afhenda Sjálfstæðisflokknum meðmælendalista okkar. Ef Yfirkjörstjórn ætlar sér að afhenda listana munum við óska eftir lögbanni á þá aðgerð og kæra það til Innanríkisráðuneytis.  Þeir íbúar í Kópavogi sem studdu okkur til að bjóða fram í komandi kosningum munu ekki lenda á svarta listanum í Hlíðarsmára hjá Braga Michaels og Sjálfstæðisflokknum.

-Með ást og virðingu, Hjálmar Hjálmarsson talsmaður Næstbestaflokksins í Kópavogi.  XX

Umræðan

Fleiri fréttir

Lyfjaskolp við Gvendarbrunna – skipulagsslys við Gunnarshólma

AðsentMeirihluti bæjarstjórnar Kópavogs hefur samþykkt að skoða alvarlega áform um að reisa heilsutengt ofurþorp fyrir 15.000 manns við Gunnarshólma, í miðju vatnsverndarsvæði höfuðborgarsvæðisins. Svæðið er þekkt flóðasvæði þar sem áin Suðurá flæðir

Íbúar völdu saunur og skautasvell

Infrarauðar saunur og yfirbyggðir stigar í rennibrautir beggja sundlauga Kópavogs, vélfryst skautasvell í Kópavogsdal, bleikir bekkir til minningar um Bryndísi Klöru Birgisdóttur, aðstaða til sjósunds á Kársnesi og endurnýjun og

Höskuldur og Thelma íþróttakarl og íþróttakona ársins

Höskuldur Gunnlaugsson knattspyrnumaður úr Breiðabliki og Thelma Aðalsteinsdóttir fimleikakona úr Gerplu voru kjörin íþróttakarl og íþróttakona Kópavogs fyrir árið 2024.  Kjörinu var lýst á íþróttahátíð Kópavogs í Salnum miðvikudaginn 8.

Leifur Eiríksson Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar, Unnar Atli Guðmundsson plokkari, Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri og Ásthildur Helgadóttir sviðsstjóri umhverfissviðs.

Plokkari ársins

Unnar Atli Guðmundsson er plokkari ársins í Kópavogi. Bæjarstjóri Kópavogs Ásdís Kristjánsdóttir heiðraði Unnar í Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar en þangað sækir Unnar ruslapoka fyrir plokkið, sem unnið er í sjálfboðavinnu. Unnar