Pure Deli í Gerðarsafn

Veitingastaðurinn Pure Deli hefur opnað í Gerðarsafni. Veitingastaðurinn verður opinn frá 9 til 17 alla virka daga og frá 11-17 um helgar. Samhliða þessu breytist opnunartími Gerðarsafns  og verður nú opið alla daga vikunnar frá 11-17, áður var lokað á mánudögum.

Pure Deli fagnaði nýverið eins árs afmæli í Urðarhvarfi 4 og bætist nú Gerðarsafn við. Áhersla er á vandað og gott hráefni, en á boðstólum eru samlokur og vefjur, súpur og djúsar en auk þess gott kaffi og meðlæti. Um helgar verður boðið upp á brunch.

„Ég fagna því að fá veitingarrekstur í Gerðarsafn. Það styrkir Menningarhús Kópavogs að hafa veitingasölu á svæðinu og ég er sérstaklega ánægð með að hafa náð samstarfi við veitastað með áherslur og metnað Pure Deli,“ segir Soffía Karlsdóttir forstöðumaður menningarmála í Kópavogi.

Deildu:

Facebook
Twitter
Pinterest
LinkedIn

Fleiri fréttir

Stórskemmtileg leiksýning fyrir yngstu kynslóðina

Leikfélag Kópavogs sýnir um þessar mundir barnaleikritið Ferðin til Limbó eftir Ingibjörgu Jónsdóttur (1953-1986) sem sett var upp í Þjóðleikhúsinu í janúar 1966. Leikritið byggir á barnabókinni Músabörn í geimflugi eftir sama

Er svefn besta verkjalyfið?

Svefn er ein af grunnstoðum góðrar heilsu ásamt góðri næringu, hreyfingu og vellíðan. Þegar við sofum notar líkaminn tímann til að endurnýja sig og undirbúa okkur fyrir næsta dag. Svefn