Pétur Örn tekur við af Sigurjóni sem formaður HK

Sigurjón Sigurðsson, fráfarandi formaður HK og Pétur Örn Magnússon, nýkjörinn formaður félagsins.

Á aðalfundi HK, sem fram fór undir lok marsmánaðar, bar það helst til tíðinda að Sigurjón Sigurðsson vék úr stóli formanns félagsins eftir 15 ár sem formaður þess. Sigurjón kom að sameiningu HK og ÍK sem og stofnun knattspyrnudeildar HK árið 1992. Hann hefur frá þeim tíma setið í aðalstjórn félagsins og sinnt þar hlutverki bæði varaformanns og síðar formanns frá árinu 2006.

Auk Sigurjóns gengu Ragnheiður Kolviðsdóttir og Hólmfríður Kristjánsdóttir úr stjórn HK. Á fundinum voru þær sæmdar gullmerki HK og silfurmerki UMSK fyrir óeigingjarnt starf í þágu félagsins og Ungmennasambands Kjalanesþings. Í þeirra stað komu inn tveir nýir varamenn aðalstjórnar þær Iða Brá Benediktsdóttir og Árnína Steinunn Kristjánsdóttir.

Pétur Örn Magnússon var kosin formaður HK. Pétur er 45 ára verkfræðingur og starfar sem verkefnastjóri Lotu ehf. Ásdís Kristjánsdóttir var kosin varaformaður aðalstjórnar. Unnar Hermannsson og Alexander Arnarsson gáfu kost á sér til áframhaldandi stjórnarsetu.

Sigurjón var í lok fundar sæmdur gullmerkjum UMFÍ, UMSK og ÍSÍ. Ármann Kr. Ólafsson bæjarstjóri Kópavogs ávarpaði fundinn og bar þar hlýjar kveðjur til Sigurjóns frá starfsmönnum Kópavogsbæjar. Á vefsíðu HK er Sigurjóni þakkað fyrir ötult og óeigingjarnt starf í þágu félagsins. „Það er ánægjulegt hve starf félagsins hefur vaxið og dafnað undanfarin ár. HK er í dag eitt af stærstu íþróttafélögum landsins og á Sigurjón stóran þátt í því faglega og vel unna starfi sem byggt hefur verið. HK lítur björtum augum til komandi ára með von um áframhaldandi farsælt starf á þeim góða grunni sem byggður hefur verið.“

Umræðan

Fleiri fréttir

Lyfjaskolp við Gvendarbrunna – skipulagsslys við Gunnarshólma

AðsentMeirihluti bæjarstjórnar Kópavogs hefur samþykkt að skoða alvarlega áform um að reisa heilsutengt ofurþorp fyrir 15.000 manns við Gunnarshólma, í miðju vatnsverndarsvæði höfuðborgarsvæðisins. Svæðið er þekkt flóðasvæði þar sem áin Suðurá flæðir

Íbúar völdu saunur og skautasvell

Infrarauðar saunur og yfirbyggðir stigar í rennibrautir beggja sundlauga Kópavogs, vélfryst skautasvell í Kópavogsdal, bleikir bekkir til minningar um Bryndísi Klöru Birgisdóttur, aðstaða til sjósunds á Kársnesi og endurnýjun og

Höskuldur og Thelma íþróttakarl og íþróttakona ársins

Höskuldur Gunnlaugsson knattspyrnumaður úr Breiðabliki og Thelma Aðalsteinsdóttir fimleikakona úr Gerplu voru kjörin íþróttakarl og íþróttakona Kópavogs fyrir árið 2024.  Kjörinu var lýst á íþróttahátíð Kópavogs í Salnum miðvikudaginn 8.

Leifur Eiríksson Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar, Unnar Atli Guðmundsson plokkari, Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri og Ásthildur Helgadóttir sviðsstjóri umhverfissviðs.

Plokkari ársins

Unnar Atli Guðmundsson er plokkari ársins í Kópavogi. Bæjarstjóri Kópavogs Ásdís Kristjánsdóttir heiðraði Unnar í Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar en þangað sækir Unnar ruslapoka fyrir plokkið, sem unnið er í sjálfboðavinnu. Unnar