Pólsk nýlenduvöruverslun í Smiðjuhverfi.

Verslunin Dzien Dobry við Smiðjuveg.
Verslunin Dzien Dobry við Smiðjuveg.

Verslunin Dzien dobry, sem getur þýtt allt í senn: góðan daginn, komdu sæl(l), hvernig hefur þú það og er ekki lífið frábært, hóf nýverið starfsemi í sjálfu Smiðjuhverfinu, nánar tiltekið á grænni götu Smiðjuvegs 26. Jón Haukur Valsson, eigandi, stendur vaktina og heilsar gestum og gangandi glaðlega með nýjustu nýlenduvörurnar frá Póllandi.

-Af hverju pólsk verslun í Smiðjuhverfi?

„Af hverju ekki? Hér er frábært að vera, fólkið í Kópavogi er yndislegt, þjónustan hjá bænum er til fyrirmyndar og allir eitthvað svo manneskjulegir. Það er þörf fyrir þessa verslun, ekki bara hjá Pólverjum, Rússum og öðrum sem við kölluðum einhvern tímann „austantjaldsbúa“ heldur líka hjá Íslendingum og raunar fyrir alla – hvaðan sem í heiminum þeir koma,“ segir Jón.

-Hvað var í þessu húsnæði áður?

„Hér í kringum mig á Smiðjuveginum er náttúrulega heill aragrúi af alls konar fyrirtækjum í ólíkum rekstri, en mikið um fyrirtæki í bílabransanum. Hér var áður rekið öflugt dekkjaverkstæði þannig að ég þurfti að byrja á því að þrífa vel og hreinsa út alls konar dót og drasl sem tilheyrði þeim rekstri. Þetta hafðist hægt og rólega svo ég gat opnað hérna nýlenduvöruverslun.“

-Kaupmaðurinn á horninu. Er hann kominn og ert þú hann?

„Já, hér er ég,“ segir Jón og hlær. „En annars er ég gamall sjómaður og ef kerfið hérna á Íslandi væri ekki svona arfavitlaust væri ég löngu búinn að fara á skak, en ég bara má það ekki – hugsaðu þér. Þessi verslun skapar mér vinnu og það gengur ágætlega. Er á meðan er.  Ég reyni að hafa lág verð, enda er akkúrat engin yfirbygging í þessu hjá mér, og fólk kemur aftur og aftur og verslar við mig því verðin eru lág. Ég er líka að byrja að selja fatnað, einkum nærfatnað, þannig að það er alls konar til af öllu,“ segir Jón Haukur Valsson, nýlenduvöruverslunareigandi við Smiðjuveg.

2013-07-23-1114 2013-07-23-1115

Umræðan

Fleiri fréttir

Lyfjaskolp við Gvendarbrunna – skipulagsslys við Gunnarshólma

AðsentMeirihluti bæjarstjórnar Kópavogs hefur samþykkt að skoða alvarlega áform um að reisa heilsutengt ofurþorp fyrir 15.000 manns við Gunnarshólma, í miðju vatnsverndarsvæði höfuðborgarsvæðisins. Svæðið er þekkt flóðasvæði þar sem áin Suðurá flæðir

Íbúar völdu saunur og skautasvell

Infrarauðar saunur og yfirbyggðir stigar í rennibrautir beggja sundlauga Kópavogs, vélfryst skautasvell í Kópavogsdal, bleikir bekkir til minningar um Bryndísi Klöru Birgisdóttur, aðstaða til sjósunds á Kársnesi og endurnýjun og

Höskuldur og Thelma íþróttakarl og íþróttakona ársins

Höskuldur Gunnlaugsson knattspyrnumaður úr Breiðabliki og Thelma Aðalsteinsdóttir fimleikakona úr Gerplu voru kjörin íþróttakarl og íþróttakona Kópavogs fyrir árið 2024.  Kjörinu var lýst á íþróttahátíð Kópavogs í Salnum miðvikudaginn 8.

Leifur Eiríksson Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar, Unnar Atli Guðmundsson plokkari, Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri og Ásthildur Helgadóttir sviðsstjóri umhverfissviðs.

Plokkari ársins

Unnar Atli Guðmundsson er plokkari ársins í Kópavogi. Bæjarstjóri Kópavogs Ásdís Kristjánsdóttir heiðraði Unnar í Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar en þangað sækir Unnar ruslapoka fyrir plokkið, sem unnið er í sjálfboðavinnu. Unnar