Í ræktina

 

Karen Elísabet Halldórsdóttir.
Karen Elísabet Halldórsdóttir.

Í kyrrstöðuvinnu-samfélagi er nauðsynlegt fyrir einstaklinga að ná sér í temmilega hreyfingu. Við förum í ræktina eða út að skokka með það að markmiði að halda okkur heibrigðum. Ávinningurinn er ekki bara okkar eigin heilsa heldur með því að hreyfa okkur og borða holt léttum við á rekstri heilbrigðiskerfisins og aukum framleiðni og afköst í atvinnulífinu. Þetta er svokallað „win win“ eða allir græða!

Við getum valið úr mörgum leiðum til þess að hreyfa okkur. Ég vel útiskokk, aðrir vilja hlaupa á bretti, enn aðrir lyfta lóðum eða mæta í sund. Að mæta í ræktina getur líka verið félagslegt athæfi þar sem maður hittir mann og fólk viðheldur eða myndar ný félagsleg tengsl.  Það er samfélaginu afar mikilvægt að sem flestir sjái sér hag að stunda hóflega líkamsrækt. Meðlimakortin fara misjafnlega djúpt í veskið hjá hverjum og einum og það er eins með þetta og annað, fólk velur eftir efni hvað það hefur tök á að setja háar fjárhæðir í eigin heilsu.

Kópavogsbúar geta valið um fjölda margar stöðvar til að rækta andann og heilsuna og er samkeppnin milli stöðvana af hinu góða neytandanum til hagsbóta. Nýlega er lokið útboði á rekstri líkamsræktarstöðva í sundlaugum bæjarins. Lægstbjóðandur eru ekki sömu rekstraraðilar og nú reka þessar stöðvar og hafa gert í fjölda mörg ár við góðan orðstýr. Iðkendur eru áhyggjufullir og þegar er hafin undirskriftasöfnun til þess að mótmæla breytingum á rekstraraðilum þessara stöðva. Verðskrá árskortana hefur verið haldið í miklu hófi undanfarin ár og er það kannski ekki furða að fólk hafi áhyggjur af sínum hag.

Kópavogsbær, kjörnir fulltrúar og embættismenn, hafa það verkefni á sinni könnu núna að taka afstöðu til útboðsins. Taka þarf tillit til hagsmuna iðkenda, samkeppnissjónarmiða sem og lægstbjóðenda útboðsins. Það er algerlega nauðsynlegt að umsögn um niðurstöðu útboðsins verði fagleg og á sem víðustum grundvelli svo að hægt verði að ná almennri sátt um málalok.

Umræðan

Fleiri fréttir

Gnitaheiði er gata ársins

Bæjarstjórn Kópavogs velur götu ársins og er Gnitaheiði 30. gatan í Kópavogi til þess hljóta nafnbótina. Íbúar í götunni komu saman af tilefninu og Orri Hlöðversson, formaður bæjarráðs í Kópavogi

Flautukórinn í frægðarför

„Við komum heim með fullt af gulli, silfri og bronsi rétt eins og á Ólympíuleikunum,” segir kampakát Pemela De Sensi, flautukennara Tónlistarskólans í Kópavogi. Flautukór kórsins lagði nýverið Sikiley á

Líf og fjör á Hamraborgarhátíð

Agnes Ársælsdóttir er myndlistarmaður og sýningarstjóri Hamraborgarhátíðarinnar í ár. Agnes útskrifaðist með BA gráðu frá Listaháskóla Íslands árið 2015 en stundar nú nám í sýningastjórnun við Háskóla Íslands. Agnes sýndi

Gunnar Helgason.

Bókasafn Kópavogs í haust

Haustið ber með sér rútínu, kertaljós og appelsínurauða tóna, en á Bókasafni Kópavogs er dagskráin að fara í gang með vinsælum viðburðum fyrri ára í bland við nýja og spennandi

Gamlar fréttir úr sarpinum

morris
1501816_599821193417374_1456742139_n
reynir
AB
Sigvaldi Egill Lárusson
blikar
Jón úr Vör
Gamlir Blikar.
Jólatré á Hálsatorgi