Ráðin verkefnastjóri stefnumótunar og lýðræðisumbóta

Anna Klara Georgsdóttir.
Anna Klara Georgsdóttir.

Anna Klara Georgsdóttir hefur verið ráðin verkefnastjóri stefnumótunar og lýðræðisumbóta hjá Kópavogsbæ.  Hún hefur starfað sem verkefnastjóri velferðarsviðs Kópavogsbæjar síðan í janúar 2014.

Starf verkefnastjóra stefnumótunar og lýðræðisumbóta er nýtt hjá Kópavogsbæ.  Verkefnastjóri mun stýra  stefnumótunarvinnu Kópavogsbæjar, leiða stefnumótun bæjarstjórnar og leiðbeina stjórnendum við stefnumótun sviða, deilda og stofnana bæjarins.

Verkefnastjórinn skipuleggur jafnframt starf hverfaráða og undirbýr þátttöku íbúa við ráðstöfun fjármagns vegna fjárfestinga í hverfum bæjarins í íbúakosningu.

Anna Klara Georgsdóttir lauk M.Sc. prófi í mannauðsstjórnun og vinnusálfræði frá Háskólanum í Reykjavík árið 2013. Hún nam áður sálfræði við Háskóla Íslands og lauk framhaldsgráðu í klassískum söng við Royal Scottish Academy of Music and Drama í Glasgow.

Deildu:

Facebook
Twitter
Pinterest
LinkedIn

Fleiri fréttir

Þúsundir íbúða í nýjum lífsgæðakjarna í Kópavogi

Áform um uppbyggingu hjúkrunarrýma og íbúða á Gunnarshólma Loftmynd af svæðinu Bæjarráð Kópavogs hefur samþykkt að vísa áfram til samþykktar bæjarstjórnar drögum að viljayfirlýsingu við Aflvaka þróunarfélag um uppbyggingu 5.000

Kársnesskóla skipt í tvo skóla

Kársnesskóla verður skipt upp í tvo sjálfstæða skóla á skólaárinu 2024 til 2025 samkvæmt tillögu menntasviðs Kópavogsbæjar sem samþykkt hefur verið í bæjarstjórn Kópavogs. Lagt er til að skólanum verði

Jólatónleikar Samkórs Kópavogs

Samkór Kópavogs syngur inn aðventuna á sínum árlegu jólatónleikum sunnudaginn 3. desember n.k. Tónleikarnir verða í Digraneskirkju og hefjast kl. 17:00. Einsöngvari með kórnum að þessu sinni er tenórsöngvarinn Gunnar