PISA könnunin: „Til hamingju íslensk ungmenni.“

Jónas Sigurðsson, tónlistarmaður.
Jónas Sigurðsson, tónlistarmaður.

Nú er mikið rætt um þessa PISA könnun og slæmar niðurstöður íslenskra ungmenna í henni. Hérna er hægt að skoða hvernig þessi könnun virkar:  http://www.oecd.org/pisa/test/

Þeir sem hafa tekið greindarvísitölupróf („IQ test“)ættu að kannast við útfærsluna. Hér er fyrst og fremst verið að kanna línulega hugsun og getu til að lesa úr gögnum og greina mynstur. Hvort sem er í formi texta eða tölulegra gagna. Sem sagt heilastarfsemi sem gjarnan er kennd við “left-brain” eða “Thinking Characteristics” á Myers-Briggs persónuleikaskalanum.Greinileg mismunun

Með því að leggja bara áherslu á þessa tegund hugsunar á sér stað greinileg mismunun sem býr til umhverfi þar sem hópur ungmenna mun upplifa sig heimskari en önnur og þar af leiðandi á einhvern hátt lélegri manneskjur en hinir. Undanfarin ár hafa íslenskir kennarar unnið frábært starf í því að koma til móts við fjölbreytilega eiginleika barna, til dæmis þeirra sem hafa ríka tilfinningagreind og skapandi hugsun en eru ekki endilega sterk í rökfræðilegum greiningum. Þetta finnst mér mjög jákvætt enda snertir þetta mál mig beint gegnum börnin mín.

Jákvæð þróun

Því miður hefur lítið verið fjallað um þá jákvæðu þróun að að samkvæmt niðurstöðum PISA rannsóknarinnar fer sjálfstraust gagnvart námsefni vaxandi og námskvíði minnkandi. Það er þó skiljanlega lítið áhugaverð þróun í augum þeirra sem miða árangur við tölfræðilegar greiningar á greind og staðalfrávik greindarvísitölumælinga á milli ára.

Til hamingju íslensk ungmenni. Framtíð okkar er björt í ykkar höndum.

Jónas Sigurðsson, tónlistarmaður.

Deildu:

Facebook
Twitter
Pinterest
LinkedIn

Fleiri fréttir

Kópavogsblaðið komið út

Stolt Kópavogs eru á forsíðu Kópavogsblaðsins að þessu sinni. Karlalið Breiðabliks er komið í riðlakeppni Sambandsdeildar Evrópu eftir að hafa slegið út Struga frá Norður-Makedóníu. Blikar leika sex leiki í

Mygla hjá velferðarsviði

Velferðarsvið Kópavogsbæjar er ekki lengur með starfsemi í Fannborg 6. Slæm loftgæði eru í húsinu sem haft hefur áhrif á starfsfólk hússins og sýna nýjustu mælingar há gildi myglugróar. Því

Stuð á Hamraborg Festival

Hamraborg Festival fór fram í lok ágúst í Hamraborg og í menningarhúsunum í Kópavogi, en Hamraborg Festival er þverfagleg hátíð með sérstakri áherslu á myndlist, staðbundin verk, gjörningalist og samfélagslega

Króníkan opnar í Gerðarsafni

Veitingastaðurinn Króníkan opnaði í sumar í Gerðarsafni. Samningur við nýjan rekstraraðila var undirritaður 11.maí, á afmælisdegi Kópavogsbæjar. Bragi Skaftason og Sigrún Skaftadóttir, systkini úr Vesturbæ Kópavogs, hafa tekið reksturinn að sér