Pétur Ólafsson vill leiða lista Samfylkingar í Kópavogi.

Stjórn Samfylkingarinnar í Kópavogi skipar á næstunni uppstillinganefnd til að raða á lista flokksins fyrir sveitastjórnarkosningarnar í vor. Þau Guðríður Arnardóttir og Hafsteinn Karlsson gefa ekki lengur kost á sér í efstu tvö sætin eins og við greindum frá í gær.

Pétur Ólafsson.
Pétur Ólafsson.

Pétur Ólafsson, sem skipar þriðja sætið á lista Samfylkingar í bænum, hefur nú formlega lýst yfir áhuga á að leiða lista flokksins næsta vor. „Að mínu mati verður reynsla og þekking að skila sér inn í hóp frambjóðenda næsta vor. Samfylkingin verður að hafa burði til að leiða næsta meirihluta í bænum þar sem samfélagslegt réttlæti verður alltaf hið endanlega leiðarljós. Ég býð fram krafta mína í forystusætið,“ segir Pétur Ólafsson í yfirlýsingu.

Umræðan

Fleiri fréttir

Leifur Eiríksson Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar, Unnar Atli Guðmundsson plokkari, Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri og Ásthildur Helgadóttir sviðsstjóri umhverfissviðs.

Plokkari ársins

Unnar Atli Guðmundsson er plokkari ársins í Kópavogi. Bæjarstjóri Kópavogs Ásdís Kristjánsdóttir heiðraði Unnar í Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar en þangað sækir Unnar ruslapoka fyrir plokkið, sem unnið er í sjálfboðavinnu. Unnar

Aðventuhátíð Kópavogs

Aðventuhátíð í Kópavogi verður haldin með pompi og pragt, laugardaginn 30. nóvember. Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri tendrar ljósin á jólatré Kópavogsbæjar við menningarhúsin við hátíðlega athöfn kl. 17. Jólasveinar bregða á

Fjárhagsáætlun samþykkt

Fjárhagsáætlun fyrir árið 2025 var samþykkt í bæjarstjórn Kópavogs að lokinni seinni umræðu í vikunni Einnig var samþykkt þriggja ára áætlun fyrir tímabilið 2026-2028. Í tilkynningu frá Kópavogsbæ segir að

Sóley heimsmeistari

Sóley Margrét Jónsdóttir varð í síðustu viku heims­meist­ari í kraft­lyft­ing­um með búnaði í +84 kg flokki og tryggði sér um leið réttinn til að keppa á Heimsleikunum (World Games) sem