Rangur listabókstafur hjá Bjartri framtíð

Embætti Sýslumannsins í Kópavogi notar ekki réttan listabókstaf fyrir framboð Bjartrar framtíðar í utankjörstaðaatkvæðagreiðslu. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Bjartri framtíð í Kópavogi sem segist hafa þetta eftir áreiðanlegum heimildum. Þrír mismunandi aðilar, sem greitt hafa atkvæði utankjörstaðar í Kópavogi, hafi staðfest þetta við flokkinn. Björt framtið hafi þar á atkvæðaseðli fengið  listabókstafinn A en á fundi kjörstjórnar í Kópavogi 10. maí síðastliðinn samþykkti  kjörstjórnin að Björt framtíð í Kópavogi, og reyndar framboð Bjartrar framtíðar um allt land, fengi bókstafinn Æ.
Björt framtíð í Kópavogi lýsir yfir undrun á þessu vinnulagi og hefur farið fram á það við embættið að það kippi þessu í liðinn strax til að fyrirbyggja misskilning. Þá hvetur flokkurinn sýslumanninn til að vera í betra sambandi við kjörstjórnina í bænum.
björtframtidkopavogur

Umræðan

Fleiri fréttir

Ársreikningur staðfestur

Bæjarstjórn Kópavogs staðfesti ársreikning ársins 2024 á fundi sínum 13.maí að lokinni síðari umræðu um ársreikninginn. Ársreikningurinn var lagður fram í bæjarráði Kópavogs fimmtudaginn 10.apríl og vísað til fyrri umræðu í