Pétur Ólafsson vill leiða lista Samfylkingar í Kópavogi.

Stjórn Samfylkingarinnar í Kópavogi skipar á næstunni uppstillinganefnd til að raða á lista flokksins fyrir sveitastjórnarkosningarnar í vor. Þau Guðríður Arnardóttir og Hafsteinn Karlsson gefa ekki lengur kost á sér í efstu tvö sætin eins og við greindum frá í gær.

Pétur Ólafsson.
Pétur Ólafsson.

Pétur Ólafsson, sem skipar þriðja sætið á lista Samfylkingar í bænum, hefur nú formlega lýst yfir áhuga á að leiða lista flokksins næsta vor. „Að mínu mati verður reynsla og þekking að skila sér inn í hóp frambjóðenda næsta vor. Samfylkingin verður að hafa burði til að leiða næsta meirihluta í bænum þar sem samfélagslegt réttlæti verður alltaf hið endanlega leiðarljós. Ég býð fram krafta mína í forystusætið,“ segir Pétur Ólafsson í yfirlýsingu.

Deildu:

Facebook
Twitter
Pinterest
LinkedIn

Fleiri fréttir

Kópavogsblaðið komið út

Stolt Kópavogs eru á forsíðu Kópavogsblaðsins að þessu sinni. Karlalið Breiðabliks er komið í riðlakeppni Sambandsdeildar Evrópu eftir að hafa slegið út Struga frá Norður-Makedóníu. Blikar leika sex leiki í

Mygla hjá velferðarsviði

Velferðarsvið Kópavogsbæjar er ekki lengur með starfsemi í Fannborg 6. Slæm loftgæði eru í húsinu sem haft hefur áhrif á starfsfólk hússins og sýna nýjustu mælingar há gildi myglugróar. Því

Stuð á Hamraborg Festival

Hamraborg Festival fór fram í lok ágúst í Hamraborg og í menningarhúsunum í Kópavogi, en Hamraborg Festival er þverfagleg hátíð með sérstakri áherslu á myndlist, staðbundin verk, gjörningalist og samfélagslega

Króníkan opnar í Gerðarsafni

Veitingastaðurinn Króníkan opnaði í sumar í Gerðarsafni. Samningur við nýjan rekstraraðila var undirritaður 11.maí, á afmælisdegi Kópavogsbæjar. Bragi Skaftason og Sigrún Skaftadóttir, systkini úr Vesturbæ Kópavogs, hafa tekið reksturinn að sér