Pétur Örn tekur við af Sigurjóni sem formaður HK

Sigurjón Sigurðsson, fráfarandi formaður HK og Pétur Örn Magnússon, nýkjörinn formaður félagsins.

Á aðalfundi HK, sem fram fór undir lok marsmánaðar, bar það helst til tíðinda að Sigurjón Sigurðsson vék úr stóli formanns félagsins eftir 15 ár sem formaður þess. Sigurjón kom að sameiningu HK og ÍK sem og stofnun knattspyrnudeildar HK árið 1992. Hann hefur frá þeim tíma setið í aðalstjórn félagsins og sinnt þar hlutverki bæði varaformanns og síðar formanns frá árinu 2006.

Auk Sigurjóns gengu Ragnheiður Kolviðsdóttir og Hólmfríður Kristjánsdóttir úr stjórn HK. Á fundinum voru þær sæmdar gullmerki HK og silfurmerki UMSK fyrir óeigingjarnt starf í þágu félagsins og Ungmennasambands Kjalanesþings. Í þeirra stað komu inn tveir nýir varamenn aðalstjórnar þær Iða Brá Benediktsdóttir og Árnína Steinunn Kristjánsdóttir.

Pétur Örn Magnússon var kosin formaður HK. Pétur er 45 ára verkfræðingur og starfar sem verkefnastjóri Lotu ehf. Ásdís Kristjánsdóttir var kosin varaformaður aðalstjórnar. Unnar Hermannsson og Alexander Arnarsson gáfu kost á sér til áframhaldandi stjórnarsetu.

Sigurjón var í lok fundar sæmdur gullmerkjum UMFÍ, UMSK og ÍSÍ. Ármann Kr. Ólafsson bæjarstjóri Kópavogs ávarpaði fundinn og bar þar hlýjar kveðjur til Sigurjóns frá starfsmönnum Kópavogsbæjar. Á vefsíðu HK er Sigurjóni þakkað fyrir ötult og óeigingjarnt starf í þágu félagsins. „Það er ánægjulegt hve starf félagsins hefur vaxið og dafnað undanfarin ár. HK er í dag eitt af stærstu íþróttafélögum landsins og á Sigurjón stóran þátt í því faglega og vel unna starfi sem byggt hefur verið. HK lítur björtum augum til komandi ára með von um áframhaldandi farsælt starf á þeim góða grunni sem byggður hefur verið.“

Deildu:

Facebook
Twitter
Pinterest
LinkedIn

Fleiri fréttir

Kópavogsblaðið komið út

Stolt Kópavogs eru á forsíðu Kópavogsblaðsins að þessu sinni. Karlalið Breiðabliks er komið í riðlakeppni Sambandsdeildar Evrópu eftir að hafa slegið út Struga frá Norður-Makedóníu. Blikar leika sex leiki í

Mygla hjá velferðarsviði

Velferðarsvið Kópavogsbæjar er ekki lengur með starfsemi í Fannborg 6. Slæm loftgæði eru í húsinu sem haft hefur áhrif á starfsfólk hússins og sýna nýjustu mælingar há gildi myglugróar. Því

Stuð á Hamraborg Festival

Hamraborg Festival fór fram í lok ágúst í Hamraborg og í menningarhúsunum í Kópavogi, en Hamraborg Festival er þverfagleg hátíð með sérstakri áherslu á myndlist, staðbundin verk, gjörningalist og samfélagslega

Króníkan opnar í Gerðarsafni

Veitingastaðurinn Króníkan opnaði í sumar í Gerðarsafni. Samningur við nýjan rekstraraðila var undirritaður 11.maí, á afmælisdegi Kópavogsbæjar. Bragi Skaftason og Sigrún Skaftadóttir, systkini úr Vesturbæ Kópavogs, hafa tekið reksturinn að sér