Pólsk nýlenduvöruverslun í Smiðjuhverfi.

Verslunin Dzien Dobry við Smiðjuveg.
Verslunin Dzien Dobry við Smiðjuveg.

Verslunin Dzien dobry, sem getur þýtt allt í senn: góðan daginn, komdu sæl(l), hvernig hefur þú það og er ekki lífið frábært, hóf nýverið starfsemi í sjálfu Smiðjuhverfinu, nánar tiltekið á grænni götu Smiðjuvegs 26. Jón Haukur Valsson, eigandi, stendur vaktina og heilsar gestum og gangandi glaðlega með nýjustu nýlenduvörurnar frá Póllandi.

-Af hverju pólsk verslun í Smiðjuhverfi?

„Af hverju ekki? Hér er frábært að vera, fólkið í Kópavogi er yndislegt, þjónustan hjá bænum er til fyrirmyndar og allir eitthvað svo manneskjulegir. Það er þörf fyrir þessa verslun, ekki bara hjá Pólverjum, Rússum og öðrum sem við kölluðum einhvern tímann „austantjaldsbúa“ heldur líka hjá Íslendingum og raunar fyrir alla – hvaðan sem í heiminum þeir koma,“ segir Jón.

-Hvað var í þessu húsnæði áður?

„Hér í kringum mig á Smiðjuveginum er náttúrulega heill aragrúi af alls konar fyrirtækjum í ólíkum rekstri, en mikið um fyrirtæki í bílabransanum. Hér var áður rekið öflugt dekkjaverkstæði þannig að ég þurfti að byrja á því að þrífa vel og hreinsa út alls konar dót og drasl sem tilheyrði þeim rekstri. Þetta hafðist hægt og rólega svo ég gat opnað hérna nýlenduvöruverslun.“

-Kaupmaðurinn á horninu. Er hann kominn og ert þú hann?

„Já, hér er ég,“ segir Jón og hlær. „En annars er ég gamall sjómaður og ef kerfið hérna á Íslandi væri ekki svona arfavitlaust væri ég löngu búinn að fara á skak, en ég bara má það ekki – hugsaðu þér. Þessi verslun skapar mér vinnu og það gengur ágætlega. Er á meðan er.  Ég reyni að hafa lág verð, enda er akkúrat engin yfirbygging í þessu hjá mér, og fólk kemur aftur og aftur og verslar við mig því verðin eru lág. Ég er líka að byrja að selja fatnað, einkum nærfatnað, þannig að það er alls konar til af öllu,“ segir Jón Haukur Valsson, nýlenduvöruverslunareigandi við Smiðjuveg.

2013-07-23-1114 2013-07-23-1115

Deildu:

Facebook
Twitter
Pinterest
LinkedIn

Fleiri fréttir

Grindvíkingar í Kópavogsbúið

Ásdís Kristjánsdóttir, bæjarstjóri Kópavogs, afhenti Fannari Jónassyni, bæjarstjóra Grindavíkur lykla að íbúðum í gamla Kópavogsbúinu við hátíðlega viðhöfn miðvikudaginn 10. júlí en íbúðirnar verða til afnota fyrir eldra fólk úr

Guðmundur Ingi Guðbrandsson, formaður VG og félags- og vinnumarkaðsráðherra.

Ert þú í tengslum?

Aðsent Ert þú í tengslum? Guðmundur Ingi Guðbrandsson, formaður VG og félags- og vinnumarkaðsráðherra. Félagsleg einangrun er vaxandi vandamál í nútímasamfélagi og rannsóknir sýna að til mikils er að vinna

Pikka upp dósir í Kópavogi

Nú geta íbúar Kópavogs sem vilja styrkja iðkendur íþróttafélaga með dósapening skráð sig á Pikka.is og látið iðkendur koma eftir pöntun að sækja hjá sér dósirnar. Hér áður fyrr var það algengt

Niðurlagning Héraðsskjalasafns Kópavogs

Skaðræðisgjörningur bæjarstjórnar Kópavogs Bæjarstjórn Kópavogs ákvað á fundi sínum 25. apríl 2023 með sex atkvæðum meirihlutans gegn fimm atkvæðum minnihlutans að leggja niður Héraðsskjalasafn Kópavogs. Þar fetaði bæjarstjórnin í slóð