Pétur Ólafsson vill leiða lista Samfylkingar í Kópavogi.

Stjórn Samfylkingarinnar í Kópavogi skipar á næstunni uppstillinganefnd til að raða á lista flokksins fyrir sveitastjórnarkosningarnar í vor. Þau Guðríður Arnardóttir og Hafsteinn Karlsson gefa ekki lengur kost á sér í efstu tvö sætin eins og við greindum frá í gær.

Pétur Ólafsson.
Pétur Ólafsson.

Pétur Ólafsson, sem skipar þriðja sætið á lista Samfylkingar í bænum, hefur nú formlega lýst yfir áhuga á að leiða lista flokksins næsta vor. „Að mínu mati verður reynsla og þekking að skila sér inn í hóp frambjóðenda næsta vor. Samfylkingin verður að hafa burði til að leiða næsta meirihluta í bænum þar sem samfélagslegt réttlæti verður alltaf hið endanlega leiðarljós. Ég býð fram krafta mína í forystusætið,“ segir Pétur Ólafsson í yfirlýsingu.

Umræðan

Fleiri fréttir

Ársreikningur staðfestur

Bæjarstjórn Kópavogs staðfesti ársreikning ársins 2024 á fundi sínum 13.maí að lokinni síðari umræðu um ársreikninginn. Ársreikningurinn var lagður fram í bæjarráði Kópavogs fimmtudaginn 10.apríl og vísað til fyrri umræðu í