Pólitísk pönnukökulykt?

Pönnukökukeppni Glóðarinnar í Gljábakka á Hamraborgarhátíðinni á dögunum virðist ætla að draga dilk á eftir sér. Sigurvegarinn, með bestu pönnukökur bæjarins í ár, var engin önnur en Una María Óskarsdóttir, bæjarfulltrúi Framsóknarflokksins.

Una María Óskarsdóttir, bæjarfulltrúi Framsóknarflokksins, birti þessa mynd á Facebook með myndatextanum: "Þessi við hliðina á mér kann ekki að baka pönsur en fékk að veita verðlaunin.." — with Armann Kr Olafsson.
Una María Óskarsdóttir, bæjarfulltrúi Framsóknarflokksins, birti þessa mynd á Facebook með myndatextanum: „Þessi við hliðina á mér kann ekki að baka pönsur en fékk að veita verðlaunin..“ — with Armann Kr Olafsson.

„Þetta er ekkert annað en hneisa,“ sagði ósáttur bæjarbúi við Kópavogsfréttir í morgun, varla búinn að ná sér. Öllum var frjálst að taka þátt en fjölmargir eldri borgarar höfðu lagt nótt sem nýtan dag við pönnukökubakstur og legið yfir uppskriftarbókum. „Svo valsar þessi Framsóknarbæjarfulltrúi inn með þunnar pönnukökur og vinnur bara keppnina og fær af sér mynd,“ segir bæjarbúinn, sem vill ekki láta nafn síns getið en telur þetta afar hjákátlegt og efast um fólk vilji keppa í þessu aftur að ári ef „…einhver pólitíkus kemur síðan og hirðir bara verðlaunin!“

 

 

Deildu:

Facebook
Twitter
Pinterest
LinkedIn

Fleiri fréttir

Jólatónleikar Samkórs Kópavogs

Samkór Kópavogs syngur inn aðventuna á sínum árlegu jólatónleikum sunnudaginn 3. desember n.k. Tónleikarnir verða í Digraneskirkju og hefjast kl. 17:00. Einsöngvari með kórnum að þessu sinni er tenórsöngvarinn Gunnar

Deloitte flytur úr Turninum á Dalveg 30

Kynning Deloitte hefur flutt úr Turninum við Smáratorg, sem löngum hefur verið kenndur við fyrirtækið, í nýtt skrifstofuhúsnæði á Dalvegi 30.  Nýja húsnæðið er byggt samkvæmt umhverfisvottuðu byggingarstöðlunum BREEAM en

Marteinn Þór Pálmason, tannlæknir.

Tannsetrið tannlæknastofa fagnar eins árs afmæli

Kynning Bókaðu tíma í gegnum símaappið Noona eða á netinu Tannsetrið tannlæknastofa, sem staðsett er við Hlíðasmára 17 í Kópavogi, sinnir öllum almennum tannlækningum og tekur við sjúklingum á öllum aldri. Marteinn Þór