Óuppgerður kostnaður við prófkjör Sjálfstæðismanna

Einungis sex af fimmtán frambjóðendum Sjálfstæðisflokksins hafa skilað inn gögnum til Ríkisendurkoðunar vegna kostnaðar við prófkjör

Ármann Kr. Ólafsson og Margrét Friðriksdóttir eru í efstu tveimur sætunum á lista Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi.
Ármann Kr. Ólafsson og Margrét Friðriksdóttir eru í efstu tveimur sætunum á lista Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi.

Hvorki Ármann Kr. Ólafsson né Margrét Friðriksdóttir, sem sitja í tveimur efstu sætum á framboðslista Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi hafa skilað Ríkisendurskoðun upplýsingum um kostnað við prófkjör sem fram fór þann 8. febrúar síðastliðinn. Þetta kemur fram í bæjarblaðinu Kópavogur í dag. Þau Ármann og Margét háðu harða baráttu um efsta sætið á lista Sjálfstæðisflokksins í prófkjörinu.

Frambjóðendur hafa þrjá mánuði til að skila upplýsingum til Ríkisendurskoðunar, samkvæmt lögum, hafi kostnaður við prófkjörið farið yfir 400 þúsund krónur.

Samkvæmt lögunum mega frambjóðendur nota mest eina milljón króna til prófkjörs en í tilviki Kópavogs, vegna stærðar sveitarfélagsins, má þessi upphæð fara upp undir fimm milljónir króna.

Fram kemur á vef Ríkisendurskoðunar að einungis Karen Elísabet Halldórsdóttir, sem er í þriðja sæti flokksins, hafi skilað inn uppgjöri vegna prófkjörsins en bæjarblaðið Kópavogur hefur upplýsingar um að Hjördís Johnson, sem situr í fjórða sæti listans, hafi einnig skilað uppgjöri. Ekki hvílir lagaskylda á frambjóðendum að skila inn uppgjöri fari kostnaður undir 400 þúsund krónum en sex af fimmtán frambjóðendum Sjálfstæðisflokksins í prófkjörinu hafa skilað inn gögnum til Ríkisendurskðunar.

Í samtali við bæjarblaðið Kópavog í dag segir Ármann að sótt hafi verið um frest til Ríkisendurskoðunar fyrir 8. maí þar sem endanlegir kostnaðarreikningar og styrkir voru ekki búnir að skila sér. Uppgjöri verði skilað þegar það liggur fyrir. Þó er ljóst að kostnaður prófkjörsins er innan tilskilinna marka, er haft eftir Ármanni.

Umræðan

Fleiri fréttir

Gnitaheiði er gata ársins

Bæjarstjórn Kópavogs velur götu ársins og er Gnitaheiði 30. gatan í Kópavogi til þess hljóta nafnbótina. Íbúar í götunni komu saman af tilefninu og Orri Hlöðversson, formaður bæjarráðs í Kópavogi

Flautukórinn í frægðarför

„Við komum heim með fullt af gulli, silfri og bronsi rétt eins og á Ólympíuleikunum,” segir kampakát Pemela De Sensi, flautukennara Tónlistarskólans í Kópavogi. Flautukór kórsins lagði nýverið Sikiley á

Líf og fjör á Hamraborgarhátíð

Agnes Ársælsdóttir er myndlistarmaður og sýningarstjóri Hamraborgarhátíðarinnar í ár. Agnes útskrifaðist með BA gráðu frá Listaháskóla Íslands árið 2015 en stundar nú nám í sýningastjórnun við Háskóla Íslands. Agnes sýndi

Gunnar Helgason.

Bókasafn Kópavogs í haust

Haustið ber með sér rútínu, kertaljós og appelsínurauða tóna, en á Bókasafni Kópavogs er dagskráin að fara í gang með vinsælum viðburðum fyrri ára í bland við nýja og spennandi

Gamlar fréttir úr sarpinum

Bæjarstjórar Kópavogs
hundalestur
svifryk
Hjalmar_Hjalmarsson
IMG_1687
Ólafur Þór Gunnarsson
Upplestur
Unnur Flóvenz formaður Rannveigar
Bláu tunnurnar