Pure Deli í Gerðarsafn

Veitingastaðurinn Pure Deli hefur opnað í Gerðarsafni. Veitingastaðurinn verður opinn frá 9 til 17 alla virka daga og frá 11-17 um helgar. Samhliða þessu breytist opnunartími Gerðarsafns  og verður nú opið alla daga vikunnar frá 11-17, áður var lokað á mánudögum.

Pure Deli fagnaði nýverið eins árs afmæli í Urðarhvarfi 4 og bætist nú Gerðarsafn við. Áhersla er á vandað og gott hráefni, en á boðstólum eru samlokur og vefjur, súpur og djúsar en auk þess gott kaffi og meðlæti. Um helgar verður boðið upp á brunch.

„Ég fagna því að fá veitingarrekstur í Gerðarsafn. Það styrkir Menningarhús Kópavogs að hafa veitingasölu á svæðinu og ég er sérstaklega ánægð með að hafa náð samstarfi við veitastað með áherslur og metnað Pure Deli,“ segir Soffía Karlsdóttir forstöðumaður menningarmála í Kópavogi.

Umræðan

Fleiri fréttir

Lyfjaskolp við Gvendarbrunna – skipulagsslys við Gunnarshólma

AðsentMeirihluti bæjarstjórnar Kópavogs hefur samþykkt að skoða alvarlega áform um að reisa heilsutengt ofurþorp fyrir 15.000 manns við Gunnarshólma, í miðju vatnsverndarsvæði höfuðborgarsvæðisins. Svæðið er þekkt flóðasvæði þar sem áin Suðurá flæðir

Íbúar völdu saunur og skautasvell

Infrarauðar saunur og yfirbyggðir stigar í rennibrautir beggja sundlauga Kópavogs, vélfryst skautasvell í Kópavogsdal, bleikir bekkir til minningar um Bryndísi Klöru Birgisdóttur, aðstaða til sjósunds á Kársnesi og endurnýjun og

Höskuldur og Thelma íþróttakarl og íþróttakona ársins

Höskuldur Gunnlaugsson knattspyrnumaður úr Breiðabliki og Thelma Aðalsteinsdóttir fimleikakona úr Gerplu voru kjörin íþróttakarl og íþróttakona Kópavogs fyrir árið 2024.  Kjörinu var lýst á íþróttahátíð Kópavogs í Salnum miðvikudaginn 8.

Leifur Eiríksson Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar, Unnar Atli Guðmundsson plokkari, Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri og Ásthildur Helgadóttir sviðsstjóri umhverfissviðs.

Plokkari ársins

Unnar Atli Guðmundsson er plokkari ársins í Kópavogi. Bæjarstjóri Kópavogs Ásdís Kristjánsdóttir heiðraði Unnar í Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar en þangað sækir Unnar ruslapoka fyrir plokkið, sem unnið er í sjálfboðavinnu. Unnar