Pikka upp dósir í Kópavogi

Nú geta íbúar Kópavogs sem vilja styrkja iðkendur íþróttafélaga með dósapening skráð sig á Pikka.is og látið iðkendur koma eftir pöntun að sækja hjá sér dósirnar. Hér áður fyrr var það algengt að börn gengu í hús en nú mun Pikka geta gert iðkendum og íbúum kleift að tengjast hver öðrum með einföldum og þægilegum hætti. 

„Því miður höfum við heyrt að fólk sé að henda flöskum eða bíði í ofvæni í nýjum hverfum eins og Sunnusmára eftir að ungir iðkendu komi og sæki dósir. Við ákváðum því bara að búa til lausn svo hægt væri að panta iðkendur heim að pikka hjá sér dósir,“ segir Ingvi Þór Georgsson sem er einn af hugmyndasmiðum þjónustunnar. 

„Við fórum í fyrstu tilraunir með forritið með HK í maí og það gekk svo vel að nú er komið að 3. flokk kvenna í handbolta að pikka upp dósir í Kópavogi. Vikuna á eftir geta svo íbúar í 200 og 201 beðið eftir að galvaskir guttar úr Breiðablik komi þann 24. júní,“ segir Ingvi. „Við erum í sambandi við Græna Skáta sem eru í fararbroddi í flöskutalningu hér á landi að geta tekið við miklu magni af dósum að lokinni söfnun og þeirra flotta fólk sér um að telja og koma peningunum í hendur þeirra sem Pikka. Núna í júní ætlar Dominos að verðlauna þá iðkendur sem fara út að Pikka með pizzaveislu að lokinni söfnun. Vonandi fær þetta íbúa til að hætta að henda dósum og fara að gefa þær frekar í íþróttastarf.“ 

Hægt er að velja um HK eða Breiðablik hér 

www.pikka.is/HK – Pikka næst fimmtudaginn 20. júní. 

www.pikka.is/Breidablik  Pikka næst Þriðjudaginn 24. júní.

Deildu:

Facebook
Twitter
Pinterest
LinkedIn

Fleiri fréttir

Grindvíkingar í Kópavogsbúið

Ásdís Kristjánsdóttir, bæjarstjóri Kópavogs, afhenti Fannari Jónassyni, bæjarstjóra Grindavíkur lykla að íbúðum í gamla Kópavogsbúinu við hátíðlega viðhöfn miðvikudaginn 10. júlí en íbúðirnar verða til afnota fyrir eldra fólk úr

Guðmundur Ingi Guðbrandsson, formaður VG og félags- og vinnumarkaðsráðherra.

Ert þú í tengslum?

Aðsent Ert þú í tengslum? Guðmundur Ingi Guðbrandsson, formaður VG og félags- og vinnumarkaðsráðherra. Félagsleg einangrun er vaxandi vandamál í nútímasamfélagi og rannsóknir sýna að til mikils er að vinna

Pikka upp dósir í Kópavogi

Nú geta íbúar Kópavogs sem vilja styrkja iðkendur íþróttafélaga með dósapening skráð sig á Pikka.is og látið iðkendur koma eftir pöntun að sækja hjá sér dósirnar. Hér áður fyrr var það algengt

Niðurlagning Héraðsskjalasafns Kópavogs

Skaðræðisgjörningur bæjarstjórnar Kópavogs Bæjarstjórn Kópavogs ákvað á fundi sínum 25. apríl 2023 með sex atkvæðum meirihlutans gegn fimm atkvæðum minnihlutans að leggja niður Héraðsskjalasafn Kópavogs. Þar fetaði bæjarstjórnin í slóð