Rangur listabókstafur hjá Bjartri framtíð

Embætti Sýslumannsins í Kópavogi notar ekki réttan listabókstaf fyrir framboð Bjartrar framtíðar í utankjörstaðaatkvæðagreiðslu. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Bjartri framtíð í Kópavogi sem segist hafa þetta eftir áreiðanlegum heimildum. Þrír mismunandi aðilar, sem greitt hafa atkvæði utankjörstaðar í Kópavogi, hafi staðfest þetta við flokkinn. Björt framtið hafi þar á atkvæðaseðli fengið  listabókstafinn A en á fundi kjörstjórnar í Kópavogi 10. maí síðastliðinn samþykkti  kjörstjórnin að Björt framtíð í Kópavogi, og reyndar framboð Bjartrar framtíðar um allt land, fengi bókstafinn Æ.
Björt framtíð í Kópavogi lýsir yfir undrun á þessu vinnulagi og hefur farið fram á það við embættið að það kippi þessu í liðinn strax til að fyrirbyggja misskilning. Þá hvetur flokkurinn sýslumanninn til að vera í betra sambandi við kjörstjórnina í bænum.
björtframtidkopavogur

Umræðan

Fleiri fréttir

Leifur Eiríksson Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar, Unnar Atli Guðmundsson plokkari, Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri og Ásthildur Helgadóttir sviðsstjóri umhverfissviðs.

Plokkari ársins

Unnar Atli Guðmundsson er plokkari ársins í Kópavogi. Bæjarstjóri Kópavogs Ásdís Kristjánsdóttir heiðraði Unnar í Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar en þangað sækir Unnar ruslapoka fyrir plokkið, sem unnið er í sjálfboðavinnu. Unnar

Aðventuhátíð Kópavogs

Aðventuhátíð í Kópavogi verður haldin með pompi og pragt, laugardaginn 30. nóvember. Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri tendrar ljósin á jólatré Kópavogsbæjar við menningarhúsin við hátíðlega athöfn kl. 17. Jólasveinar bregða á

Fjárhagsáætlun samþykkt

Fjárhagsáætlun fyrir árið 2025 var samþykkt í bæjarstjórn Kópavogs að lokinni seinni umræðu í vikunni Einnig var samþykkt þriggja ára áætlun fyrir tímabilið 2026-2028. Í tilkynningu frá Kópavogsbæ segir að

Sóley heimsmeistari

Sóley Margrét Jónsdóttir varð í síðustu viku heims­meist­ari í kraft­lyft­ing­um með búnaði í +84 kg flokki og tryggði sér um leið réttinn til að keppa á Heimsleikunum (World Games) sem