Pure Deli í Gerðarsafn

Veitingastaðurinn Pure Deli hefur opnað í Gerðarsafni. Veitingastaðurinn verður opinn frá 9 til 17 alla virka daga og frá 11-17 um helgar. Samhliða þessu breytist opnunartími Gerðarsafns  og verður nú opið alla daga vikunnar frá 11-17, áður var lokað á mánudögum.

Pure Deli fagnaði nýverið eins árs afmæli í Urðarhvarfi 4 og bætist nú Gerðarsafn við. Áhersla er á vandað og gott hráefni, en á boðstólum eru samlokur og vefjur, súpur og djúsar en auk þess gott kaffi og meðlæti. Um helgar verður boðið upp á brunch.

„Ég fagna því að fá veitingarrekstur í Gerðarsafn. Það styrkir Menningarhús Kópavogs að hafa veitingasölu á svæðinu og ég er sérstaklega ánægð með að hafa náð samstarfi við veitastað með áherslur og metnað Pure Deli,“ segir Soffía Karlsdóttir forstöðumaður menningarmála í Kópavogi.

Umræðan

Fleiri fréttir

Gnitaheiði er gata ársins

Bæjarstjórn Kópavogs velur götu ársins og er Gnitaheiði 30. gatan í Kópavogi til þess hljóta nafnbótina. Íbúar í götunni komu saman af tilefninu og Orri Hlöðversson, formaður bæjarráðs í Kópavogi

Flautukórinn í frægðarför

„Við komum heim með fullt af gulli, silfri og bronsi rétt eins og á Ólympíuleikunum,” segir kampakát Pemela De Sensi, flautukennara Tónlistarskólans í Kópavogi. Flautukór kórsins lagði nýverið Sikiley á

Líf og fjör á Hamraborgarhátíð

Agnes Ársælsdóttir er myndlistarmaður og sýningarstjóri Hamraborgarhátíðarinnar í ár. Agnes útskrifaðist með BA gráðu frá Listaháskóla Íslands árið 2015 en stundar nú nám í sýningastjórnun við Háskóla Íslands. Agnes sýndi

Gunnar Helgason.

Bókasafn Kópavogs í haust

Haustið ber með sér rútínu, kertaljós og appelsínurauða tóna, en á Bókasafni Kópavogs er dagskráin að fara í gang með vinsælum viðburðum fyrri ára í bland við nýja og spennandi

Gamlar fréttir úr sarpinum

Asdis
sms
Kársnes
hakontryggvi
Karen
Lestrarganga í Kópavogi
Glen
2013-09-15-1790
kopavogur