Rafrænt heimaþjónustukerfi hjá Kópavogsbæ

óhann Grétarsson og Jóhann R. Benediktsson frá Curron, Þórunn Erna Þórðardóttir, eldri borgari í Kópavogi, Theódóra S. Þorsteinsdóttir, formaður bæjarráðs Kópavogs, Ármann Kr. Ólafsson bæjarstjóri og Björg Long, starfsmaður heimaþjónustunnar.

Heimilisauðkenni fyrir heimaþjónustu í Kópavogsbæ var formlega tekin í notkun þegar Ármann Kr. Ólafsson bæjarstjóri afhenti Þórunni Ernu Þórðardóttur eldri borgara í Kópavogi heimilisauðkenni.

Heimilisauðkennið er hluti af rafrænu heimaþjónustukerfi sem er nýjung í velferðartækni. Það er þróað af hugbúnaðarfyrirtækinu Curron en fulltrúar þess voru viðstaddir afhendinguna ásamt Theodóru S. Þorsteinsdóttur formanni bæjarráðs og starfsmönnum Kópavogsbæjar.

Auðkennið, sem kallast á við símtæki heimaliða, hefur meðal annars að geyma upplýsingar um nauðsynlega þjónustu og fylgist með komu heimaliðanna og lengd þjónustunnar.  Í því felst mikið hagræði og einföldun á allri umsýslu. 

Heimaþjónustukerfið er notað til tímaskráningar, og þjónustustýringar og heldur kerfið jafnframt utan um alla samninga heimaþjónustunnar. Kópavogsbær vonast til að með þessari tækni verði öll framkvæmd heimaþjónustu við bæjarbúa markvissari.

Næstu skref í kerfinu, sem verður í áframhaldandi þróun, eru að veita aðstandendum, með leyfi þeirra sem nota heimaþjónustu, aðgang að kerfinu. Með því móti geta þeir fylgst með þjónustunni og verið í gagnkvæmdum samskiptum sín á milli og við þjónustunotendur.

Umræðan

Fleiri fréttir

Gnitaheiði er gata ársins

Bæjarstjórn Kópavogs velur götu ársins og er Gnitaheiði 30. gatan í Kópavogi til þess hljóta nafnbótina. Íbúar í götunni komu saman af tilefninu og Orri Hlöðversson, formaður bæjarráðs í Kópavogi

Flautukórinn í frægðarför

„Við komum heim með fullt af gulli, silfri og bronsi rétt eins og á Ólympíuleikunum,” segir kampakát Pemela De Sensi, flautukennara Tónlistarskólans í Kópavogi. Flautukór kórsins lagði nýverið Sikiley á

Líf og fjör á Hamraborgarhátíð

Agnes Ársælsdóttir er myndlistarmaður og sýningarstjóri Hamraborgarhátíðarinnar í ár. Agnes útskrifaðist með BA gráðu frá Listaháskóla Íslands árið 2015 en stundar nú nám í sýningastjórnun við Háskóla Íslands. Agnes sýndi

Gunnar Helgason.

Bókasafn Kópavogs í haust

Haustið ber með sér rútínu, kertaljós og appelsínurauða tóna, en á Bókasafni Kópavogs er dagskráin að fara í gang með vinsælum viðburðum fyrri ára í bland við nýja og spennandi

Gamlar fréttir úr sarpinum

Andrea-Lind
Sumarverkefni_1
Kristín Harðardóttir, líffræðingur og jógakennari.
IMG_3503
Sigurbjorg-1
Kopavogur_2
kfrettir_200x200
Mynd: Stefanía Björk Jónsdóttir.
Styrkur