Pólitísk pönnukökulykt?

Pönnukökukeppni Glóðarinnar í Gljábakka á Hamraborgarhátíðinni á dögunum virðist ætla að draga dilk á eftir sér. Sigurvegarinn, með bestu pönnukökur bæjarins í ár, var engin önnur en Una María Óskarsdóttir, bæjarfulltrúi Framsóknarflokksins.

Una María Óskarsdóttir, bæjarfulltrúi Framsóknarflokksins, birti þessa mynd á Facebook með myndatextanum: "Þessi við hliðina á mér kann ekki að baka pönsur en fékk að veita verðlaunin.." — with Armann Kr Olafsson.
Una María Óskarsdóttir, bæjarfulltrúi Framsóknarflokksins, birti þessa mynd á Facebook með myndatextanum: „Þessi við hliðina á mér kann ekki að baka pönsur en fékk að veita verðlaunin..“ — with Armann Kr Olafsson.

„Þetta er ekkert annað en hneisa,“ sagði ósáttur bæjarbúi við Kópavogsfréttir í morgun, varla búinn að ná sér. Öllum var frjálst að taka þátt en fjölmargir eldri borgarar höfðu lagt nótt sem nýtan dag við pönnukökubakstur og legið yfir uppskriftarbókum. „Svo valsar þessi Framsóknarbæjarfulltrúi inn með þunnar pönnukökur og vinnur bara keppnina og fær af sér mynd,“ segir bæjarbúinn, sem vill ekki láta nafn síns getið en telur þetta afar hjákátlegt og efast um fólk vilji keppa í þessu aftur að ári ef „…einhver pólitíkus kemur síðan og hirðir bara verðlaunin!“

 

 

Umræðan

Fleiri fréttir

Gnitaheiði er gata ársins

Bæjarstjórn Kópavogs velur götu ársins og er Gnitaheiði 30. gatan í Kópavogi til þess hljóta nafnbótina. Íbúar í götunni komu saman af tilefninu og Orri Hlöðversson, formaður bæjarráðs í Kópavogi

Flautukórinn í frægðarför

„Við komum heim með fullt af gulli, silfri og bronsi rétt eins og á Ólympíuleikunum,” segir kampakát Pemela De Sensi, flautukennara Tónlistarskólans í Kópavogi. Flautukór kórsins lagði nýverið Sikiley á

Líf og fjör á Hamraborgarhátíð

Agnes Ársælsdóttir er myndlistarmaður og sýningarstjóri Hamraborgarhátíðarinnar í ár. Agnes útskrifaðist með BA gráðu frá Listaháskóla Íslands árið 2015 en stundar nú nám í sýningastjórnun við Háskóla Íslands. Agnes sýndi

Gunnar Helgason.

Bókasafn Kópavogs í haust

Haustið ber með sér rútínu, kertaljós og appelsínurauða tóna, en á Bókasafni Kópavogs er dagskráin að fara í gang með vinsælum viðburðum fyrri ára í bland við nýja og spennandi

Gamlar fréttir úr sarpinum

CAM00012
Jón Finnbogason
Hjalmar_Hjalmarsson
Hressingarhælið
Kopavogur-2
AsdisKristjansdottir
Marina-og-Mikael
skyndihjalp
Íþróttafólk Kópavogs