Rannveig Ásgeirsdóttir, formaður bæjarráðs Kópavogs og oddviti lista Kópavogsbúa, hættir í stjórnmálum.

IMG_3218Rannveig Ásgeirsdóttir, oddviti Y-listans, lista Kópavogsbúa og formaður bæjarráðs, er eini bæjarfulltrúinn sem  hefur setið í meirihluta allt kjörtímabilið. Hún hefur nú ákveðið að hætta í stjórnmálum þegar þessu kjörtímabili lýkur og gefa ekki kost á sér í næstu sveitarstjórnarkosningum.

Í einkaviðtali við Kópavogsblaðið, sem kemur út í dag, rekur hún ástæður þessa, upphafið að stofnun lista Kópavogsbúa, samstarfið við meirihlutaflokkana sem sprakk á miðju kjörtímabili og hvernig hún sér stjórnmálin þróast í Kópavogi.

„Það er allt of algengt að stjórnmálamenn sitji áfram sem ekki hafa þekkt sinn vitjunartíma. Enginn er ómissandi,“ segir Rannveig.„Ég bý hins vegar svo vel að hafa starfað með fólki sem allt eru frábærir leiðtogar en geta líka starfað saman í hóp. Þegar maður er búinn að starfa lengi í niðurrifsumhverfi er eðlilegt að menn þreytist örlítið. Mér finnst vera rétti tíminn núna til að skipta óþreyttu liði inn á.“

Ákvörðun lengi að gerjast
Listi Kópavogsbúa og Björt framtíð hafa verið að stilla saman strengi sína. Vildi Björt framtíð ekki að þú leiddir lista þeirra í Kópavogi?

„Það hefur engin ákvörðun verið tekin um uppröðun á lista Bjartrar framtíðar og vinna þar er á frumstigi. Þetta er ákvörðun sem ég er búin að ganga með í maganum frá því fyrir áramótin, en þá var ekki byrjað að ræða framboð Bjartrar framtíðar í bænum fyrir alvöru. Ég tilkynnti þessa ákvörðun mína til nýstofnaðrar uppstillingarnefndar áður en hún tók til starfa. Allir samstarfsmenn mínir í Y-listanum hafa verið að gera mjög góða hluti og við erum eina framboðið í Kópavogi sem hefur bætt við sig fólki á kjörtímabilinu þrátt fyrir hasarinn sem hefur ríkt. Það fólk á erindi við bæjarbúa og hver tekur ákvörðun fyrir sig um framhaldið,“ segir Rannveig Ásgeirsdóttir.

Nánar er rætt við Rannveigu Ásgeirsdóttur í Kópavogsblaðinu sem nálgast má hér.

Kópavogsblaðið 01.03.14

Umræðan

Fleiri fréttir

Leifur Eiríksson Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar, Unnar Atli Guðmundsson plokkari, Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri og Ásthildur Helgadóttir sviðsstjóri umhverfissviðs.

Plokkari ársins

Unnar Atli Guðmundsson er plokkari ársins í Kópavogi. Bæjarstjóri Kópavogs Ásdís Kristjánsdóttir heiðraði Unnar í Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar en þangað sækir Unnar ruslapoka fyrir plokkið, sem unnið er í sjálfboðavinnu. Unnar

Aðventuhátíð Kópavogs

Aðventuhátíð í Kópavogi verður haldin með pompi og pragt, laugardaginn 30. nóvember. Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri tendrar ljósin á jólatré Kópavogsbæjar við menningarhúsin við hátíðlega athöfn kl. 17. Jólasveinar bregða á

Fjárhagsáætlun samþykkt

Fjárhagsáætlun fyrir árið 2025 var samþykkt í bæjarstjórn Kópavogs að lokinni seinni umræðu í vikunni Einnig var samþykkt þriggja ára áætlun fyrir tímabilið 2026-2028. Í tilkynningu frá Kópavogsbæ segir að

Sóley heimsmeistari

Sóley Margrét Jónsdóttir varð í síðustu viku heims­meist­ari í kraft­lyft­ing­um með búnaði í +84 kg flokki og tryggði sér um leið réttinn til að keppa á Heimsleikunum (World Games) sem