Pólitísk pönnukökulykt?

Pönnukökukeppni Glóðarinnar í Gljábakka á Hamraborgarhátíðinni á dögunum virðist ætla að draga dilk á eftir sér. Sigurvegarinn, með bestu pönnukökur bæjarins í ár, var engin önnur en Una María Óskarsdóttir, bæjarfulltrúi Framsóknarflokksins.

Una María Óskarsdóttir, bæjarfulltrúi Framsóknarflokksins, birti þessa mynd á Facebook með myndatextanum: "Þessi við hliðina á mér kann ekki að baka pönsur en fékk að veita verðlaunin.." — with Armann Kr Olafsson.
Una María Óskarsdóttir, bæjarfulltrúi Framsóknarflokksins, birti þessa mynd á Facebook með myndatextanum: „Þessi við hliðina á mér kann ekki að baka pönsur en fékk að veita verðlaunin..“ — with Armann Kr Olafsson.

„Þetta er ekkert annað en hneisa,“ sagði ósáttur bæjarbúi við Kópavogsfréttir í morgun, varla búinn að ná sér. Öllum var frjálst að taka þátt en fjölmargir eldri borgarar höfðu lagt nótt sem nýtan dag við pönnukökubakstur og legið yfir uppskriftarbókum. „Svo valsar þessi Framsóknarbæjarfulltrúi inn með þunnar pönnukökur og vinnur bara keppnina og fær af sér mynd,“ segir bæjarbúinn, sem vill ekki láta nafn síns getið en telur þetta afar hjákátlegt og efast um fólk vilji keppa í þessu aftur að ári ef „…einhver pólitíkus kemur síðan og hirðir bara verðlaunin!“

 

 

Umræðan

Fleiri fréttir

Leifur Eiríksson Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar, Unnar Atli Guðmundsson plokkari, Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri og Ásthildur Helgadóttir sviðsstjóri umhverfissviðs.

Plokkari ársins

Unnar Atli Guðmundsson er plokkari ársins í Kópavogi. Bæjarstjóri Kópavogs Ásdís Kristjánsdóttir heiðraði Unnar í Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar en þangað sækir Unnar ruslapoka fyrir plokkið, sem unnið er í sjálfboðavinnu. Unnar

Aðventuhátíð Kópavogs

Aðventuhátíð í Kópavogi verður haldin með pompi og pragt, laugardaginn 30. nóvember. Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri tendrar ljósin á jólatré Kópavogsbæjar við menningarhúsin við hátíðlega athöfn kl. 17. Jólasveinar bregða á

Fjárhagsáætlun samþykkt

Fjárhagsáætlun fyrir árið 2025 var samþykkt í bæjarstjórn Kópavogs að lokinni seinni umræðu í vikunni Einnig var samþykkt þriggja ára áætlun fyrir tímabilið 2026-2028. Í tilkynningu frá Kópavogsbæ segir að

Sóley heimsmeistari

Sóley Margrét Jónsdóttir varð í síðustu viku heims­meist­ari í kraft­lyft­ing­um með búnaði í +84 kg flokki og tryggði sér um leið réttinn til að keppa á Heimsleikunum (World Games) sem