Pólitísk pönnukökulykt?

Pönnukökukeppni Glóðarinnar í Gljábakka á Hamraborgarhátíðinni á dögunum virðist ætla að draga dilk á eftir sér. Sigurvegarinn, með bestu pönnukökur bæjarins í ár, var engin önnur en Una María Óskarsdóttir, bæjarfulltrúi Framsóknarflokksins.

Una María Óskarsdóttir, bæjarfulltrúi Framsóknarflokksins, birti þessa mynd á Facebook með myndatextanum: "Þessi við hliðina á mér kann ekki að baka pönsur en fékk að veita verðlaunin.." — with Armann Kr Olafsson.
Una María Óskarsdóttir, bæjarfulltrúi Framsóknarflokksins, birti þessa mynd á Facebook með myndatextanum: „Þessi við hliðina á mér kann ekki að baka pönsur en fékk að veita verðlaunin..“ — with Armann Kr Olafsson.

„Þetta er ekkert annað en hneisa,“ sagði ósáttur bæjarbúi við Kópavogsfréttir í morgun, varla búinn að ná sér. Öllum var frjálst að taka þátt en fjölmargir eldri borgarar höfðu lagt nótt sem nýtan dag við pönnukökubakstur og legið yfir uppskriftarbókum. „Svo valsar þessi Framsóknarbæjarfulltrúi inn með þunnar pönnukökur og vinnur bara keppnina og fær af sér mynd,“ segir bæjarbúinn, sem vill ekki láta nafn síns getið en telur þetta afar hjákátlegt og efast um fólk vilji keppa í þessu aftur að ári ef „…einhver pólitíkus kemur síðan og hirðir bara verðlaunin!“

 

 

Deildu:

Facebook
Twitter
Pinterest
LinkedIn

Fleiri fréttir

Stórskemmtileg leiksýning fyrir yngstu kynslóðina

Leikfélag Kópavogs sýnir um þessar mundir barnaleikritið Ferðin til Limbó eftir Ingibjörgu Jónsdóttur (1953-1986) sem sett var upp í Þjóðleikhúsinu í janúar 1966. Leikritið byggir á barnabókinni Músabörn í geimflugi eftir sama

Er svefn besta verkjalyfið?

Svefn er ein af grunnstoðum góðrar heilsu ásamt góðri næringu, hreyfingu og vellíðan. Þegar við sofum notar líkaminn tímann til að endurnýja sig og undirbúa okkur fyrir næsta dag. Svefn