Plast og pappír í bláu tunnurnar

Bláu tunnurnarBláu tunnurnar í Kópavogi eru nú bæði fyrir plast og pappír, í stað þess að vera eingöngu fyrir pappír. Þær eru því tæmdar oftar en gert hefur verið hingað til, á 16 daga fresti í stað 28 daga fresti áður. Byrjað var að tæma eftir nýju kerfi síðastliðinn mánudag. Gráu tunnurnar, fyrir almennt sorp, verða sem fyrr tæmdar á 14 daga fresti.

Nýja flokkunin dregur verulega úr þeim úrgangi sem fer til urðunar og mun auðvelda íbúum bæjar-ins að leggja sitt af mörkum til að vernda umhverfið. Árið 2015 voru um 1.200 tonn af plasti frá Kópavogsbúum urðuð.

Verkefnið er þróunarverkefni til eins árs. Á því tímabili verður endurskoðað hversu oft þarf að tæma bláu og gráu tunnurnar tunnurnar. Þá verður metið áður en árið er liðið hver verða næstu skref í flokkun á sorpi í Kópavogi.

Það sem má fara í bláu tunnurnar er:

Sléttur pappi og karton, til dæmis utan af skyndiréttum og kexi, bylgjupappi til dæmis pappakassar, dagblöð, fernur, eggjabakkar, skrifstofupappír, mjúkt plast, til dæmis plastfilma og hart plast til dæmis hreinsiefnabrúsar og skyrdósir.

Allir flokkarnir mega fara beint í tunnuna, þeir vera síðan flokkaðir í sundur þegar komið er með þá á flokkunarstöð.

Nánari upplýsingar um sorp-hirðu og sorphirðudagatal er að finna á vefsíðu Kópavogs www.kopavogur.is

Deildu:

Facebook
Twitter
Pinterest
LinkedIn

Fleiri fréttir

Kópavogsblaðið komið út

Stolt Kópavogs eru á forsíðu Kópavogsblaðsins að þessu sinni. Karlalið Breiðabliks er komið í riðlakeppni Sambandsdeildar Evrópu eftir að hafa slegið út Struga frá Norður-Makedóníu. Blikar leika sex leiki í

Mygla hjá velferðarsviði

Velferðarsvið Kópavogsbæjar er ekki lengur með starfsemi í Fannborg 6. Slæm loftgæði eru í húsinu sem haft hefur áhrif á starfsfólk hússins og sýna nýjustu mælingar há gildi myglugróar. Því

Stuð á Hamraborg Festival

Hamraborg Festival fór fram í lok ágúst í Hamraborg og í menningarhúsunum í Kópavogi, en Hamraborg Festival er þverfagleg hátíð með sérstakri áherslu á myndlist, staðbundin verk, gjörningalist og samfélagslega

Króníkan opnar í Gerðarsafni

Veitingastaðurinn Króníkan opnaði í sumar í Gerðarsafni. Samningur við nýjan rekstraraðila var undirritaður 11.maí, á afmælisdegi Kópavogsbæjar. Bragi Skaftason og Sigrún Skaftadóttir, systkini úr Vesturbæ Kópavogs, hafa tekið reksturinn að sér