Plokkað í Kópavogi

Plokkdagur Vinnuskóla Kópavogs var settur formlega af stað klukkan níu í morgun í Kársnesskóla.

Þar mættu unglingar af Kársnesi auk starfsmanna Vinnuskólans, fulltrúa Landverndar og bæjarstjóra Kópavogs, Ármanns Kr. Ólafssonar sem setti daginn.

450 starfsmenn á vegum Vinnuskóla Kópavogs eru á ferðinni í dag. Auk Vinnuskólanna taka Þjónustumiðstöð Kópavogbæjar þátt í hreinsuninni og eru allir starfsmenn þjónustumiðstöðvar á ferðinni í dag. 

Leikskólar Kópavogs taka einnig taka þátt í að plokka.

Þetta er í þriðja sinn sem Vinnuskóli Kópavogs skipuleggur hreinsunardag en þó með breyttu sniði þar sem Vinnuskólinn hefur nú Heimsmarkmið Sameinuðu Þjóðanna um sjálfbæra þróun til grundvallar öllu starfi. Því fá nemendur fræðslu um áhrif neysluhátta þeirra á umhverfið. Nemendur og starfsmenn eru hvattir til að sneiða hjá einnota plasti eins og unnt er og stuðlað að vistvænum innkaupum innan skólans.

Vinnuskólinn hvetur alla Kópavogsbúa til að taka þátt í að hreinsa bæinn og fjarlægja allt plast í görðum, sem og annars staðar í umhverfinu. Hægt verður að hringja í Vinnuskólann og tilkynna staðsetningu afrakstur dagsins í síma 4419080 sem verður hirtur upp af starfsmönnum.

Umræðan

Fleiri fréttir

Össur Geirsson er heiðurslistamaður Kópavogs

Össur Geirsson er heiðurslistamaður Kópavogs 2024 og var valið kynnt við hátíðlega viðhöfn í Tónhæð, húsnæði Skólahljómsveitar Kópavogs.  Elísabet Berglind Sveinsdóttir, forseti bæjarstjórnar Kópavogs og formaður lista- og menningarráðs, afhenti

Brugðist við vopnaburði barna og ungmenna

Flýta á innleiðingu forvarnarverkefnis í KópavogiTala opinskátt um ofbeldi í öllum grunnskólum, frístund og félagsmiðstöðvum barna Menntaráð Kópavogs fjallaði um viðbrögð og forvarnir vegna ofbeldis og vopnaburðar barna og ungmenna

Heitar umræður um merki Pírata

Á aðalfundi Pírata í Kópavogi um liðna helgi var ný stjórn félagsins kjörin. Fundurinn var haldinn samhliða aðalfundum Pírata í Reykjavík, Ungra Pírata og Pírata í Suðvesturkjördæmi líkt og í

Gatnaframkvæmdir hafnar í Vatnsendahvarfi

Framkvæmdir við jarðvinnu og lagnir í Vatnsendahvarfi eru hafnar. Til að halda upp á áfangann tók bæjarstjóri Kópavogs Ásdís Kristjánsdóttir fyrstu skóflustungu að götunni Hæðarhvarfi. Árni Geir Eyþórsson, framkvæmdastjóri Jarðvals

Gamlar fréttir úr sarpinum

10530771_10204318835676785_6604620397319863176_n
Ormadagar
1474610_1431034787125618_409417451_n
Orri-1
Kóparokk
Riff-undirritun2
photo[5]
Adventa2014_3
Skólahljómsveit Kópavogs