Rannveig Ásgeirsdóttir, formaður bæjarráðs Kópavogs og oddviti lista Kópavogsbúa, hættir í stjórnmálum.

IMG_3218Rannveig Ásgeirsdóttir, oddviti Y-listans, lista Kópavogsbúa og formaður bæjarráðs, er eini bæjarfulltrúinn sem  hefur setið í meirihluta allt kjörtímabilið. Hún hefur nú ákveðið að hætta í stjórnmálum þegar þessu kjörtímabili lýkur og gefa ekki kost á sér í næstu sveitarstjórnarkosningum.

Í einkaviðtali við Kópavogsblaðið, sem kemur út í dag, rekur hún ástæður þessa, upphafið að stofnun lista Kópavogsbúa, samstarfið við meirihlutaflokkana sem sprakk á miðju kjörtímabili og hvernig hún sér stjórnmálin þróast í Kópavogi.

„Það er allt of algengt að stjórnmálamenn sitji áfram sem ekki hafa þekkt sinn vitjunartíma. Enginn er ómissandi,“ segir Rannveig.„Ég bý hins vegar svo vel að hafa starfað með fólki sem allt eru frábærir leiðtogar en geta líka starfað saman í hóp. Þegar maður er búinn að starfa lengi í niðurrifsumhverfi er eðlilegt að menn þreytist örlítið. Mér finnst vera rétti tíminn núna til að skipta óþreyttu liði inn á.“

Ákvörðun lengi að gerjast
Listi Kópavogsbúa og Björt framtíð hafa verið að stilla saman strengi sína. Vildi Björt framtíð ekki að þú leiddir lista þeirra í Kópavogi?

„Það hefur engin ákvörðun verið tekin um uppröðun á lista Bjartrar framtíðar og vinna þar er á frumstigi. Þetta er ákvörðun sem ég er búin að ganga með í maganum frá því fyrir áramótin, en þá var ekki byrjað að ræða framboð Bjartrar framtíðar í bænum fyrir alvöru. Ég tilkynnti þessa ákvörðun mína til nýstofnaðrar uppstillingarnefndar áður en hún tók til starfa. Allir samstarfsmenn mínir í Y-listanum hafa verið að gera mjög góða hluti og við erum eina framboðið í Kópavogi sem hefur bætt við sig fólki á kjörtímabilinu þrátt fyrir hasarinn sem hefur ríkt. Það fólk á erindi við bæjarbúa og hver tekur ákvörðun fyrir sig um framhaldið,“ segir Rannveig Ásgeirsdóttir.

Nánar er rætt við Rannveigu Ásgeirsdóttur í Kópavogsblaðinu sem nálgast má hér.

Kópavogsblaðið 01.03.14

Deildu:

Facebook
Twitter
Pinterest
LinkedIn

Fleiri fréttir

Grindvíkingar í Kópavogsbúið

Ásdís Kristjánsdóttir, bæjarstjóri Kópavogs, afhenti Fannari Jónassyni, bæjarstjóra Grindavíkur lykla að íbúðum í gamla Kópavogsbúinu við hátíðlega viðhöfn miðvikudaginn 10. júlí en íbúðirnar verða til afnota fyrir eldra fólk úr

Guðmundur Ingi Guðbrandsson, formaður VG og félags- og vinnumarkaðsráðherra.

Ert þú í tengslum?

Aðsent Ert þú í tengslum? Guðmundur Ingi Guðbrandsson, formaður VG og félags- og vinnumarkaðsráðherra. Félagsleg einangrun er vaxandi vandamál í nútímasamfélagi og rannsóknir sýna að til mikils er að vinna

Pikka upp dósir í Kópavogi

Nú geta íbúar Kópavogs sem vilja styrkja iðkendur íþróttafélaga með dósapening skráð sig á Pikka.is og látið iðkendur koma eftir pöntun að sækja hjá sér dósirnar. Hér áður fyrr var það algengt

Niðurlagning Héraðsskjalasafns Kópavogs

Skaðræðisgjörningur bæjarstjórnar Kópavogs Bæjarstjórn Kópavogs ákvað á fundi sínum 25. apríl 2023 með sex atkvæðum meirihlutans gegn fimm atkvæðum minnihlutans að leggja niður Héraðsskjalasafn Kópavogs. Þar fetaði bæjarstjórnin í slóð