Pólitísk pönnukökulykt?

Pönnukökukeppni Glóðarinnar í Gljábakka á Hamraborgarhátíðinni á dögunum virðist ætla að draga dilk á eftir sér. Sigurvegarinn, með bestu pönnukökur bæjarins í ár, var engin önnur en Una María Óskarsdóttir, bæjarfulltrúi Framsóknarflokksins.

Una María Óskarsdóttir, bæjarfulltrúi Framsóknarflokksins, birti þessa mynd á Facebook með myndatextanum: "Þessi við hliðina á mér kann ekki að baka pönsur en fékk að veita verðlaunin.." — with Armann Kr Olafsson.
Una María Óskarsdóttir, bæjarfulltrúi Framsóknarflokksins, birti þessa mynd á Facebook með myndatextanum: „Þessi við hliðina á mér kann ekki að baka pönsur en fékk að veita verðlaunin..“ — with Armann Kr Olafsson.

„Þetta er ekkert annað en hneisa,“ sagði ósáttur bæjarbúi við Kópavogsfréttir í morgun, varla búinn að ná sér. Öllum var frjálst að taka þátt en fjölmargir eldri borgarar höfðu lagt nótt sem nýtan dag við pönnukökubakstur og legið yfir uppskriftarbókum. „Svo valsar þessi Framsóknarbæjarfulltrúi inn með þunnar pönnukökur og vinnur bara keppnina og fær af sér mynd,“ segir bæjarbúinn, sem vill ekki láta nafn síns getið en telur þetta afar hjákátlegt og efast um fólk vilji keppa í þessu aftur að ári ef „…einhver pólitíkus kemur síðan og hirðir bara verðlaunin!“

 

 

Umræðan

Fleiri fréttir

Lyfjaskolp við Gvendarbrunna – skipulagsslys við Gunnarshólma

AðsentMeirihluti bæjarstjórnar Kópavogs hefur samþykkt að skoða alvarlega áform um að reisa heilsutengt ofurþorp fyrir 15.000 manns við Gunnarshólma, í miðju vatnsverndarsvæði höfuðborgarsvæðisins. Svæðið er þekkt flóðasvæði þar sem áin Suðurá flæðir

Íbúar völdu saunur og skautasvell

Infrarauðar saunur og yfirbyggðir stigar í rennibrautir beggja sundlauga Kópavogs, vélfryst skautasvell í Kópavogsdal, bleikir bekkir til minningar um Bryndísi Klöru Birgisdóttur, aðstaða til sjósunds á Kársnesi og endurnýjun og

Höskuldur og Thelma íþróttakarl og íþróttakona ársins

Höskuldur Gunnlaugsson knattspyrnumaður úr Breiðabliki og Thelma Aðalsteinsdóttir fimleikakona úr Gerplu voru kjörin íþróttakarl og íþróttakona Kópavogs fyrir árið 2024.  Kjörinu var lýst á íþróttahátíð Kópavogs í Salnum miðvikudaginn 8.

Leifur Eiríksson Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar, Unnar Atli Guðmundsson plokkari, Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri og Ásthildur Helgadóttir sviðsstjóri umhverfissviðs.

Plokkari ársins

Unnar Atli Guðmundsson er plokkari ársins í Kópavogi. Bæjarstjóri Kópavogs Ásdís Kristjánsdóttir heiðraði Unnar í Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar en þangað sækir Unnar ruslapoka fyrir plokkið, sem unnið er í sjálfboðavinnu. Unnar