Plokkað í Kópavogi

Plokkdagur Vinnuskóla Kópavogs var settur formlega af stað klukkan níu í morgun í Kársnesskóla.

Þar mættu unglingar af Kársnesi auk starfsmanna Vinnuskólans, fulltrúa Landverndar og bæjarstjóra Kópavogs, Ármanns Kr. Ólafssonar sem setti daginn.

450 starfsmenn á vegum Vinnuskóla Kópavogs eru á ferðinni í dag. Auk Vinnuskólanna taka Þjónustumiðstöð Kópavogbæjar þátt í hreinsuninni og eru allir starfsmenn þjónustumiðstöðvar á ferðinni í dag. 

Leikskólar Kópavogs taka einnig taka þátt í að plokka.

Þetta er í þriðja sinn sem Vinnuskóli Kópavogs skipuleggur hreinsunardag en þó með breyttu sniði þar sem Vinnuskólinn hefur nú Heimsmarkmið Sameinuðu Þjóðanna um sjálfbæra þróun til grundvallar öllu starfi. Því fá nemendur fræðslu um áhrif neysluhátta þeirra á umhverfið. Nemendur og starfsmenn eru hvattir til að sneiða hjá einnota plasti eins og unnt er og stuðlað að vistvænum innkaupum innan skólans.

Vinnuskólinn hvetur alla Kópavogsbúa til að taka þátt í að hreinsa bæinn og fjarlægja allt plast í görðum, sem og annars staðar í umhverfinu. Hægt verður að hringja í Vinnuskólann og tilkynna staðsetningu afrakstur dagsins í síma 4419080 sem verður hirtur upp af starfsmönnum.

Deildu:

Facebook
Twitter
Pinterest
LinkedIn

Fleiri fréttir

Þúsundir íbúða í nýjum lífsgæðakjarna í Kópavogi

Áform um uppbyggingu hjúkrunarrýma og íbúða á Gunnarshólma Loftmynd af svæðinu Bæjarráð Kópavogs hefur samþykkt að vísa áfram til samþykktar bæjarstjórnar drögum að viljayfirlýsingu við Aflvaka þróunarfélag um uppbyggingu 5.000

Kársnesskóla skipt í tvo skóla

Kársnesskóla verður skipt upp í tvo sjálfstæða skóla á skólaárinu 2024 til 2025 samkvæmt tillögu menntasviðs Kópavogsbæjar sem samþykkt hefur verið í bæjarstjórn Kópavogs. Lagt er til að skólanum verði

Jólatónleikar Samkórs Kópavogs

Samkór Kópavogs syngur inn aðventuna á sínum árlegu jólatónleikum sunnudaginn 3. desember n.k. Tónleikarnir verða í Digraneskirkju og hefjast kl. 17:00. Einsöngvari með kórnum að þessu sinni er tenórsöngvarinn Gunnar