Pétur Ólafsson vill leiða lista Samfylkingar í Kópavogi.

Stjórn Samfylkingarinnar í Kópavogi skipar á næstunni uppstillinganefnd til að raða á lista flokksins fyrir sveitastjórnarkosningarnar í vor. Þau Guðríður Arnardóttir og Hafsteinn Karlsson gefa ekki lengur kost á sér í efstu tvö sætin eins og við greindum frá í gær.

Pétur Ólafsson.
Pétur Ólafsson.

Pétur Ólafsson, sem skipar þriðja sætið á lista Samfylkingar í bænum, hefur nú formlega lýst yfir áhuga á að leiða lista flokksins næsta vor. „Að mínu mati verður reynsla og þekking að skila sér inn í hóp frambjóðenda næsta vor. Samfylkingin verður að hafa burði til að leiða næsta meirihluta í bænum þar sem samfélagslegt réttlæti verður alltaf hið endanlega leiðarljós. Ég býð fram krafta mína í forystusætið,“ segir Pétur Ólafsson í yfirlýsingu.

Deildu:

Facebook
Twitter
Pinterest
LinkedIn

Fleiri fréttir

Stórskemmtileg leiksýning fyrir yngstu kynslóðina

Leikfélag Kópavogs sýnir um þessar mundir barnaleikritið Ferðin til Limbó eftir Ingibjörgu Jónsdóttur (1953-1986) sem sett var upp í Þjóðleikhúsinu í janúar 1966. Leikritið byggir á barnabókinni Músabörn í geimflugi eftir sama

Er svefn besta verkjalyfið?

Svefn er ein af grunnstoðum góðrar heilsu ásamt góðri næringu, hreyfingu og vellíðan. Þegar við sofum notar líkaminn tímann til að endurnýja sig og undirbúa okkur fyrir næsta dag. Svefn